Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 04.02.1925, Blaðsíða 4
4 D A G B L AÐ / Hveiti- verð hríðhækkar í kauphöllum erlendis. En „lrvcrgi hræddir hjörs í þrá“ meðan Hannes Jónsson á nóg hveiti með gamla verðinu. „Oxíordj arl“. Seint í fyrramánuði var Mr. Asquith aðlaður og heitir nú Oxfordjarl. Er það í viðurkenn- ingarskyni fyrir starf hans í þágu þjóðarinnar. Þetta er að visu ekki í fyrsta skifti, sem honum er boðin slík upphefð, en hann hefir ekki viljað þiggja hana fyr en nú. Hann er nú kominn á gamals- aldur, 73 ára, og hefir nú á- kveðið að hætta að gefa sig við politískum og opinberum störf- um. Á hann fyrir hvíldinni, því að siðan 1886 hefir hann altaf setið á þingi og haft oft stjórnar- störfum að gegna. í 32 ár sam- fleytt var hann þingmaður fyrir East Fife kjördæmi, en féll þar við kosningar árið 1918. Árið 1920 var hann aftur kosinp á þing í öðru kjördæmi, en féll svo við kosningarnar í október síðast liðnum. Hefir hann þann- ig tvisvar beðið ósigur við kosn- ingar, en sigrað 10 sinnum. Árið 1905 varð hann fjármála- ráðherra í ráðuneyti Campbell Bannermans og er hann dó 1908 varð Asquith forsætisráð- herra og hélt þeirri stöðu í átta ár. Hefir aðeins einn maður gegnt þeirri stöðu svo lengi samfleytt, og eru nú 100 ár siðan. Jarlstign sú, er Asquith hefir nú hlotnast, var stofnuð árið 1142 og gekk mann fram af manni í 400 ár. Hét sú ætt De Veres, en svo dó hún út. Árið 1711 var Robert Harley sæmdur nafnbótinni og hélzt hún í þeirri ætt fram til 1853. Sá sem nú á að erfa tignina eftir Asquith er Raymond sonar- sonur hans. á 0,48 pr. V2 kg. Strausykur stórlækkaður. Jólaverð annars óbreytt. Löngum verður ódýrast að versla í versl. Guðm. Jóhannssonar, Baldursgötu 39. EPLIN eru altaf jafn ijúffeng í verzl. Visi. Hrlngið í nr. 555. Leikfélag’ Reykjavikur. Veislan i Si leikin éL morgun kl. 8V2. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó kl. 10—12 og eftir klukkan 2. Sími 12. H.f. Reykjavikurannáll. Haustrigningar. Alþýðleg veðurspá í 5 þáttum. — Leikin í kvöld kl. 8. Aðgöngumjðar seldir f Iðnó í dag kl. 10—12 og 1—7. Goodrich Gúmmístígvél með hvítum sólum hnéhá, skóhlífar með hvítum sól- um, allar stærðir, einnig með rauðum sólum og alsvörtum, fást í sköverslun B. Stefánssonar, Láu^aveg 22A. Simi 628. Goodrich hefir margra ára reynslu og er löngu viðurkent fyrir gæði. Hér með tilkynnist, að lirmað I. Brynjólfsson & Kvaran hafa tekið að sér umhoð fyrir mig á íslandi, og ern heiðraðir viðskiftavinir mínir því heðnlr um, að snúa sór til þeirra út af öllum viðskiítum við flrma mitt. Rich. Andvord, Osló.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.