Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 20.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ HYeitiyerð Iækkar. Alt í uppnámi í kauphöilum New York og Chicago. t*að hefir verið flutt hingað í fréttum, að hveitiverð færi hækk- andi erlendis. Þetta er aigerlega rangt. Hveitiverð hefir lækkað stórkostlega og með skjótri svip- an. Hinn 6. þ. m. féll verð á bushel í kauphöllinni í Chieago úr 194 cents niður í 186. Þótti það svo stórkostleg lækkun, að alt komst í uppnám í kauphöll- unum og margir hinna smærri kaupmanna urðu öreigar á svip- stundu. í New Yoik var lækk- unin enn meiri. Ástæðan til þessa er sú, að »hveitikonungurinn« í Banda- ríkjunum, Julius Fleischmann, varð bráðkvaddur daginn áður, ;en skiftarétturinn ákvað undir eins, að allur hinn mikli hveiti- forði, sem hann átti og geymdi til þess að halda hveitiverði háu, skyldi tafarlaust settur á markað. Um leið og fregnin barst til Norðurálfu, lækkaði hveiti í kauphöllinni í London, en franska stjórnin lagði þegar fyrir þingið frv. til laga er veita henni heimild til þess að verja 100 miljónum franka til hveiti- kaupa. Spánska veikin geysar í Englandi. Upp úr nýárinu fór spánska veikin að magnast i Englandi og dóu 561 úr henni á einnm mánuði. Þó er hún talin væg, en með nokkuð öðru móti held- ur en áður og standa læknar ráðþrota gagnvart henni. Eru það aðallega eftirköst hennar, sem drepa menn. Legst hún þá í lungun. Það þykir einkenni- legt við hana, að sjúklingar fá eymsli í hörund og hársrætur og kveður svo ramt að þessu, að menn þola ekki að greiða sér. Fólk legst hrönnum saman og eru sjúkrahús sumstaðar svo full, að það hefir orðið að taka anddyri þeirra fyrir sjúkrastofur. í einum bæ lá 8. hver maður í veikinni um síðustu mánaðamót. Borgin. SjáTarfölI. Síðdegisflæður kl. 3,45. Árdegisháflæður kl. 4,10 í nótt. Ligsby, enskur botnvörpungur kom hingað í gær til þéss að fá sér kol og aðgerð á gufuröri. Hafði lítr inn afla. Björkhang, norska skipið, sem skemdist við hafnarbakkann og hafði síöan nær rekið upp í klettana fyr- ir framan Kveldúlf, er nú komið upp i fjöru til eftirlits og viögerðar. Slökkvilið Keykjavfknr efnir til danzleiks í Hotel ísland síðasta dag pessa mánaöar, (annan laugardag). Botnia fór héðan i gærkvöldi. Auk farpega sem áður er getið, tóku pessir sér far með skipinu: Ungfrú Kristjana Blöndahl, Tarp Pedersen, ritari sendiherra Dana, frú Meyer, frú Kristin Jónsson. Græðir heitir útgerðarfélagið, sem á Hafstein, hinn nýja botnvörpung, er kom í gær. Annað botnvörpuskip hafa Isflrðingar keypt og er paö væntanlegt á hverri stundu. Félagið, sem að pví stendur heitir Togara- félag ísfirðinga. Látin er hér í bæ frú Alfífa Tóm- dóttir, móðir Tómasar Jónssonar kaupmanns. Hún verður greftruð i dag. Leitinni að botnvörpungunum er nú lokið og fóru leitarskipin aö tinast hingað i gær. Var léitað á 18 púsund sjómílna svæði, og urðu skipin hvergi neins vör. Sum þeirra fóru beint suður á banka til fiskjar að lokinni leit. — Á »Leifi hepna« voru 32 menn, en á »F. M. Robert- son« 35, par af 29 íslendingar. 8eus, norskt flutningaskip, lagði á stað frá Englandi 26. jan. með kolafarm hingað, en síðan heflr ekkert tii pess spurzt. Krap er allmikiö niður á hafnar- bakkanum og pung færð fyrir bif- reiðar og vagna. í gær voru nokkrir menn aö moka krapinu burtu með skóflum. Gætu þeir eflaust haft at- vinnu við það fram á vor, ef sams- konar tið héldist og nú er. Hvers vegna er ekki heldur notaður snjó- plógur til verksins, ef pað á að vinnast á annað borð? Af veiðnm komu í nótt Menja með rúm 90 föt lifrar og Mai með 100 föt. ‘JO. fébr. ÍDaíjðlað. 17. tölubl. . I Arni Óla. Ritstjórn: j g. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla l Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Austræni páfastóliinn. Deiluefni Grikkja og Tyrkja. Tyrkir og Grikkir höfðu kom- ið sér saman um það að hafa »þegnaskifti«, þannig, að Tyrkir í Grikklandi og Grikkir í Tyrk- landi skyldi sendir heim. Meðal þeirra, sem þá var vísað úr landi í Tyrklandi, var hinn grísk-kaþólski páfi Constantine VI, sem nú sat á hinum aust- ræna páfastóli i Miklagarði. Vakti þetta hina megnustu gremju í Grikklandi. Mótmæltu þeir því harðlega, að páfinn væri ger landrækur og kváðust skoða þá ákvörðun Tyrkja sem fjandskaparbragð við sig. Síðan sneru þeir sér til sendiherra Frakka, Englendinga og Ítalíu og báðu þá að skerast í leik- inn. Sendu sendiherrarnir stjórn Tyrkja i Angora boð og báðu hana að láta páfann hafa land- vist i Miklagarði. En Tyrkir svöruði því, að þeir teldi slíkt slettirekuskap, því að þetta væri tyrkneskt innanrikismál, er öðr- um kæmi ekki við. Síðan var páfinn sendur úr landi og því næst 3 grískir erkibiskupar. Urðu Grikkir nú æfir, og heimtaði lýðurinn að Tyrkjum væri sagt strið á hendur. Voru æsingar svo miklar, að skríllipn i Aþenu- borg safnaðist saman og ætlaði að taka sendiherra Tyrkja af lífi án dóms og laga, en herlið stjórnarinnar gat þó komið í veg fyrir það. Pafinn fór til Saloniki og dvelur þar. Hefir hann sent hinni heilögu grísk-kaþóisku kirkju umkvartanir um með- ferðina á sér.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.