Dagblað - 04.02.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag
4. febrúar
1925.
I. árgangur.
3. “
tölublað.
Fyrir noltlii'ix kom
húsameistari ríkisins íram með
ákveðnar tillögur um bygginga-
skipulag í Skólavörðuholtinu og
hafði gert teikningu af hugmynd
sinni, — háborg íslenzkrar
menningar.
Ekki eru það nú allir, sem
geta fallist á uppástungur hans
um það hvaða hús skuli reist
þarna, eða í hvaða stíl þau eigi
að vera. En það skiftir ekki
svo mjög miklu máli að svo
komnu. Hitt er meira um vert,
að fyrst þessi uppástunga er
komin fram, er líklegt að ekki
verði flanað að því að reisa
•einhverja smákofa þarna, álíka
skipulagslaust og álíka ósjálega
eins og í hverfinu þar fyrir
sunnan og vestan.
En það er ekki nóg, að hugsa
aðeins um þenna eina blett.
Borgin stækkar óðfluga og þenst
út á allar hliðar, — miklu meir
en góðu hófi gegnir. Heil svæði
byggjast á fáum árum, þar sem
áður var engin bygð. Nú er
röðin komin að túnunum í
Vesturbænum og Melunum.
Verði svo byggingum þar hagað
jafn gálauslega og í Austurbæn-
um, þá mætti segja, að Reykja-
vik væri ekki viðbjargandi. Að
vísu er það ofurlítil bót í máli,
að einkafélag hér í bæ hefir
keypt stóra túnspildu og gert
ákveðnar fyrirætlanir um það,
hvernig þar skuli byggja. Verð-
ur sá blettur bæjarprýði, þá er
þar er fullbygt. En svo hefði
mátt vera um marga aðra bletti,
ef fyrirhyggju hefði ekki skort.
Þess væri óskandi, að hinir
ungu listamenn vorir vildu
spreyta sig á því að koma fram
með tillögur um framtíðarskipu-
lag ýmissa nýhverfa í bænum.
Er það stórum veglegra starf
og happasælla, heldur en rífa
niður hver fyrir öðrum. Margar
hendur vinna létt verk, og vilji
margir hjálpast að því að gera
Reykjavík fegri en hún er nú,
þá má vera að það takist.
Trotsky.
Pað þótti, sem eðlilegt var,
tíðindum sæta, er Trotsky féll
í ónáð hjá rússnesku sljórninni,
en ástæðurnar til þess eru
næsta Ijósar. Þegar Lenin var
fallinn frá, gerðust þeir Zino-
viev, Kamenev og Stalin aðal-
foringjar Bolzevika. Trotsky var
þá þegar farinn að örvænta um
það, að sameignarstefnan gæti
bjargað Rússlandi, og Lenin var
líka kominn á þá skoðun, áður
en hann dó.
En það er ekki svo að skilja,
að þeir þrímenningarnir eigi
fullnaðarsigri að hrósa yfir
Trotsky. Honum getur skotið
upp aftur, er minst vonum
varir. Spá sumir því, að hann
muni áður en lýkur taka öll
völd í sínar hendur í Rússlandi,
eins og Mussolini í Ítalíu. Því
að hann á marga fylgismenn
og þeir verða æ fleiri meðal al-
þýðu, sem sjá að kommúnism-
inn er ekki lengur bjargræðis-
vegur, og álíta Trotsky þann
manninn, er bezt sé treystandi
til að koma á nýju og betra
skipulagi í ríkinu.
Trotsky er ekki vel hraustur
sem stendur. Heilsa hans hefir
bilað af of mikilli áreynslu. Það
var líka of mikil áreynsla, sem
drap Lenin. En Trotsky er
hraustleikamaður í verunni og
getur því fyllilega náð sér aftur,
ef hann fer vel með sig um
tíma. Þessi hvíld frá stjórn-
málaþrasinu er honum því í
raun og veru nauðsynleg.
Það er annars nokkuð langt
siðan að Trotsky féll í ónáð
hjá fyrverandi samherjum sínum.
Haustið 1923 var hann sviftur
stöðu sinni og honum vísað til
Kákasus. Var svo látið heita,
sem hann færi þangað sér til
heilsubótar. Vorið 1924 fékk
hann þó leyfi til þess að koma
heim aftur og taka við sínum
fyrri störfum. Én um haustið
var hann ger rækur öðru sinni.
Og nú hefir framkvæmdanefnd
flokksins felt dóm yfir honum
og dæmt hann frá hermála-
ráðherraembættinu. Verður svo
máli hans skotið til næsta þjóð-
fundar flokksins.
Rógburður
um
íslendinga.
Enski skipstjórinn J. W.
Loftis, sem> dæmdur var hér i
20,000 króna sekt fyrir land-
helgisbrot og mótþróa við varð-
skipin Þór og Enok, situr nú
hér í hegningarhúsinu og ætlar
að afplána sekt þessa. Úr hegn-
ingarhúsinu hefir hann skrifað
hinn mesta rógburð um íslend-
inga, er birzt hefir í enskum
blöðum, meðal annars það, að
hann sé sveltur og búist við að
deyja úr hungri, áður en hegn-
ingartiminn sé út runninn. Og
blöðin eru þá ekki að gera
neitt minna úr þessu, og verð-
ur sennilega gerð úr því tals-
verð rekistefna.
— Þetta er svo sem ekki í
fyrsta skifti, að útlendir skip-
stjórar, sem hér hafa verið
sektaðir fyrir landhelgisbrot,
beri íslendingum og réttarfari
þeirra illa söguna. Hefir sá róg-
burður meira að segja komist
alla leið inn í brezka þingið,
og oft hafa enskir útgerðar-
menn skotið slikum málum til
aðgerða brezku stjórnarinnar og
krafist þess, að réttur væri hlut-
ur lögbrjótanna.
Angrlýsingrnm í Dagblaðið má skila
annaðhvort í prentsmiðjuna Guten-
berg eða á afgreiðslu blaðsins í
Lækjartorgi 2 (sími 744).