Heimdallur

Tölublað

Heimdallur - 04.11.1933, Blaðsíða 4

Heimdallur - 04.11.1933, Blaðsíða 4
4 HEIMDALLUR ?!85«^SMWSMiii»æ»w«wa8 Regnkápur og Regnhlífar. Mikið úrval í SOFFÍUBÚÐ. % iSXH Odýrt. Karlm.sokkar frá 0.50 parið. Kvensokkár frá 0.95 parið. Handklæði frá 1.00 stk. Vinnuvetlingar frá 0.85 parið. o. m. fl. afar ódýrt. VerzL FELL, Grettisgötu 57. Sími 2285. „REX“- gardínustangirnar (sem má lengja og stytta), eru komnar aftur. LUDVIG STORR, Laugaveg 15. Happdrætii Háskóla íslands tekur til starfa 1. janúar 1934. Umboðsmenn í Reykjavík: Frú Anna Ásmundsdóttir, Suðurgötu 22, sími 1380. Dagbjartur Sigurðsson kaupm., Vesturgötu 45, sími 2414. Einar Eyjólfsson kaupm., Týsgötu 1, simi 3586. EIís Jónsson kaupm., Reykjavíkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austui’stræti 10 (Brauns-verslun). (Heimasimi 3312). Jörgen í. Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Maren Pétursdóttir, frú, Laugaveg 66, sími 4010. Sigurbjörn Ármann og Stefán A. Pálsson, Varðarhúsinu, símar 2400 og 2644. í Hafnarfirði: Verzlun Þorvaids Bjarnasonar. Valdimar S. Long kaupmaður. I Bezt að aunlýsa i Heimdalli. Málaflutningsskrifstofa GUNNARS E. BENEDIKTSSONAR lögfræðings. Bankastræti 7. Reykjavik. Viðtalstími 11—12 og 2—4. Símar: Skrifstofan 4033, heima3853 LIFUR HJÖRTU ALLTAF NÝTT Fljót afgreiðsla. Klein, Baldursgöiu 14 Sími 3073 RJÚRUR. KjötMin Herðubreið. Sími 4565. Fríkirkjuveg 7. 1 RÆNINGJA HÖNDUM. ur segja yður hvaða eg kem og livernig þar sem við höfum betra næði“. Hann virtist hugsa sig um litla liríð og straulc neðri vörina á sér með fingrunum og horfði ýmist á rnig eða gangsléttina á götunni. „Já“, sagði hann, „það er eflaust hezt“. Ilann tók mig svo með sér inn i hús sitt, kallaði til einhvers, sem eg sá ekki, að hann yrði störfum hlaðinn allan morguninn og fór svo með mig inn í Iftið, rykugt her- bergi, sem var fullt af bókum og skjölum. Þaxma settist hann niður og hauð mér sæti og mér sýndist hann líta með meðaumk- unarsvip á óhreina tötra mína, þar sem hann sat í hreinum og fallegum stóli and- spænis mér. „Jæja þá“, sagði hann, „ef þú hefir eitthvert mál að fiytja, þá gerðu svo vel og vertu stutorður og byrjaðu srax á efninu. Nec gemino bellum Trojanum ordi tur ub ovo") — skilurðu þetta?“ sagði hann og leit á mig íbygginn á svip. „Eg ætla meira að segja að gera eins og Horatius sagði, herra minn“, mælti ég bros- andi, „að leiða yður in medius res,*). Hann kinkaði kolli, eins og hann væri ánægður með þetta, því að latnesku setninguna sagði liann satt að segja til þess að reyna mig. En þrátt fyrir það þótt mér ykist dálítið kjarkur við þessa góðu byrjun, hljóp þó hlóðið fram í kinnarnar á mér, þegar eg hætti við: „Eg hefi ástæðu til þess að ælla, að eg hafi nokkurn rétt til Shaws eignar- innar“. Hann náði í pappírsbók út úr skúffu einni og lagði hana opna fyrir framan sig. „Gott og vel?“ sagði Lann. ') Þ. e.: Trójustríðið kernur elcki úr sama eggi. ") Þ. e.: mitt i málefnið. En eg hafði skotið mínu stærsta skoti og sat þegjandi. Áfram, áfram, lierra Balfour“, sagði hann, „þú verður að halda áfram. Hvar ertu fædd- ur?“ „í Ersendean, lierra minn“, sagði eg, „ár- ið 1733, þann 12. marz. Hann virtist skrá þetta hjá sér i bókina, en til hvers hann gerði það, vissi eg ekki. „Hverjir voru foreldrar þínir?“ „Faðir minn var Alexander Balfour, skólastjóri þar á staðnum“, sagði eg „og móðir mín Grace Pitarow. Eg lield að hún hafi verið ættuð frá Angus“. „Hefir þú nolckur skjöl til þess að sanna Iiver þú ert?“ spurði Rankeillor. „Nei, herra minr“, svaraði eg, „en þau eru í höndum lierra Campbells, sóknar- prestsins, og það er auðvelt að ná i þau. Herra Gampbell mundi líka geta staðfest frásögn mína, og svo hýst eg elcki lieldur við því, að föðurhróðir minn mundi afneita mér?‘ „Þú átt við lierra Ebenezer?“ „Já, einmitt það“, svaraði eg. „Og þú hefir séð hann?“ spurði liann. „Hann tók mig inn ú heimili sitt“, sagði eg. „Hefir maður að nafni Hóseason nokkurn tínia orðið á vegi þínum?“ spurði Ran-” keillor. „Já, því er ver og miður“, sagði eg, „því að það var með hans hjálp og með ráðum frænda míns, að mér var rænl eða stolið einmitt hér i þessum hæ, látinn um borð i skip og hefi síðan orðið að þola skiphrot og hundrað alls konar lirakninga og slend nú frammi fyrir yður í dag í þess- um förumannsbúningi. „Þú segist hafa lent í skipbroti“, sagði Rankeillor, „hvar var það?“ „Út undan suðurenda Mull-eyjar“, sagði eg. „Eyjan, sem eg bjargaðist upp á, heitir Erraid“. „Ó“, sagði hann hrosandi, „þú ert betur að þér i landafræðinni en ég. En svo langt sem þetta nær, kemur það mjög vel heim við aðrar upplýsingar, sem ég hefi fengið. En þú segir að þér liafi verið stolið. í hvaða skilningi var þér stolið?“ „I bókstaflegri merkingu orðsins, herra minn. Eg var á leiðinni lieim til yðar, þegar ég var gintur um borð i seglskipið, sleginn í rot á grimmdarfullan hátt, svo að ég vissi livorki í þenna heim né annan, fyrr en við vorum komnir langt á haf út. Það átti að selja mig til að þrællca á plantekrunum. En fyrir guðs forsjón hefi ég sloppið við þau ömurlegu forlög“. „Skipið fórst þann 27. júni“, sagði hann og leit í bókina, „og nú er kominn 24. ágúsl. Þarna er eftirtektarverð eyða, sem tekur yfir nærri tvo mánuði. Hún hefir þegar kostað vini þina geysilega mikla fyrirhöfn, og ég skal segja eins og er, að ég verð ekki ánægður nema ég fái skýringu áþessu“. „Vissulega er það mjög auðvelt fyrir mig, herra minn“, sagði ég, „að fylla úl þessa eyðu. En áður en eg segi sögu mína vildi eg gjarna vita, að eg sé að tala við vin“. „Þetta er að áiykta í hring“, sagði lög- maðurinn. „Eg get ekki látið snnfærast fyrr en ég hefi hlustað á þig. Eg get ekki verið vinur þinn, fyrr en ég hefi fengið réttar upplýsingar. Minni tortryggni fer betur þín- um aldri. Og þú veizt, herra Balfour, að málshátturinn segir, að illur á sér jafnan ills von“. „Þér megið ekki gleyma því, herra minn“, sagði ég, „að eg hefi þegar mátt súpa seyð- ið af því,h vað ég var ótortryggur, og var skipað út, sem þræli af sama manninum, sem mér skilst, að þér hafið liaft á hendi trúnaðarstörf fyrir“. .

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.