Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 10.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ framvegi8 að öllu leyti á sinn kostnað. Frv. þetta er komið frá forstöðunefnd skólans. Fulltrúi & Spáoi. »Á Spáni og Ítalíu skal vera fiskifulltrúk. Laun hans greið- ast að þriðjungi af ríkinu, þríðj- ung greiði Landsbankinn og þriðjung íslandsbanki. Búist er við, að sendimaður verði bú- settur á Spáni, en fari einstöku sinnum til Ítalíu, ef þörf gerist. Tebjnskattur. »Við útreikning á tekjuskatti innlendra hlutafélaga skal skatt- gjaldið miðað við meðaltal af skattskyldum tekjum þeirra 3 næstu reikningsárin á undan. Nú stendur svo á, að þorri þeirra hlutafélaga, er stunda sjávarútveg, hafa tapað árlega næstu 3—4 árin fyrir 1924, en hagnast mjög vel á þessu sið- asta ári.----Þegar svona stend- ur á, virðist óforsvaranlegt að skattleggja arð síðasta ársins, án tillits til taps undanförnu áranna«. Fjáraukalög 1923 og 1924. Fyrra árið veitast kr. 1,070,- 715,34 sem viðbót við gjöld þau, er talin voru f fjárlögum og síðara árið kr. 37,973,07. Mesta hækkunin 1923 er á út- gjöldum til samgöngumála kr. 458,940,94. Sjúkratryggingar. Frv. þetta bar Jón Sigurðsson fram á síðasta þingi, en það dagaði þar uppi. Nú hefir stjórn- in tekið það upp á sína arma, vegna þess hvað það fjallar um mikilsvert mál. Yerslnnaratvinna. Frv. er tekið út úr frumvarpa- bálki til atvinnulaga, er stjórnin lagði fyrir Alþingi 1922. Hafa þó nokkrar breytingar verið gerðar á því, samkv. tillögum Verslunarráðs íslands. gjy" Anglýsingura í Dag- blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Sírai 744. Borgin. Sjárarföll. Siðdegisflæður kl. 5,58. Ardegisflæður kl. 6,15. Höfnin. Menja kom inn af veið- um á laugardag með 40—50 tunnur lifrar. — Baldur kom inn í fyrra- dag með um 80 tunnur. Skúli fógeti, sem legið heflr uppi í fjöru, fór þaðan i gærmorgun. Vildi pá svo illa til, að hann rakst á stefnið á Menju. Brotnaði akkeris- festarauga Skúia og stefnið á Menju laskaðist eitthvað. ísiand fór í gærkvöldi; hafði taf- ist vegna óveðurs. Suðurland fór póstferð i gær til Akraness og Borgarness. Skipið átti að fara i fyrradag og lagði pá á stað, en varð að snúa aftur sökum veðurs. í Borgarnesi á skipið að taka talsvert af kjöti, Anstri fær áfall. Botnvörpungur- inn Austri kom til Viðeyjar fyrir helgina. Á heimleiöinni haföi komið stórsjór á skipið, og sópaði hann burtu öllu sem á bátapiljum var, par á meöal báðum björgunarbát- unum. Þak fauk af ibúðarhúsi einu á Laugavegi i sunnudagsrokinm Þingið. Pað var ekki Sig. Eggerz, heldur Eggert Pálsson, sem kosinn var 1. varaforseti í Ed. Loftia, enski skipstjórinn, sem minst hefir verið á hér í blaðinu áður, er nú laus úr varðhaldi. Mágur hans, Jón Oddsson, skipstj., tók að sér að greiða sektarfé hans og kom sjálfur að sækja Loftis síð- degis i fyrradag. Peningar: Bankar: Sterl. pd............... 27,30 Danskar kr............ 101,49 Norskar kr.............. 87,18 Sænskar kr............. 154,26 Dollar kr................ 5,73 Pósihús: Franki belg.............. 0,30 Franki svissn............ 1,13 Franskir frankar........ 32,00 Gyllini.................. 2,33 Króna dönsk.............. 1,02 Króna norsk.............. 0,89 Króna sænsk.............. 1,57 Króna tjckkosl........... 0,18 Þesetar.................. 0,84 £ innl.................. 27,50 £ útl....................27,00 Útl. verð danskar kr..... 0,99 Pýzkal. G. M......... 1,39 2)agBla&. /Js,. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslal Lækjartorg 2. skrifstofa j Simi 744. Ritstjórn til viötals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Sunnudagsrokið Skemdir í höfninni. Um miðjan sunnudag rak hér skyndilega á ofsarok af norð- austri og hélzt það tii kvölds. Var veðurhæðin litlu eða engu minni en í suðvestanrokinu um daginn, þegar þök tók hér af mörgum húsum. I þessu síðasta ofviðri urðu ýmsar skemdir hér í höfninni. Tvö skip lágu hér við gamla hafnarbakkann og lömdust við hann af veðrinu. Brotnaði bakkabrúnin allmikið og tré skemdust. Annað skipið var Is- land. Laskaðist það nokkuð, þannig að dældir komu í byrð- ing þess. Skipið var á förum til útlanda og fór skoðun fram á því í gær til þess að séð yrði hvort skemdirnar væru svo miklar að því mundi eigi óhætt yfir hafið. Skoðunin leiddi í ljós að skipinu væri óhætt að sigla. Annað skip, Björkhaug, skemd- ist talsvert. Kolaskip, sem Frederiksen kolakaupmaður hefir hér liggj- andi og geymir í kol, sökk i höfninni. Skip sem lá við kola- garðinn braut hann talsvert og skemdi. Bryggjur þeirra Lofts Lofts- sonar og Geirs Thorsteinssonar brotnuðu allmikið undan veðr- inu, en engir bátar lágu við þær. Flutningapramma G. Thorsteins- son rak á stórt uppskipunarskip sem hann á og braut það mik- ið. Var uppskipunarskipið dregiö á land í gær. Flutningaprammi, fullhlaðinn kolum, sem Hf. Alliance á, lá við Zimsensbryggju. Tók út talsvert af kolunum, en pramm- inn laskaðist nokkuð.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.