Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 01.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Ping'tíðindi. Fjárhagsnefnd Nd. hefir skilað áliti sínu á frv. til fjáraukalaga 1923. Leggur hún til einum rómi að fjáraukalögin hækki um kr. 65,596,42. Þar af rúm 20 þús. til Svalbarðseyrar- og Hjalteyrarvita og rúm 18 þús. til Skeiðaáveitunnar. Fjárhagsnefn Ed. hefir klofnað um frv. um hækkun sóknar- gjalda. Vill meiri hlutinn fella frv. en minni hlutinn vill hækka þau lítið eitt frá því sem nú er. »Aðalástæða meiri hl. gegn frv. er, að hann telur persónugjald sem þetta mjög ranglátt, og vil) ekki á neinn hátt, að gjald þess eðlis fái sterkari ítök í skatta- löggjöf landsins en nú er orðið«. Sjávarútvegsnefnd Ed. heíir klofnað um frv. um fiskfulltrúa á Spáni og í Ítalíu. Meiri hlut- inn (B. Kr. og Jóh. P. J.) telur sjálfsagt að hafa fulltrúa þarna og að hann komi í hvívetna fram sem opinber sendimaöur hins íslenzka ríkis. Slysatryggíngar. Jón Baldvinssotf flytur frv. um slysatryggingar og skv. því skal tryggja sjómenn á íslenzkum skipum, vélbátum og fjórrónum bátum, er stunda róðra einn mánuð eða lengur, og verka- menn og starfsmenn er vinna við skipaafgreiðslu, í verksmiðj- um eða vinnustofum, við húsa- byggingar, samgöngubætur o. fl. Tryggingarskylda hvílir á at- vinnurekendum, ríki eða sveita- stjórnum. Frv. er langt og ekki tiltök hér að rekja alt efni þess. En frv. er þannig til komið að skv. þál. 1924skipaði atvinnumálaráð- herra 3 menn í nefnd, f’orst. Þorsteinsson hagstofustj., Gunnar Egilson forstjóra og Héðinn Valdemarsson skrifstofustjóra, til þess að semja frv. um al- mennar slysatryggingar. 14. febr. 1925 sendi nefndin stjórninni þetta frv., en stjórnin sendi það aftur allsherjarnefnd Nd. Henni leizt svo á, að bezt væri að frv. kæmi sem fyrst fram, en hafði ekki tíma til að athuga það og þess vegna tók Jón Baldv. það upp á sína arma. Borgin. Sjárarföll. Árdegisflæður: kl. 9,45. Síðdegisflæður kl. 10,10. Tíðarfar. Hægviðri var í gær um land alt og hiti víðast. í Seyðisfirði var dálitil snjókoma, en annars staðar hreinviðri. Loftvægislægð yflr Norðursjó. Spáð kyrru og björtu veðri á Suður og Vesturlandi, hægri norðaustan átt og skýjuðu lofti á Norðausturlandi. önlifoss fer héöan til útlanda k]. 6 í kvöld. Meðal farpega verðá A. V. Tulinius forstjóri, Niels P. Dungal læknir, Jón Bergsveinsson, frú Re- gina Thoroddsen, Kristinn Andrés- son málari, Jón Hermannsson úr- smiður, A. Vind og frú. Til Vest- mannaeyja fer Gísli J. Johnsen konsúll. Mannslát. Brandur Bjarnason, áður bóndi að Hallbjarnareyri, nú siðast búandi hér í bænum, lézt á Landakotsspítala aöfaranótt föstu- dags, eftir uppskurö er á honum var gerður. Var Brandur fjörmaður mesti og harðfylginn og greindur vel. Kona hans, Ólína Bjarnadóttir, lifir mann sinn og 6 börn þeirra uppkomin, 3 synir og 3 dætur. Af þeim eru 5 búsett hér í Rvik, Bjarni, Porsteinn, frú Inga, kona Brynjólfs Kjartans- sonar, frú Una, kona Hjartar Hans- sonar og Pétur, ógiftur. — Erlendis dvelur frú Kristín, áður gift dr. Helga Péturss, nú hjúkrunarkona i Danmörku. Ógnir eyðimerknrinnar. Kvikmyqd tekna eftir skáldsögu enska rithöf- undarins Arthur Conan Doyle, sýn- ir Gamla Bio í kvöld. FyJla og hin leitarskipin hörfuðu undan veðri til Patreksfjarðar í fyrradag. Höfðu þau eigi orðið neins vör. tilskipin Keflavík og Hákou lögðu út á fiskveiðar í gær. Nýr skipstjóri er nú á Keflavíkinni, Jón Jóhanns- son. Póröifar fór á veiðar í nótt. Hef- ir skipið legið hér til aðgerðar síð- an það kom úr leitinni um daginn. Sunnud. C7) . L, A 1. árg. 1. marz, U/Q^DIQQ. 25. tölubl. j Arni Óla. Ritstjórn: j g. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla t Lækjartorg 2. skrifstofa 1 Sími ?44. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Isli flreipir geta fengið fasta atvinnu. Komi á skrifstofu llávarðnr ísflrðingnr er nýfarinn í fyrstu veiðiför sína. Skipið Jeggur upp afla sinn í Viðey á þessari ver- tið. Skipstjóraskifti urðu á skipinu þá er það kom frá Englandi. Tók þá við skipinu Vilhjálmur E. Árna^ son, sem ^verið hefir 1. stýrimaður á Austra. Gissur livíti kom hingað í gær með 21 tunnu lifrar. Næturlæknir i nótt: Magnús Pét- ursson, Grundarstig 10. Sími 1185. Útsvarsskylda sjómanna. f Nd. var ajlmikið riflst í fyrradag um sveit- arstjórnarlög (bæjargjöld i Hafnar- flrði), Varð þá að fresta umræðu, í gær var málið tekið fyrir aftur og varð hörð senna um það. Rak jafnvel svo langt, að sumir töJdu réttast að afnema bæjargjaldalögin I Reykjavík, sem sþ, voru á þing- inu í fyrrg. Kom fram tillaga upj það, að visa málinu til stjórnarinn- ar, en sú till. var feld með jöfnum atkvæðum. Marðist svo í gegn með 1 atkvæðis mqn að vísa málinu til 3. umræðu. ' Árni Jónsson alþingismaðqr hefir legið rúmfastur í nokkra daga. VaraJögreglan. Pað mál var á dagskrú Nd. í gær, en eigi vanst tími til þess að ræða það þá. Slys. Sigurður Jónsson verka- maður í Hafnarfirði beið bana i fyrradag við vinnu sina. Var hann ásamt fleirum að starfa að grjót- trönum, en þær biluöu og varð maðurinn undir þeim.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.