Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.03.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 12.03.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ 8 Hið franska alklæði I er komið aftur. — Verð sama og áður. Asg. G. Gunnlaugsson $ Co. j Auslurstrœti 1. H héraðssýningum fyrir framúrskar- andi dugnað. En hittist einhver grað- hestur merklur Kh. utan sins ákveðna svæðis, má taka hann og gefa hon- um inni. 300 króna sektum varðar það hvern hlutaðeiganda að brjóta lög þessi, og þar sem það hefir oft komið fyrir, þar sem sýslur hafa upprekstrarland saman, að hestar hafa ekki »respekterað« almennar velsæmisreglur, heldur farið langt nt fyrir þær, þá virðist þessari sekt vel í hóf stilt. Pess skal getið, að skammstöfun- in Kh. þýðir sama og Kaupmanna- höfn. Erindi send Alþingi. Áskorun 22 manna og kvenna í Hornafirði um að Alþingi veiti dr. Helga Péturss þann styrk, er hann hefir farið fram á. Stjórnarnefnd Amtsbókasafns- ins á Akureyri sækir um 3000 kr. aukastyrk til þess að geta ráðið Davíð skáld ^Stefánsson fyrir bókavörð. Stjórn félagsins Málmleitar fer þess á leit, að Alþingi veiti stjórninni heimild tii að kaupa borunaráhöld félagsins fyrir 12.000 kr., og halda áfram borun i Vatnsmýrinni eftir áætiun og tillögura sérfræðinga. Hjalmar Branting. Hann lézt í Stokkhólmi hinn 24. fyrra mánaðar. Hafði hann þá nýlega sagt af sér forsætis- ráðherrastöðu vegna vanheilsu. Með honum er fallinn í valinn einn af atkvæðamestu og áhrifa- mestu mönnum jafnaðarstefn- unnar, eigi að eins í Svíþjóð, heldur þótt víðar sé ieitað um lönd. Hann var fæddur í Stokk- hólmi árið 1860. Faðir hans var prófessor og var Hjalmar ^ettur til menta. Eftir tveggja ára nám við háskólann í Stokk- hólmi gerðist hann aðstoðar- maður á »observatoríinu« í Stokkhólmi, og vegna hæfileika hans beið hans þar glæsileg framtið. En hann kaus heidur að fórna sér fyrir áhugamál sín og gerðist því málsvari verka- manna. Var hann skjótt kosinn á þing og gerðist þar sjálfkjör- inn foringi jafnaðarmanna og um sama leyti helzti biaðamað- ur þeirra. Ekki átti hann sjö daga sæla í þinginu, þvi að hann var þar einn síns liðs fyrstu fimm árin, en fyrir for- ystuhæfileika hans óx jafnaðar- mannaflokkurinn sænski ár frá ári og árið 1920 var svo komið, að konungur varð að biðja hann að mynda ráðuneyti. Þetta var í marzmánuði. í októbermánuði þetta sama ár varð hann að segja af sér. Aftur varð hann forsætisráðherra 1923 og í þriðja skifti 1924. í striðsbyrjun mótmælti hann þegar innrás Þjóðverja i Belgíu og fékk fyrir það bæði lof og last samlanda sinna. Hann var einlægur friðarvinur og trúði á þjóðbandalagið hiklaust. Hann tók og þátt i ráðstefnunni í Genúa, sem fulltrúi Svía. Árið 1923 fekk hann á móti öðrum manni friðarverðlaun Nobels. Það er dómur bæði vina og mótstöðumanna hans, að enginn jafnaðarmaður hafi haft jafn mikii áhrif á stjórnmál Norður- álfunnar eins og hann, og vegna þess, að hann hóf sænska verka- menn til vegs og valda, var hann öðrum fremur mikils met- inn í alþjóðasambandi verka- manna. Og meðal stjórnmála- manna álfunnar voru orð og til- lögur hans ætíð mikils metið, þótt skoðanir gæti ekki farið saman. Síðan Branting tók við völd- um í þriðja sinn í Svíþjóð hafa verið þar meiri óg öflugri straum- ar í stjórnmálum en áður. Telja menn, að hann mnni hafa of- reynt sig, og það hafi stytt hon- um aldur. Hí. Eiiskipafélag íslands. Es. Suðurland fer héðan á mánudag 16. marz að kvöldi til Dýrafjarðar, og hittir þar Goðafoss. Tekur far- þega og flutning til Dýrafjarðar, og til framhaidsferðar umhleðslu í Goðafoss, tii allra Húnaflóa- hafna, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Seyðis- fjarðar og Eskifjarðar. Oberst Gundersen talar í kvöid kl. 8 í Kjálpræðishernum. ókeypis aðgangnr fyrir alla. Verslunarmannafélag Heytjaíílnir. Fundur í kvöld klukkan 8^/a. Stjórnin. ' IDagSlaðié I vini sína, að þeir láti það ber- ast, hve vel þeim líkar það. Gestnhei milið Reykjavík. Hafnarstræti 20. 1. fl. hótel,- Miðstöðvarhitun. — Bað. — Kafligalurinn opinn frá kl. 7.15 árd. — Heimabakaö kaffibrauð og pönnukökur.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.