Dagblað - 01.02.1925, Side 1
I3agblaö þetta, er núhefur
göngu sína, er ekki neinn póli-
tiskur uppvakningur. fað mun
eigi fylgja neinum sérstökum
sijórnmálaflokki að málum,held-
ur telja það skyldu sina að fylgja
réttu máli iafnan, hver sem í
hlut á.
Dagblaöiö verður aðal-
íega sniðið handa Reykvikingum
og mun þess vegna láta sig öll
bæjarmál miklu skifta. Enda er
fyllilega kominn tími til þess,
að Reykvíkingar gefi sínum mál-
um meiri gaum en verið hefir
fram að þessu. Nægir í því efni
að nefna sem dæmi, að fyrir
10 árum voru fjárlög ríkisius
álíka há og fjárhagsáætlun bæj-
arins er nú. Dagblaðið mun
marka sér sina stefnu í málum
bæjarins, án tillits til þess, sem
nefnt er flokkaskifting i bæjar-
sljórn. Um fram alt vill það
kappkosta, að fræða lesendur
sína um málin og vekja áhuga
þeirra fyrir þeim.
JL>agblaöiö ætlar enn-
fremur að verða bezta fréltablað
landsins og yfirleitt ætlar það
sér að verða svo fjölbreytt að
efni sem kostur er á og stærð
þess leyfir. Og þótt það þjrki
lítið vexti nú, þá mega menn
vita fyrir víst, að það á fyrir
sér að stækka er stundir líða.
Eins og nafn blaðsins ber með
sér, er því ætlað að koma út
daglega. í*ó mun það fyrst um
sinn taka sér einn hvíldardag í
viku hverri og verður það mánu-
dagur. Aðra daga verður það á
ferðinni meðal bæjarbúa um og
eftir hádegisbil. Verður það að
eins selt í lausasölu og hafa
söludrengir hver sitt afmarkaða
svið í bænum. Þeir sem vilja
fá blaðið reglulega heim til sín
þurfa því ekki annað en biðja
drengina að koma með það
daglega i sama mund. Með því
móti ætti flestir að geta fengið
það svo snemma, að þeir geti
lesið það í matmálstíma sinum.
Sjómannadag’ur,
Rómi dimmum rymur löngum
Rán við strendur þessa lands;
inst i fjörðum, yzt með töngum
öldur stíga trölladanz.
Kalt er undir Kólgu vöngum
kell þar tíðum bjarta manns.
Þegar saman rugla reitum
risaveður og hríðarköst
oft er ’ann napur upp’ í sveitum
og átök Norðra- heldur föst.
En verður þá ei veikum fleytum
viðsjál leið um straumaröst?
*
Lífs og dauða mjótt er milli.
Magnþrunginn er dökkur Hlér.
En þó að löngum farið fylli
formaðurinn stiltur er;
hjartaprjði og handarsnilli
liafa tíðum bjargað þér.
Ekki befir þó ekkjum fækkað.
Enn í liðið höggvast skörð.
Og vitið, hafið hefir stækkað
og liyljað dýpra sérhvern fjörð.
íslenzk tár munu hafa hækkað
lieimsins miklu landagjörð.
Þeir, sem stríðið harðast lieyja,
hljóta ott að falla í val,
og enginn þekkir, satt að segja,
sjódruknaðra manna tal.
En gott er hraustri hetju að deyja,
lietjufrægðA lifa skal.
Sjómenn íslands! Út í löndum
— eftir því sem ég hef’ frétt —
og meðfram öllum íslandsströndum
yðar dáð er metin rétt.
íslandsfáni í yðar höndum
aldrei fær neinn smánarblett.
*
Háan syngur Himinglæfa.
Hærra ná þó bænirnar,
héðan í dag er hvaðanæva
hetjum fylgja út á mar:
Fylgi yður guð og gæfa
gegnum allar hætturnar,
Á. Ö.