Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 21.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ 744 er sími Dagblaðsms. mýrarbletti 15, nærri 6 ha. að stærð, að miklu leyti ræktað land. Vill Páll Magnússon selja það fyrir 12. þús. kr. — For- kaupsrétti var hafnað. Hitt er Vatnsmýrarblettur 17, um 10 ha. að stærð, litið rækt- að land, og tjáist Sturla Jóns- son ætla að selja það Hjörleifi Guðbrandssyni fyrir 11 þús. kr. Landið var látið á erfðafestu 1919. Nokkrar umræður urðu um það, hvort bærinn ætti að láta óátalið að braskað væri með lönd bæjarins, því t. d. í þessu tilfelli væri söluverðið langt yflr sannvirði, þar sem landið væri lítið ræktað. Að lokum var sam- þykt till. frá Ól. Fr., um að fresta ákvörðun um söluleyfi til næsta fundar, og að áður yrði athugað, hve mikið af landinu væri ræktað og hvert væri sann- virði þess. — Þá var Sambandi Sam- vinnufélaganna leyft að byggja hús til garnahreinsunar við Rauðarárstíg. — Kaplaskjólsmýri 3, um 2 ha. að stærð, var seld á erfða- festu Viggó og Haraldi Jó- hannessonum, Baldursgötu 3. Ræktunartími ákveðinn 6 ár. — í*á var bygging Breiðholtsins enn þá til umræðu. Fasteigna- nefnd lagði til að Jóni Ingi- marssyni á Keldum yrði bygð jörðin til næstu 3ja ára. Ól. Fr. vildi að bæjarmanni væri bygð jörðin, fremur en utanbæjar- manni. Gunnl. Claessen vildi láta sauðfjáreigendur í bænum fá landið til afnota a. m. k. að einhverju leyti, og bar fram til- lögu um að fresta ákvörðun um þetta mál og athuga hvað fjár- held girðing umhverfis beitiland- ið mundi kosta. Tillaga Claessens var feld, og eftir tvær atkvæðagreiðslur og þá 3. með nafnakalli var mál- inu enn þá frestað og samþykt tillaga um að fasteignanefnd sé að nýju falið að athuga þetta mál. Pingtíðindi. 1 Efri deild voru tvö mál á dagskrá og var báðum vísað til 2. umr. og nefnda. í Neðri deild voru fimm mál á dagskrá. Fyrsta málinu, um lokunartíma sölu- búða, var vísað til 2. umr. 2.—3. mál, um breytingar á vegalögum, var vísað til sam- göngumálanefndar. 4. mál, um breytingar á sveitastjórnalögum, var vísað til 2. umræðu og samgöngumála- nefndar. Borgin. Sjárarföll. Siðdegisháflæður kl. 3,45. Háflæður i nótt kl. 4,10. »Farfnglamót« var haldið í Iðnó í fyrrakvöld. En svo nefna Ung- mennafélagar utan af landi sam- fundi, sem þeir halda venjulega einu sinni á mánuði aö vetri. Gengst U. M. S. K (Ungmennasam- band Kjalarnessþings fyrir þeim. Hf. Kol ogr Salt flytur skrifstofur sinar á mánudaginn kemur i Hafn- arstræti 18, sbr. augl. hér i blaöinu, Skipafregnir. Gullfoss fer frá Leith i dag. Goðafoss kom til Kaupm.hafnar í gær. Fer þaðan 26. þ. m. Lagarfoss. Með skipinu kom lík Einars Einarssonar kyndara. Villemoes, sem fór héðan áleiðis til Bretlands i fyrradag, kendi grunns við Gróttutanga. Mun stýri og skrúfa hafa bilaö að einhverju leyti. Var Lagarfoss sendur til hjálpar, og komu þeir hingað báðir saman. Gylfl. Pess skal getið, að skip þetta lá ekki inni á Vestfjörðum í mesta garðinum um daginn, svo sem Dagblaðinu var sagt frá. Gylfl var að veiðum úti á »Hala< með Leifi á laugardagsmorgun áður en veðrið skall á, og leitaði ekki hafnar á Patreksfirði fyr en á mánu- dagsmorgun, eftir að veðrinuslotaði. Fregn sú, sem gengið hefir staf- laust um bæinn, um að skipin hafi fengið aðvörunarskeyti frá Jan Mayen fyrir óveðrið mikla, reynist tilbæfu- laus. Hefir Dagblaðið átt tal við einn skipstjóra botnvörpuskipanna. ffg ^DagBíaé. JA D., ... í ^rni Óla. Ritstjórn: | G< Kr. Guðrnundsson. Afgrdðslat Lækjartorg2, skrifstofa J Simi 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Þegar stórborgin sefur eða Þegar ekyldan kallar. Mjög fallegur sjónleikur í 6 þáttum. Aðalhlutverk leika: Ralph Lewis og Claire Mc. Dowell. Barst skipunum skeyti' frá Veður- athugunarstöðinni hér og stóð i því m. a.: Jan Mayen: Stormur NO 9, Vestm.eyjar SV. 6. Grindavik SV. 6. Útlit fyrir suðvestlæga átt. Fiskilaust siðustu þrjá dagana segja isfirsku bátarnir, sem komu inn í gær. Mb. Sólejr kom hingað í gær meö bát í eftirdragi. Var sá úr Njarðvik- um og hafði bilaða vél. Etna gýs. Fyrir skemstu tók Etna að gjósa, en það er þó ekki búist við að gosið muni verða alvar- legt. Segja þeir, sem fróðir eru um slika hluti, að það hafi að- eins opnast lítill gigur, sem hafi verið stíflaður sfðan 1923. Etna er nú þakin hjarni og hafa menn gengið upp á tindinn og athugað aðalgiginn, en ekki séð nein merki þess að þar muni von á gosi. Flugvélar hafa verið látnar taka rnyndir af gosinu og safna í lofti gasefnum þeim, er i gosinu eru. Hafa þessar at- huganir gert rólega þá menn, er næstir búa fjallinu, svo að engir hafa ftúið bústaði sina.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.