Heimdallur

Tölublað

Heimdallur - 04.05.1933, Blaðsíða 1

Heimdallur - 04.05.1933, Blaðsíða 1
nnrriTR mW Í1 Su Su HJ Mm BLAÐ UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Aigreiðsia i Bankastræti 3 — Simi 4020 36. tbl. Reykjavik, fimmtudaginn 4. maí 1933 IV. árg. Réttarríki. Um mörg ár liafa slaðið liér liarðvílugar deilur milli Iveggja stefna. Deilurnar hafa verið um ýmiskonar efni, en undirrót margra þeirra hefir verið sú sama. Hún hefir verið sú, hvort vera skuli réttarríki hér á íslandi eða ekki. Aðrir vilja að lögin skapi mönnum rétt, hinir vilja að hver skapi sér hann sjálfur. Aðrir vilja að rikið hafi fram- kvæmdavaldið, og gæti þess, að lögin gangi jafnt yfir alla, hiu- ir vilja að þeir beygi sig fyrir lögunum, sem ekki hafa bol- magn lil að brjóta þau. Aðrir vilja að ágreiningsmál séu lögð undir dómstóla, hinir vilja að menn þreyti um þau afl. Hin fyr taida stefna hefir um mörg ár átt örðugt upp- dráltar á Alþingi, og má þar til færa mörg dæmi, þó hér verði fá ein tekin. Þegar vinnudeilur hófust fyrir alvöru hér á landi — en ]>að varð þegar fyrstu komm- únistar landsins Jónas Jónsson og' Ólafur Friðriksson fóru að skifta sér af þeim málum urðu átökin mjög geigvænleg. Menn fengu áverka og' lá nærri að friðsamir menn (svokallaðir verkfallsbrjótár) væru myrtir. En eignum manna var spillt, og engum bætt neitt. Þella ofbeldi hafði þá um langan tíma verið alveg' óþekkt hér á landi, svo mönnum brá alvarlega i brún, en Ólafur Friðriltsson fylltist svo miklurn ofmetnaði, að hann safnaði liði og hugðist að taka landið her- skildi. Ot af öllu þessu tóku velvilj- aðir menn að hugsa alvarlega uin rétlarfar í vinnudeilum, en löggjöf íslendinga var þá og er enn mjög ófullkomin um þau cfni. Kom-þá fram á Alþingi U'umvarp um það, að leggja öll slík mál í gerð óvilhallra manna, er byggðu úrskurð sinn á rannsókn, sem birt væri öll- um þeim, er hlut ættu að mál- um. Þessum mörinum l'anst alveg sjálfsagt að mál þessi, eins og önnur ágreiningsmál, væru rannsökuð, og á þau lagður úr- skurður af mönnum, sem hafn- Kommúnistar. (0r bréfi i'rá Siglufirði). Það mun vera álit æðimargra manna ,að það sé( aðeíns hér i Rcykjavík, sem veruleg hætta sé á skipulögðum óeirðum af hendi byltingarflokka. Þeirrar skoðunar virðist ríkisstjórnin hafa verið, er hún samdi frum- varpið um varalögregluna. Eft- ir væru yfir deilurnar. — En þessi menningarstefna hafði elcki meiri hluta á Alþingi. Erumvarpið náði því ekki fram að ganga. Næst var það„ er liðsafnaður fór að tíðkast hér, til þess að koma fram vilja sínum með valdi án laga og réttar, að góð- gjarnir menn fluttu það mál á Alþingi, að ríkisvaldið skyldi eflt svo, að það gæti látið lög ganga vfir alla, og alla jafnt. | En þessi menningarstefna hafði heldur ekki meiri hluta á Alþingi þá. Þeir, sem gegn þessu hvoru tveggja risu, uppskáru það, sem þeir ltöfðu ætlað. Þeir hlutu fylgi lýðsins, sem vildi skapa sér sjálfur rétt, og þeir komust til valda. Um nokkur ár ríktu þeir hér í félagi, Tíma- menn og sósíalistar og reyndu að gera sína stefnu að lögmáli. Stjórnin sjálf gaf fyrirmynd- ina. Hún verzlaði með fé al- mennings, og útdeildi lausafé og fasteignum ríkissjóðs, eins og sinni eign, til fylgismanna, og til Iögbrjóta í launaskyni. Hún lét ýmist enga dóma ganga yfir stuðningsmenn sína, eða hún bjó til flokksdómara. hún hvatti og studdi þá, sem sjálfir vildu skapa sér rétt og laka hann með valdi. í þessu hag'stæða leiði hækk- aði kommúnisminn seglin og býst nú til stórræða. Nú er þetta orðið öllum ljóst, svo að Alþingi það, sem nú situr, tek- iir al’stöðu til þessa máls vit- andi vits. Menn bíða þess að sjá, hvorl réttarríkisstefnan eða skrilrík- isstefnan hefir meira fylgi á Alþingi þegar það er bert orð- ið, munu Sjálfstæðismenn taka sinar ákvarðanir, því að þeir hafa fastákveðið það, að ísland skuli hér eftir vera réttarriki. irfarandi kafli úr bréfi ,sem Heimdalli hefir horist frá Siglufirði sýnir það, að þar nyrðra lita menn öðrnvísi á þetta mál. „Margir eru undrandi yfir því, að enn skuli ekkert vera gerl til að hefta uppgang kommún- ista hjer á landi. Má það und- arlegt heita, að Sjálflæðis- og Framsóknarflokkurinn skuli ekki taka höndum saman, og kveða Kommúnismann niður í eitt sldfti fyrir öll. Einu gildir þótt það kosti eitthvað. En hjer dugar engin hálfvelgja. Það þarf að ganga þannig frá þeim, að þeir eigi ekki uppreisnar von aftur. Þetta verður að ger- ast, því fyr, því betra og auð- veldara. Eklci borgar sig að híða með að taka fram fyrir hendurnar á þessum óaldar- flokki, þahgað til það kostar hlóðsúthellingar, og þær e. t. v mikla. Allir muna hvað gerðist í höfuðsstaðnum þ. 9. nóv., og hvað gerðist á Akureyri nú ný- skeð. Á Siglufirði er þó á- standið líklega verst, því sánn- anlegt er, að þar eru konun- únistar húnir að vopna sig all- verulega, keyptu þeir t. d. ný- lega í húð á Akureyri 28 skammhyssur og gnægð skot- færa, og engum hjer nvrðra dvlst lil livers þeir ætla að nota það. í Finnlandi, Ítalíu og Kana- da er kommúnisminn bannað- ur, fjelög þeirra hönnuð og þeir fá ekki að slilla upp við neinar kosningar. Því getum við ekki einnig komið þessu þannig fyrir hjá okkur? Jeg veit ekki hvort hinum ís- lenzku stjórnarvöldum erkunn- ugl um, að hingað og þahgað á landinu eru menn, sem sann- anlegt er að fái fast kaup frá Rússum, fyrir að útbreiða kommúnismann hér á landi, æsa fólkið upp, og koma af stað verkföllum og uppþotum. Menn þessir hafa flestir verið i Rússlandi 2—3 ár, til þess að læra, og að sjálfsögðu hefur talsvert af námstímanum farið í að kynna sjer hvernig fara eigi að, að ræna og drepa þeg- ar að byltingunni kemur.Mark- mið þessara mahna er að rífa niður til grunna þjóðskipulag vorl. Það verður þvi ekki um það deilt, að þeir séu örgustu löðurlandssvikarar og land- ráðamenn. Og þessir menn eru alls ekkert feimnir við að lála fyrirætlanir sínar í ljósi. Þeir gorta af ]tví á fjölmennum oji- inberum fundum, að þeir skuli gera byltingu, og það innan skamms. Og engum dylst, að ætlun .Rússa er að g'era ísland að einskonar rússneskri ný- lendu, rússneskri bækistöð, á meðan þeir ekki geta náð vf- irhöndinni annarsstaðar í Ev- rópu. Það er enginn vafi á því, að ýmislegt ber til tíðinda hér á landi á næstunni, ef komm- únistum helzt uppi með að ógna rílusvaldinu framvegis eins og hingað til. Verði elck- ert að gert, munu ýmsir glæp- ir, þjófnaðir og ofbeldi kornast í tízku hér á landi. Þegar svo sökudólgur er leiddur fyrir rétt, neitar hann hara að svara, segist vera kommúnisti, og ]>á er ekkert annað að gera cn sleppa manninum. Svona lcom það fyrir á Akurevri á dögun- um, og svona mun það halda áfram að vera, á meðan rílcið liefur ekkert annað en skráð lög, en vantar allt til að fram- fylgja þeim með. Við eigum að láta okkur það í ljettu rúmi lig'gja, þótt komm- únistar og sósíalistar hamist ;egn ríkislögreglu. Við verðum að fá liana, öfluga og fljótt, eigum ekki að bíða þangað til liinir herja aðdyrum lijá okk- ur með hlöðnum bvssum. Það er engum, sem vill að lög lahdsins sjeu í heiðri höfð, illa við, þótt lögregluörvggið sé aukið. Hinsvegar er skiljanlegt að oíheldis- og ránsmönnum sé illa við það. Mal þetta er orðið svo alvar- legt og hættulegt, að þing og stjórn verða að setja rögg á sig, og taka lijer i taumana áð- ur en það er of seint. Þegar svo er komið, að fjölmennur óaldarfloklcur í landinu er far- inn að afla sér vopna og skot- færa, verður ríkisvaldið að eiga einnig vopnuðum mönnum á að skipa á móti. Það nær elcki neinni átt, að ekki skuli vera hetur um öryggi ríkisins húið en svo, að nokkrir menn með skammbyssur i höndum geli hoðið ríkisvaldinu birginn. ís- lenzkir stjórnmálaflokkar liafa

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.