Dagblað - 21.02.1925, Side 3
DAGBLAÐ
3
Kaupmenn! — Húsmæður!
Bráðum kemur hér á markaðinn þvottaefiii er tekur öllum öðr-
um áður þektum þTottaeinum fram, hvað snertir timasparnað, gæði
og verð.
Biðið pví með að byrgja yður upp af öðrum þrottaeínum, þar
til þetta þvottaefni er komið og þér hafið getað sannfærst um gæði
þess. Fyrsta reynsla yðar mun gera það að verkum, að þér i framtíðinni
viljið ekki önnur þvottaefni.
Erlendis er þetta þvottaefni að ná yfirtökum á öllum áður
þektum þvottaefnum.
Bíðið átekta.
inu í Iðnó, þegar Haustrigningar
eru sýndar. Núna í vikunni hafa
komið fram margir hundar, sem
eru mjög líkir þeim hundum
sem lifðu í Reykjavík 1923. En
þeir eru nú allir sagðir löngu dauð-
ir, svo þetta er mjög undarlegt.
Þessir hundar eru feitir og
bústnir, og eins og kátir krakkar
í »fríi«.
Sumir gizka á, að þeir hafi
aldrei dauðir verið, heldur séu
nú komnir úr eldi ofan úr sveit
og hafi aðeins fengið orlof til að
heimsækja gamla kunningja og
venslafólk. — Kannske bæjar-
stjórnin viti hvernig á þessu
stendur? —
Nú er hundaskattur ekki leng-
ur til sem tekjugrein fyrir
Reykjavíkurbæ, en eitthvað þarf
bæjarsjóður að fá í staðinn.
Það mætti benda bæjarstjórn-
inni á, ef hún hefði t. d. lítið
að gera, að það eru margir
kettir til í bænum, en líklega
vantar skýrslu yfir þá og ætt-
færsla þeirra er víst mjög bág-
borin. Væri því ekki úr vegi að
skipa nefndtil að athuga ástand-
ið meðal kattanna. Auðvitað
væri æskilegt að setja á fót
skrifstofu, sem hefði þessi mál
með höndum. Bæjarsjóður get-
ur borgað. Svo ætti nefndin að
athuga hvort ekki væri gerlegt
að leggja skemtanaskatt á kett-
ina, því að þeir halda oft sam-
söngva og annan gleðskap á
kvöldin, ekki sízt um þetta leyti
árs. Skemtanaskattinum mætti
svo t. d. verja til að káupa fyrir
hann einkennisbúninga handa
»Ríkislögreglunni«.
/
KáUPIÐ ekki það ódýrasta,
heldur það vandaðasta.
ÚR.
Gull-, silfur og nikkel-úrfestar.
Klukkur, B. H. Saumavélar,
Saumavélaolíur.
Trúlofunarhringar,
margar gerðir.
Hamlet- og Bemington-reiðhjól
og öll varastykki til reiðhjóla.
Sigurþór jínssoi,
Aðalstræti 9.
Sonnr járnbrantakóngains.
hann gat eigi fremur treyst sjón en minni. Og
honnm fanst altaf eins og höfuð sitt ætlaði að
springa. Hann var alveg þurgóma og maginn
lét eins og skollinn sjálfur. Þrátt fyrir þetta fór
hann þú smám saman að taka eftir ýmsu, er
var einkennilegt við stað þann er hann var
kominn f. Rósirnar á veggjunum, er hann hafði
haldið i fyrstu að væri málaðar af einhverjum
fúskara, sá hann nú að voru rósir í veggfóðri.
Það var óvenju lágt undir loft, gluggar voru
litlir og tréhlérar fyrir þeim. Á veggjum voru
fatasnagar á hjörum og á einum stað rafmagns-
loftdæla. Gegnt sér sá hann hálfopnar dyr og
þar fyrir innan hvítmálaðan baðklefa.
Hann gat alls ekki áttað sig á öllu þessu, en
komst helzt að þeirri niðurstöðu, að hann væri
enn of ölvaður til þess að sjónin gæti notið sin.
Að vísu þóttist hann sjá, að herbergið var
gerólíkt svefnklefa i gistihúsi, en jafnframt var
hann viss um að það liktist alls eigi farþega-
klefa á gufuskipi. Líkast var það dyngju. Að
visu varð hann hvað eftir annað var við gnauð
og veltu, svo að honum varð óglatt. En stund-
um lét herbergið svo illa, að læti þess voru
þvert á móti öllum reglum þyngdarlögmálsins,
svo að hann gat ekki botnað nokkurn skapaðan
hlut í þvi hvernig á öllu þessu stóð.
Annars mælti alt i móti því, að hann gæti
verið um borð í skipi. Það var hreint og beint
asnalegt að láta sér detta slíkt í hug. Nei, hann
hlaut að vera kominn i einhvern »klúbb« í
borginni, þar sem alt var sniðið eftir sérvizku
félagsmanna. Sennilegast var, að hann hefði
hitt einhvern þeirra á götu, og að sá hinn sami
hefði farið með hann hingað til þess að hjálpa
honum, Að þessari niðurstöðu var hann kominn,
er dyrnar opnuðust aftur, og inn kom maður i
einkennisbúningi.
— Matreiðslumaðurinn sagði að þér vilduð
fá að tala við mig.
—- Ónei, ég vil fá að tala við lækni.
— Eg er læknir.
— Ó, — eg hélt að þér voruð lyftivélar-
þrællinn. Eg er veikur — ógnrlega veikur —,
— Getið þér gubbað?
— Auðvitað, það geta allir.
— Hinn ókunni maður tók sér sæti á stól
við rúmið og strauk höndinn um kinn Kirks.
— Þér eruð með hita.
— Náttúrlega, þar er ráðning gátunnar.
Hvernig líður hinum?
Hann varð að loka augunum, því að ’nonum
sýndist svifa i lausu lofti fyrir framan sig.
— Allir eru gengnir til hvildar. Veðrið er
afarvont í nótt.
— í nótt ? Nú.það hlýturað vera orðið fullbjart.