Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 21.02.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 21. febrúar 1925. 'f Jk 1 ár9an kPagblað M HQsaleigumálið. Eftir Einar Arnórsson, prófessor. (Niönrl.). Ef hér er húsnæðisekla enn þá, og af því að húsnæði eru hér mörg afarléleg, þá væri rök- rétt afleiðing af því sú, að bæj- arstjórn og allir þeir, er hlut eiga að málum bæjarins, svo sem landsstjórn, löggjafarvald ng bankar, ættu að hvetja menn til að byggja góð hús 1 bænum og gera mönnum það sem auð- veldast. Og bæjarstjórnin og starfsmenn hennar ættu þá líka að hafa nokkru ríkara eftirlit með því, hvernig er bygt, en nú virðist vera. Eg sagði einhvers staðar, að húsaleigulögin hefði líka óbein- línis lagt band á athafnafrelsi leigutaka. Svo er og, því að margur leigutaki hefir orðið að hýrast kyrr í lítt notandi íbúð, vegna þess, að allir aðrir hafa verið kyrsettir í sínum, svo að ekkert fylgsni hefir losnað. Sum- ir hafa því orðið að sitja uppi með sér ónógar og óþægilegar íbúðir, aðrir með dýrari íbúðir en þeirþurfa,eða hafa efni á að halda o> s. frv. Svo var það, og er lík- lega enn að einhverju leyti. Loks er ótalin sú óánægja og jafnvel hatur og fjandskapur milli leigusala og leigutaka, er hámarksleiga og kyrsetning í ibúðum hefir haft í för með sér. Enn má geta þess, að húsa- leigulögin valda því beinlínis, að ýmsir menn byggja ekki yfir sig, af því að þeim er ódýrara að búa í leiguíbúð með há- marksleigu húsaleigunefndar en að reisa sér hús. Af þessari á- stæðu hafa ýmsir efnamenn setið allan þenna tíma í leigu- íbúð oft við hlægilega lága leigu, í stað þess að annars myndu þeir hafa bygt yfir sig, og ann- ar, sem meiri haíði þörfina, hefði þá getað fengið íbúð þeirra. Með þessum hætti valda nauð- ungarlögin því og, að minna er bygt en ella mundi. Húsaleigan. Hún hlýtur að laga sig eftir framboði og eftir- spurn, eins og verðlag á öðrum gæðum þessa lifs. Af því að íbúðir fjölga og eftir því sem húsnæði eykst, fellur leigan, nema mannfjölgun verði jafn- hraðfara. Nú er það ómótmæl- anlegt, að húsaleiga hefir ekki lítið lækkað frá þvi sem hún varð hæst, þegar menn sömdu frjálst um hana. Það mun láta nærri, að húsaleiga hafi lækkað um 20—30°/o frá því, sem hún var 1921. Og hefir þó byggingar- og viðhaldskostnaður húsa ekki lækkað að sama skapi. Leigu- lækkunin sannar það bezt, að húsnæðiseklan er iítil eða engin. Það virðist einungis ein álykt- un verða leidd af öllu þessu. . Húsaleigulögin hér i Regkjavik eru orðin algerlega óþörf. Kostn- aður sá, sem bænum verður beinlínis af þeim og óþægindi þau, sem þau baka leigusölum og jafnvel leigutökum að nokkru leyti, verður því alls ekki var- inn með nokkrum rökum. En af því leiðir aftur, að lögin á að afnema sem fyrst, t. d. frá 1. okt. næstkomandi. Frá kjarsljórnaríUDii. Bæjarstjórnin hélt fund í fyrra- kvöld og voru 3 mál á dagskrá. Byggingarleyfl nokkur voru samþykt, eftir tillögum bygging- arnefndar. M. a. var þeim Guðm. Ólafssyni & Sandholt leyft að byggja íbúðar- og brauðgerðarhús úr steinsteypu við Laugaveg 36, og flytja hús- ið, sem þar er nú, á baklóðina. Á þetta nýja hús að verða 235,42 fermetrar að stærð. Byggingarnefndin hafði á ný tekið fyrir umsókn frá véla- smiðjunni Héðni, um leyfi til að byggia vélahús á baklóðinni við Aðalstræti 8B. Hafði nefnd- in borið þetta undir »skipulags- nefndina«, í annað sinn, og komu báðar nefndirnar sér saman um að synja um leyfið, vegna væntanlegrar breytingar í Grjótaþorpinu. Eftir nokkurt þjark var synjunin samþykt — enn á ný, — og er þessu máli liklega þar með ráðið til lykta. — í sambandi við þetta sagði Ól. Friðriksson m. a., að þegar mönnum væri meinað að byggja hús til nauðsynlegs atvinnu- reksturs, þá hlyti það að vera af einhverri bæjarnauðsyn, en sér væri ekki ljóst hver bæjar- nauðsyn væri fyrir þessari synjun. Borgarstjóri taldi breytingu á gatnaskipun í Grjótaþorpi nauð- synlega, og því mætti ekki leyfa þessa byggingu, hún kæmi í bág við það framtíðarskipu- lag, sem skipulagsnefndin hefði áætlað. Lýsti hann nokkuð nán- ar hvernig nefndin hefði hugs- að sér gatnaskipulag á þessu svæði, og verður e. t. v. vikið að því seinna. Gunnl. Claessen gerði fyrir- spurn til byggingarnefndar um hvort hún hefði athugað, hvort forsvaranlegur frágangur hefði verið á þeim húsum, sem þök fuku af í ofviðrinu mikla. Taldi mikla hættu stafa af því er slikt kæmi fyrir og nauðsyn á góðu eftirliti á frágangi á nýjum hús- um. G. Ásbj. upplýsti, að göm- ul ákvæði væru til um frágang á timburhúsum og steinhúsum með risi, en engin ákvæði væru til um flatþaka hús. Taldi hann fulla ástæðu til fyrir bæjar- stjórnina, að skerpa ákvæðin um festingu á þökum m. m. Erfðafestnlönd. Bænum hafði ▼erið boðinn forkaupsréttur á tveimur erfðafestulöndum: Vatns-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.