Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 01.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Borgarastríðið í Kína. Bretar banna hergagna- flutning þangað. Vegna borgarastyrjaldar þeirr- ar, sem geysar nú í Kína, hafa Bretar bannað öllum brezkum þegnum í Kína að flytja þang- að skotvopn og hergögn, nema skemtibyssur, og þó með sér- stöku leyfi brezka sendiherrans í Peking. Brezk yfirvöld í ýms- um höfnum, er skip á leið til Kína koma við í, hafa þegar gert upptæk ógrynni hergagne, er senda átti herjum þeim, er eiga þar í illdeilum. Halda Bretar því fram, að aðalástæð- an til þess, að borgarastyrjöldin f Kína heldur áfram, sé sú, að Kínverjar fái altaf hergögn frá Norðurálfu af birgðum þeim, er fyrir voru, þá er ófriðnum mikla lauk. Hvort ráðstafanir þessar bera tilætlaðan árangur, er mikið undir því komið, hvernig Jap- anar og Rússar líta á málið, því að síðan þeir gerðu samninginn milli sin, eiga Rússar að fá að leika nokkuð lausum hala i Kina. Sonnr Járntjrantakónesins. Eg get ekki látið neinn mann sjá mig eins og ég er. — Herra Locke---------— — Eg heiíi Anthopy. — Jæja, Anthony þá. Eg verð að komast að einhyerp niðurstöðu með þennan farmiða. Skiljið þér það? — Já, já, haldið þér bara áfram. — Ef þér eruð ekki Locke, þá er ekki gott í efni. — Húrra! Flytjið mig þá í land undir eins. — Þér misskiljið mig. Farmiðinn er í lagi, en — — Þetta er eitthvað einkennilegt alt sam- an. Þér segist ekki heita Locke, þér hafið engan farangur meðferðis og þér hélduð jafnvel að þetta skip væri hótel — — — — Satt er það, og ég varð fyrir miklum von- brigðum, er það reyndist vera skip. En nú þarf ég að fá nýja skyrtu. — Þér verðið að kaupa nýjan farmiða, mælti gjaldkerinn þungur á brún. — Það er fyrirtaks uppástunga! Kirk glotti, sneri við öllum vösum sínum og niælti svo blátt áfram: Leitið þér á mér. Og ef þér getið fundið nægilegt fé fyrir farmiða, þá megið þér eiga helminginn. — Þér hafið þá týnt öllum peningum yðar eins og farangrinum og sjálfum yður. — Já, ekki verður annað séð. — Það nær ekki neinni átt! Nú var auðséð að farið var að síga í gjald- kerann og Kirk flýtti sér því að segja: — Við skulum að minsta kosti vera vinir. Meðal annara orða — fyrirgefið ef ég móðga yður — hvaða númer af skyrtum notið þér? — Númer seytján. — Það var ljómandi! þá getið þér gert svo vel og látið mig fá sex skyrtur? — Það vil ég auðvitað ekki gera, mælti gjald- keri. Eg á ekki fleiri en ég þarf að nota sjálfur. — O, nirfillinn! En þá verðið þér að vísa mér á einhvern sem notar sömu skyrtustærð og ég. Pað var ekki svo að sjá sem gjaldkeri væri i skapi til þess að fara í skyrtuleit fyrir Kirk. Hann gekk til dyra og mæiti: — Eg skal láta leila að flutningi yðar, Anthony, og ég skal líka tala við skipstjórann viðvíkjandi farmiða yðar. Eg veit ekki fyrir víst hvort þér reynið að hafa mig fyrir fifl, en — — — ég kem aftur. Hann hristi höfuðið eins og hann hefði aldrei fyrir hitt jafn vitlausan mann, Kirk gekk á eftir honum upp á þiljur. Gekk hann þar fram L nýja Btó J -^2 Gösta 3erlinÉ5 5a£a. Stórfenglegur sjónleikur í 9 þáttum eftir hinni frægu skáldsögu SELMA LAGERLÖF. Tekin á kvikmynd að fyrirsögn Mauritz Stiller af Svensk- Filmindustri, Stockholm. Aðalhlutverk leika: Gösta Berling ........ Lars Hanson Majorskan......Gerda Lundquist Marianne Jenny Hasselquist Elisabeth, greifynja ... . . . Greta Garbo og margir fleiri ágætir leikendur. Gösta Berlings saga hefir verið sýnd víðsvegar um lönd og alls staðar fengið sömu góðu viðtökurnar. Engin mynd hefir verið sýnd jafn oft á Norðurlöndum. í Palads í Kaupmanna- höfn var hún sýnd lengur en dæmi eru til um nokkra aðra mynd, eða sem sagt í 3 mánuði. Myndinni þarf ekki að lýsa, um hana hefir yerið svo mikið rætt í útlendum blöðum, að það er löngu kunnugt hér, og hið fræga skáldrit, sem myndin er gerð eftir, þekkja víst flestir. Gösta Berlings sögu er ekki hægt að líkja við neina mynd, sem hér hefir sést áður — hún tekur þeim svo langt fram. Tvær sýningar i kvöld, ki. 6 og kl. 872. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 og tekið á móti pöntunum frá sama tíma í síma 344.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.