Dagblað

Issue

Dagblað - 08.02.1925, Page 3

Dagblað - 08.02.1925, Page 3
DAGBLAÐ 3 Úr sögu stórblaðs. Hinn 1. október síðastliðinn varð Politiken 40 ára. í tilefni af því var gefið úl stórt minn- ingarblað og er þar meðal ann- ars rakin saga blaðsins og Kanp- mannahafnar um þessi 40 ár. Kennir þar margra grasa og fyrir þá, er fræðast vilja um út- gáfu stórblaðs, er þangað marg- an fróðleik að sækja. Og fæstir munu þeir bér á landi, er geta gert sér nokkra hugmynd um hve mikið og margbrotið erfiði fylgir því, að gefa út stórblað. Hér skal það ekki rakið til neinnar blítar, heldur að eins drepið á fáein atriði. Eitt af þvi, sem blaðið birtir daglega, er frásögn um veðrið og fylgja smámyndir. Fjðldi listamanna hafa spreytt sig á því, að gera teikningarnar, en enginn getur gizkað á hve erfitt það er, að koma altaf með frumlega teikningu um slikt efni. Og oft hefir það k-omið fyrir, að ritstjórn og teiknara hefir alls eigi komið saman um það, hvernig veðrið sé þann og þann daginn. Margir bestu blaðamenn Dana hafa líka spreytt sig á því, að skrifa um veðrið og koma með eitthvað frumlegt á hverjum degi því viðvíkjandi. Stundum hefir það verið í ljóð- um. — Nú er það vitanlegt, að það er ekki nema örlítið brot af lesendum, sem lítur á þetta, en það er nefnt sem dæmi þess hvað jafnvel það, er sýnist hvers- dagslegast i blöðunum, kostar mikla fyrirhöfn. Þótt svo sé talið, að einn maður sé ritstjóri blaðsins, þá er það þó eigi svo i raun og veru, því að ritstjórarnir eru margir og vinnur hver á sinu sérstaka sviði. Einn er ritstjóri að bæjarfréttum, annar að inn- lendum fréttum, þriðji að er- lendum fréttum, fjórði að aug- lýsingum, fimti að iþróttafregn- um o. s. frv. Hver maður hefir sitt ákveðna verksvið. Auðvitað eru ekki allir jafn hæfir til starfans og koma því þráfald- lega fyrir missagnir og aðrar vanrækslusyndir. Stundum eru sögurnar um það hálf-broslegar. T. d. er það viss maður, sem á að sjá um það, að geta um sólarlag og sólarupprás á hverj- um degi. Einu sinni var það aldraður maður, sem haföi þetta starf með höndum. Gekk það vel fyrst, en svo fóru menn að taka eftir því, að sólin virtist ekki taka neitt mark á þeirri ferðaáætlun, sem henni var gerð i blaðinu. Maðurinn stóð á því fastara en fótunum, að það væri sólinni að kenna, en ekki sér. Svo dró hann upp almanakið til þess að færa sönnur á sitt mál — en það var þá margra ára gamalt. Þetta dæmi sýnir hve mikla nákvæmni og eftir- tekt aðalritstjórinn þarf að við- hafa, til þess að ekki slæðist ýmsar villur inn í blaðið. Prentsmiðjur hinna stóru dag- blaða eru dálítið öðruvisi en þær prentsmiðjur, sem hér eru, og öllu starfi hagað þar á annan hátt eins og skiljanlegt er, því að seint mundi ganga að prenta hundruð þúsunda margra siða blöð í hinum svonefndu flat- pressum. Þar vinna hraðpressur, taka sjálfar pappirinn til sin og skila aftur fullprentuðu, innheftu og brotnu blaði, töldu sundur í bunka með ákveðinni tölu í hverjum. Slikar pressur þektust víst varla fyrir rúmum manns- aldri, og þær eru svo dýrar, að Sonur járnbrnnlitkáiissins. — Locke. — Herra Lockel Vitið þér hvað gamli Ant- hony geröi? — Nei. — Hann lét setja einkason sinn í fangelsi. Jeffersen Locke hrökk saman. — I fangelsi? — Já, ég sagði það. Hann lét setja hold af sínu eigin holdi í fangelsi. — Hversvegna var hann tekinn fastur? spurði Locke. — Hann ók altof hratt í bifreið. — Nú, ekki annað. Locke létti augsýnilega. — Já herra Locke. Hann er stimplaður glæpamaður. — Hvaða vitleysa. Þetta hefir enga þýðingu. — En við elskum hann allir, þótt hann sé glæpamaður, mælti Higgins og viknaði. Og hefðí hann ekki verið rólegur þá hefði þetta getað eyðilagt hann á sál og líkama. Locke ræskti sig. — Já, þetta er satt. Þér hafið enga hugmynd um hvílík smán það er að vera tekinn fastur. Locke tók að ókyrrast. — Eg þoli ekki að sitja svona lengi, mælti hann. Við skulum hreyfa okkur dálitið. — Hægan, hægan. Áður en tiu mínútur eru liðnar hefir eitthvað sögulegt gerzt. — Mér er ekki um að lenda í áflogum. — Þá skuluð þér um fram alt vera með okkur, mælti Higgins. Við erum jafn meinlausir og dúfur. 1 sama bili komu þeir allir hinir í hóp að borðinu og Ringold mæiti hárri röddu- — Eg er svangur. Við skulum fá okkur eitt- hvað að snæða, piltar. Allir tóku vel undir það. — Hvert eigum við þá að fara? spurði einn. — Eg hefi samið við Padden um sérstakt herbergi uppi á lofti, mælti Anthony. Það er allsstaðar lokað nú og hér fær maður hvort eð heldur er, beztu kjúklingasteikina. Svo þusti allur skarinn upp á loft. En rétt í sama mundi hafði nýr gestur komið inn f sal- inn. Honum varð heidur en ekki starsýnt á þá félaga og hélt í humáttina á eftir þeim.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.