Heimdallur

Tölublað

Heimdallur - 04.11.1933, Blaðsíða 2

Heimdallur - 04.11.1933, Blaðsíða 2
2 H EIMDALLUR Röskir unglingar óskast strax til að bera út Heimdall. Upplýsingar á skrifstofunni og í síma 4020. fóru því engar kosningar fram á þessum 1. þingfundi. Frá umræðunum er skýrt á öðrum staö hér í hlaðinu. Sameinað Alþingi 3. nóv. Fundur hófst kl. 1. á föstu- daginn. Voru þá að loknum umræðum er stóðu yfir tæpar tvær kl.st. hornar upp tillögur meiri og minni hluta II. kjör- deildar. Bar forseti fyrst upp þá till. meirihlutans, að fresta að samþ. kosningu Bjarna Snæ- björnss. Var tillagan felld með 28 atkv. geg'n 14. Síðan var horin upp till. minnilil. um að taka gilda kosningu Bj. Snæ- björnssonar og var hún samþ. ineð 29 atkv. gegn 12. Síðan var samþ. með 35 atkv. gegn 5 að vísa kærunni lil kjör- bréfanefndar til athugunar á þeim fonngöllum, sem yfir var kært. Var sú tillaga rökstudd með því, að nauðsynlegt væri að kjörstjórnir fengju skýlaust álit Alþingis á því, hvernig þeim bæri að haga sér í þeim efnum. Aths. Þetta virðist byggt á misskilningi þingmanna, ]ivi væntanlega verða, eftir þetta þing allt önnur kosningalög í gildi en þau, er nú var kosið eftir. Frá umræðum. Á fimmtudaginn. Bergur Jónsson var fram- sögum. II. kjördeildar. Skýrði liann frá því, að kjördeildin væri ekki sammála um tillögu til þingsins. Meiri hlutinn vildi ekki að kosningin yrði samþ. að svo stöddu, en að kærunni yrði vísað til kjörbréfanefndar þingsins. Kvaðst liann ekkert vilja segja um það á þessu stigi málsins hvort kosninguna hæri að taka gilda. Magnús Jónsson hafði orð fyrir minni hlutanum. Sagði hann, að höfuð kæruatriðið væri út af því að 6 kjósanda þeirra sem kosið hefðu utan kjörstaðar, hefðu fengið aðstoð, en að þetta væri ekki leyfilegt skv. kosningalögunum. Nú hefði Bj. Snæbjörnsson verið kosinn með 22 atlcv. meiri hluta, og gætu því 6 atkvæði engin álirif i aft á úrslit kosningarinnar. Það hefði hér til verið regla AI- þingis, að raska ekki kosningu þingmanns vegna formgalla, sem engin áhrif hefðu getað hafl á úrslit kosningarinnar. Vænli hann að Alþingi mundi enn halda fast við þessa hár- r'*tu reglu, og mundi hann því livorki fjölyrða um það, hvort löglegt liefði verið að veila þess- um sex mönnum aðstoð, né liitt, hverjum frambjóðandanna þessi sex atkvæði mundu hafa fallið, Jón Baldvinsson tók næst til máls. Hann hóf mál sitt á því, að fógetinn í Hafnarfirði hefði neitað einum kjósanda Alþýðu- flokksins er kaus utan kjörstað- ar, um aðstoð, en síðan hefði hann breytt um og látið Sjálf- stæðisflokkinn vita, að hann mundi aðstoða menn við fjar- kosningar, en haldið þessu leyndu fvrir Alþýðuflokknum. Hefði hann síðan aðstoðað sex S j álf s tæðisk j ósendur. Bjarni Snæbjörnsson tók næst til máls og skýrði frá þvi, að þegar fyrsti lcjósandinn hefði beðið um aðstoð fógeta, liefði hann ekki viljað veita ]iá aðstoð, fyr en hann hefði kynnt sér hver venja væri í þessu efni annars staðar, og hvert væri á- lil stjórnarráðsins í þessu efni. Síðan liefði fógeti tafarlaust spurst fyrir um það hjá lög- manninum í Rvík, hverri reglu hann fylgdi í þessu efni, og hefði lögmaður skýrt honum frá því, að þessi aðstoð væri ætíð iálin í lé skv.. beiðni. Söniu- leiðis liafði hann fengið sam- hljóða álit frá stjórnarráðinu. Ilefði þá fógeti strax næsta morgun tilkynnt kosningaskrif- stofmn beggja flokka, að hann mundi veita aðstoð við fjar- kosninga. Á föstudaginn Jónas Jónsson tók fyrst til máls. Var ræða hans aðallega um Hnífsdalsmálið og um kæru pills noklcurs i V.-Skaftafells- sýslu, sem hlaupist liafði þar úr vinnu til þess að undirbúa meiðyrðamál á verksljóra sinn, en síðar sendi sakamálsákæru á verkstjórann. I lok ræðu sinnar vék liann nokkrum tígilegum orðum að bæjarfógetanum í Hafnarfirði og „manninum úr Hafnarfirði, sem talaði hér í gær“. Dómsmálaráðherra, Bergur Jónsson, Jón Baldvinsson, Bjarni Snæbjörnsson, Gísli Sveinsson og Haraldur Guðmundsson töl- uðu síðan, og voru umræður allharðar. Jón Baldvinsson las upp vottorð frá einhverjum Hafnfirðingi um það, að lcosn- ingaskrifstofu Alþýðuflokksins hefði aldrei verið lilkynnt að aðstoðað yrði við kosningar. Bjarni Snæbjörnsson skjn’ði frá því, að þetta væri blelcking ein hjá J. B., því skrifstofustjóra kosningaskrifstofu Alþýðuflokks ins hefði verið tilkynnt þetta á skrifstofu bæjarfógeta; en auð- vilað væri hægt að segja það, að þessi tilkynning hefði ekki ver- ið af fógeta birt á sjálfri kosn- ingaskrifstofu Alþýðuflokksins. í lok ræðu sinnar beindi hann nokkrum orðum að „inannin- um frá Spáni“. Jónatan Þorsteinsson kaupmaður bíður bana af bifreiðarslysi. Síðastl. miðvikudagskvöld var Jónatan Þorsteinsson kaupm. á leið Iieim til siu að Hálogalandi. Fór hann með strætisvagni inn að Grensási í Sogamýri. Hélt hann nú inn eftir reiðveginum og bar ungbarn i fangi sér. Aust an við Sogamýrina hjá sand- gryfjunum liggur reiðvegurinn yfir Suðurlandsveginn, og er Jónatan ætlaði yfir veginn, varð hann fyrir bifreið er var á leið inneftir. Jónatan slasaðist mik- ið á liöfði, en barnið sakaði ekki hættulega. Þeim var þegar ek- ið á Landsspítalan, og þar and- aðist Jónatan kl. IOMi á fimmtn- dags morgun. Bifreiðin er síys- inu olli er frá Nýju Bifreiða- slöðinni, einkennismerki RE 878 bifreiðarstjóri Hallgrímur Aðal- björnsson. Einn rnaður var í vagninum með honum og ætl- aði Hallgrímur að alca lionum að Lágafelli. Rannsókn út af slysinu liófst strax á fimmtu- dag og liélt áfram í gær. Jónatan heitinn var þekktur og vel látinn borgari. Ilafði hann um eitt skeið umfangs- mikla verzíun. Hann lætur eft- ir sig konu og börn. Þau hjón iirðu fyrir þeirri sorg að missa tvö af börnum sínum i fvrra- vetur. Ýmislegt. Eldur kviknaði í gistihúsinu á Akranesi. Akranesi, FB. 3. nóv. I gærmorgun, klukkan langt gengin sex, varð elds vart i gistihúsinu á Akranesi. Kom eldurinn upp í eldhiisi. Heima- fólk kæfði eldinn að mestu, en er slökkviliðið kom á vett- vang var liann slökktur að fullu. Reyndist vera eldur milli þilja. Húsið skemmdist talsvert af eldi og vatni, svo og innanstokks munir. Iivorttveggja var vá- tryggt (hjá Brunabótafél. Is- lands). Allir alþingismenn voru mættir, er þing var sett. Síðastur kom Jóh. Þ. Jósefsson þm. Vestmannaeyja. Kom liann frá Þýzkalandi, en þar hefir hann verið í erindum stjórnar- innar alllengi undanfarið. Nýju þingmennirnir. Af þingmönnum þeim, er skipa þetta aukaþing, hafa ekki áður setið á þingi: Kári Sigur- jónsson, Tlior Thors, Þorsteinn Þorsteinsson, Finnur Jónsson, Jón Pálmason, Eysteinn Jóns- son. En Gísli Sveinsson og Ei- rikur Einarsson liafa áður set- ið á þingi, þótt livorugur þeirra liafi setið á síðustu þingum. Tekið frá Speglinum. Grímsbyblað Framsóknar bitri á miðvikudaginn og fimmtudag inn myndir af tveim mönnum, sem nýkomnir eru frá Spáni. Eftir atvikum þykir þetta verða að skiljast sem samkeppnisbragð við Spegilinn. Ginningarfífl. Kærumálin í V.-Skaftafells- sýslu blönduðust inn í umræð- urnar um Hafnarfjarðarkosn- inguna á þann liátl að Gísli sýslmaður Sveinsson sá sig til P knúðan, að skýra frá atvikum að þessum kærumálum. Kom þá í Ijós, það sem raunar flesta mun hafa grunað, að drengtet- ur það, sem kæruna sendi, hef- ir verið til þess ginntur af Tima- mönnum liér í Rvík. Sagði sýslu maður að kæran og önnur plögg liefðu verið búin til af Fram- sóknarliðinu hér og auðnuleys- ingi þessi svo verið látinn skrifa undir. Væri hann nú kærður l’yrir ranga kæru og meiðyrði, og liíyti að hafa af þessu bæði hneisu og fjárútlát, allt fyrir það að liafa lent í klónum á misindismönnum úr flokki Framsóknar. Var þingmaður- inn mjög þungorður og vakti ræða lians mikla athygli. Torfi Hjartarson formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna fór með e.s Islandi til Akureyrar í gær- kvöldi. Einnig fór með skipinu til Norðurlandsins Kristján Guð laugsson lögfræðingur. Auglýsið í Heimdalli Kaupið og útbreiðið Heimdall.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.