Dagblað

Útgáva

Dagblað - 20.02.1925, Síða 1

Dagblað - 20.02.1925, Síða 1
Húsaleigumálið. Eftir Einar Arnórsson, prófessor. (Frh.). Húsnœðiseklan. Síðari styrj- aldarárin var ókleift að reisa hús. Efni fékst ekki flutt til landsins, og var þegar af þeirri ástæðu fyrir það giit, að menn mætti reisa hús, svo að nokkru næmi. Svo væntu menn þá skjótrar verðlækkunar á efni til bygginga að styrjöldinni lokinni, og hefðu því eigi ráðist í bygg- ingar af þeirri ástæðu, enda þótt hægt hefði verið að afla bygg- ingarefnis. Nú fjölgaði fólkið, eins og vænta mátti, en hús- næði jókst ekld. Þess vegna varð að taka þann neyðarkost, að halda þar hverjum kyrrum sem hann var kominn og láta fólk kúldast í kytrum sinum, hvort sem því líkaði það bptur eða ver. Petta ástand varð því verra, sem það stóð lengur. Voru þá margar vistarverur hér hafðar iil íbúðar mönnum, þó að þær væru í rauninni varla boðlegar til annars en gripahýsingar. En 1920 tóku menn að reisa hús af nýju, og síðan hefir verið bygt hér margt húsa. Sá er þó ljóður á mörgum þessara nýju húsa, að mjög mun á skorta vöndun þeirra og frágang allan. Parf ekki annað en að ganga um nýju göturnar í Skólavörðu- holtinu, til þess að sannfærast um þetta. íbúðir og íbúðarherbergi hafa fjölgað svo, að nú virðist fram- boð á þeim eigi vera minna en eftirspurn. Petta gildir alveg tví- mælalaust um herbergi handa einhleypu fólki. Og ef marka má af auglýsingum eftir íbúð- nm og tilboð um þau í blöðun- um, þá virðist framboð og eftir- spurn þeirra nær því standast á. Margir auglýsa lika eftir íbúð af því, að þeim líkar ekki að öllu sú íbúð, sem þeir hafa, en ekki af því, að þeir sé hús- nœðislausir. t*ví mun verða svarað til, að á hverju hausti komi svo eða svo margir húsnæðislausir menn til borgarstjóra og skori á hann að láta þeim húsnæði í té. Eg ef- ast ekki um, að eitthvað kveði að þessu. En eg veit, að það þarf ekki að stafa af húsnœðis- eklu í bænum. Pað stafar af því, að svo er um ýmsa farið, að þeir hafa brotið af sér leigu- rétt sinn, þar sem þeir voru áður, og aðrir synja þeim hús- næðis vegna ýmiskonar aun- marka, sem þeir þykja vera haldnir. Slíkir menn munu jafa- an leita til borgarstjóra og krefja hann húsnæðis, hvort sem ann- ars er þröngt um húsnæði eða ekki. En þótt húsnæði sé nægileg að tölu til í þessum bæ, þá eru þau það ekki að gœðum. Hí- býli manna eru hér enn þá, sum hver, varla boðleg hvítum mönnum. Og víða er 8—10 manns markaður bás í einni herbergiskytru á efsta lofti eða í kjallara. Eg ætla, að þessu neiti enginn kunnugur maður. Þessu þarf og á að kippa í lag sem allra fyrst. En ráðið til þess er áreiðanlega ekki að halda uppi nauðungarlögum til þess að þröngva kosti húseig- enda. Ráðið til þess er ekki að leggja háan skatt á lóðir og hús, hámark á leigu eða kyrsetning á fólki í hverri holu. Hitt er heldur ráð, að mönnum sé gert auðvelt að byggja ný hús, og að þeir fái frjálst forræði á þeim, eins og aðrir borgarar þjóðfé- lagsins á eignum sinum alment. Svo virðist ennfremur sem bæj- arstjórn Reykjavíkur stæði nær að athuga það, að hér væri ekki hrófað upp timburkössum hingað og þangað um bæinn og grenjum, sem trauðla mega mannabústaðir kallast, en að gera húseigendum sem allra erfíðast fyrir, eins og tilhneiging hennar hefír verið nú á síðustu árum. Það er lítið samræmi í því, að kveina um húsnæðis- vandræði, og gera mönnum þó sem erfiðast, eða jafnvel ómögu- legt, að eignast eða eiga hér húseignir. (Frh.). Ping’tíðindi. Á fundi í Nd. í gær gerðist ekkert markvert. Málunum vís- að til 2. umr. og landbúnaðar- nefndar og fyrirspurn Bjarna frá Vogi leyfð. í dag tekur Ed. til 1. umræðu frv. um innlenda skiftimynt og smjöriíkisgerð o. fl. (Áslækjar- rjómabú). í Nd. eru 5 mál á dagskrá. 1. Lokunartimi sölubúða. (Flm. Jakob Möller). Frv. heimilar bæjarstjórnum að gera samþykt- ir um lokunartima þeirra búða, er versla með innlendan varn- ing, t. d. konfect, og um lok- unartima vinnustofa, sem hafa viðskifti við almenning, svo sem rakarastofur. 2. —3. Breytingar á vegalögum. 4. Bregting á sveitarstjórnar- lögum. (Flm.: J. Sig., P. Ott., Pórarinn). Þar er farið fram á, að útsvarsniðurjöfnun fari fram á vorin og reikningsár sveita verði almanaksárið. Sýslunefndir setja reglur um útsvarsálagningu landshornamanna og lausafólks, en atvinnuveitendur standi skil á útsvarsupphæðinni, ef kaup gjaldanda hrekkur fyrir þvi. 5. Tolllög, breytingar og við- aukar (Flm. B. Lindal, Ág. Flyg., J. A. Jónsson, Jón Kjart., Magnús Jónss., Sigurj. Jónss.). Er þar meðal annars farið fram á það, að einkasala á tóbaki verði algerlega afnumin 1. sept- ember 1925.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.