Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 25.02.1925, Blaðsíða 1
EITT af því, sem miklum deil- um hefir valdið um áfengis- löggjöfina, er heimild lækn- anna til að gefa út lyfseðla á áfengi, eða láta áfengi af ’hendi. Er hið svo kallaða »lækna- brennivín« orðið þjóðfrægt. Enginn efi er á því, að marg- ir læknar hafa misbrúkað þessa heimild, og þar með stuðlað að því, að gera ákvæði laga um það illa þokkað. Að læknastétt- inni sé kunnugt um þetta, má ineðal annars sjá á samþykt læknaþingsins á Akureyri í sum- ar. Að vísu ffer tvennum sögum um það, hvernig sú samþykt sé til orðin, en hitt er víst, að tnargir læknar álíta það ósvinnu, að einstakir menn úr þeirra hóp skuli gera sér það að at- ■vinnu, að selja áfengi eða lyf- seðla á áfengi. Nú hefir stjórnin lagl fyrir þingið frv. til breytinga á bann- lögunum og er þar kveðið svo á: »Nú lætur læknir áfengi af hendi án þess að hann hafi full- vissað sig um þörf beiðanda á því til lækninga, eða læknir hrýtur reglur þær, sem settar «ru eða settar verða, og skal hann þá sæta sektum, fyrsta skifti 200—5000 krónum og tvö- taldri sekt ef brot verður ítrekað. Nú verður læknir þrisvar sinn- Urn sannur að sök um þessi brot og skal þá svifta hann með dómi heimild til þess að gefa út seðla á áfengi, eða láta af hendi áfengi og áfengis- blöndur«. Hver er nú meiningin með þessu? Er ætlast til þess, að þessar háu sektir muni hræða lækna til þess að láta ekki á- fengi af hendi, eða eru sektirn- ar hafðar svo háar vegna þess, að það sé svo góður atvinnu- Vegur að selja lyfseðla? Hvers vegna á að taka leyfi af lækni við þriðja brot, fremur en við hin fyrsta? Er hægt að taka þaunig eina tegund læknislyfja ht úr og banna læknum að nota þau, hvernig á stendur, t. d. héraðslæknum upp í sveit, þar sem engin lyfjabúð er? Dagblaðið skal ekki leggja neinn dóm á þetta mál, en ekki múndi því koma á óvart þótt læknar yrði ekki ánægðir með slíka löggjöf sem þessi er og að mjótt sé á mununum milli þess að svifta menn leyfi til þess að gefa áfengi sem lyf og hins, að svifta þá alveg lækningaleyfi. Er þetta hið piesta vandræða- mál hvernig sem á það er litið, og lítið tilhlökkunarefni, ef svo skyldi fara, að stinga þyrfti læknum inn í hegningarhús til þess að afplána þar sektir. Ping’tíðindi. í gær var að eins eitt mál til umræðu á dagskrá Ed. (um nauðasamninga) og var því vís- að til 2. umræðu og nefndar. í Nd. voru þrjú mál á dag- skrá, en ekki vanst tími til að ljúka nema einu. Var það sekta- frv. stjórnarinnar. Allsherjar- nefnd hafði haft málið til með- ferðar og lagði til að frv. yrði samþykt með lítilli orðabreyt- ingu. Var það samþykt og vísað til 3. umr. I*á kom frv. um afnám tó- bakseinkasölu til framhalds- umræðu og mátti fljótt sjá, að þingmönnum var mikið niðri fyrir, því að 9 höfðu »beðið ura orðið« meðan fyrsti ræðumaður talaði. Varð Hestum skrafdrjúgt, svo að fresta varð umræðu enn að nýju áður en allir hefði komist að, og var þá einnig þriðja málinu (Um ríkislögreglu) frestað. Ný frnmvörp. Þingmenn ísafjarðar og Norð- ur-ísafjarðarsýslu, bera fram frv. um það, að ísafjarðarprestakalli verði breytt í 2 prestaköll, þann- ■ ig að Hólssókn verði gerð að sérstöku prestakalli. Færa þeir fram sem ástæður, að nú sé svo mannmargt í Hólssókn, að færri prestaköll landsins mundu fjöl- mennari, og að leiðin milli ísa- fjarðar og Bolungarvikur sé svo erfið og hættuleg að einsdæmi muni vera. þykjast íbúar Hóls- sóknar mjög vanhaldnir í prest- þjónustu, þrátt fyrir skyldurækni sóknarprestsins, og stafar það af þeim erfiðleikum, sem nefndir eru að framan. Auk þessa hafa Hnífsdælingar ákveðið að reisa hjá sér kirkju og gera þar graf- reit. Magnús Jónsson ber fram frv. um það að kol skuli framvegis seld hér í landi eftir máli; nema kaupandi æski annars. Flm. telur það aðalástæðu fyrir frv. að lcol sé víða geymd undir beru lofti og verði kaupendur oft fyrir miklum halla er kolin eru seld eftir þunga með eins miklu vatni og í þehn getur tollað. Jón Baldvinsson ber fram frv. um það, að ríkisstjórnin taki að sér einkasölu á útfluttri síld._ Frv. þetta var borið fram árið 1923 en varð þá ekki út- rætt. I fyrra var það aftur borið fram og þá felt. Tryggvi Þórh. og P. Ottesen bera fram frv. er bannar alger- lega allar auglýsingar áfengra drykkja nema þær, er birtar eru að tilhlutun ríkisstjórnar. Brot gegn þessu varðar 500— 5000 kr. sekt og jafnvel árs fangelsi ef um miklar sakir er að ræða. Ábyrgðarmaður blaðs

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.