Dagblað

Issue

Dagblað - 13.03.1925, Page 2

Dagblað - 13.03.1925, Page 2
2 DAGBLAÐ Dansk-l8landsk Samfund og islenzkir stúdentar. I Holbergsgade í Kaupmanna- höfn hefir Dansk-Islandsk Sam- fund komið á fót dvalarstað fyrir íslenzka stúdenta, þar sem þeir fá að dvelja gegn því að greiða 75 kr. á mánuði. Er sá dvalarstaður hinn skemtilegasti, og búa þar nú tveir stúdentar, sem útskrifuðust héðan i fyrra. Eru það þeir Árni Friðriksson stud mag. og Sigurkarl Stef- ánssson. Fiskmarkaðurinn. Newfoundland fisknr ódýrari í Englandi en fiskur frá íslandi. Major Hugh E. Green, fyr- verandi umsjónarmaður með fiskbirgðum handa Canadahern- um, sagði í veizlu í Savoyhoteli fyrir skemstu, að fyrsta flokks fisk, veiddan við strendur Kan- ada og Nova Scotia, mætti selja lægra verði í Englandi heldur en fiskur væri seldur þar nú til heimilisnotkunar. Þessu til sann- indamerkis sagði hann það, að botnvörpungar frá Halifax og Nova Scotia veiddu meira á tveim dögum en tíu botnvörp- ungar frá Grimsby. Eitt skip veiði hjá Newfoundland 50 smálestir af fiski á einum sól- arhring. Til samanburðar gat hann þess, að botnvörpungar frá Grimsby, sem stunduðu veiðar við ísland, kæmi ekki með meiri afla eftir mánaðar burtuveru. A Það sem hér er sagt um fisk- veiðar Grimsby-botnvörpung- anna hér við ísland, er að miklu leyti rétt. Um hitt vita menn síður, hvað rétt það er, að skip geti veitt 50 smál. af fiski á sólarhring á Newfoundland- grunni. Það er mjög efasamt. Þegar fiskur hefir verið óðastur hér, hafa íslenzku skipin fiskað um 100 smál. á 4 dögum eða 5. Að vísu ber þess að gæta, að á skipum þeim, sem stunda veiðar við Newfoundland, eru miklu fleiri menn en á islenzku skipunum, og þegar fiskganga kemur þá eru þar jafnvel meiri uppgrip en hér. En svo koma lang- irkaflarsvo, aðþarfæst ekki »bein úr sjócc. Þrátt fyrir það, er þetta mjög athugunarvert mál fyrir íslendinga, sem oft hafa íengið góðan markað fyrir ísfisk í Eng- landi, ef það skyldi vera svo, að Kanadamenn geti kept þar á fiskmarkaðinum við okkur. Um það hefir verið talað hér að stefna beri að því að útvega nýja markaði fyrir fisk og hefir þá aðallega verið hugsað um markaðinn í Suður-Ameríku. En þar hafa Norðmenn getað kept við okkur og við Norðmenn hafa getað kept útgerðarmenn i Nova Scotia. Borgin. Sjárnrföll. Síðdegisháflæður: kl. 7,25. Árdegisháflæður i fyrramálið kl. 7,45. Næturlæknir í nótt Jón Hj. Sig- urðsson, Laugaveg 40. Simi 179. Næturvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Austfirðingrnmót verður háð annað kvöld og verður par kafiidrykkja og fleiri skemtanir. — Slík mót sem pessi — peim eru ýms nöfn gefin, svo sem Norðlendingamót, Skaft- fellingamót, Pingeyingamót, Vest- firðingamót o. s: frv. — eru nú farin að tíðkast hér á seinni árum. Samúð. Forsætisráðherra Frakka hefir beðið sendiherra Frakka hér að votta stjórn íslands samúð út af mannskaðanum mikla. Ilnnstrignlngnr verða leiknar i kvöld í 20. sinn. Mercur fer héðan í dag kl. 5. Áttræðnr verður á morgun Bjarni Matthíasson hringjari. Es. Villomoes fer til Englands til fullnaðarviðgerðar á hverri stundu. Bíður eftir dráttarbát er »Seaman« heitir og er væntanlegur hingað í dag. Aine, kolaskip, er nýkomið tii Guðm. Kristjánssonar. Byrjað var að losa pað i gær. 2)ag6íað. ££* I Arni Óla. Ritstjórn: | g. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslaj Lækjartorg 2. skrifstofa J sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Guténberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjaid kr. 1,50 á mánuði. ézösfa éftzrlincjs saga sýnd aðeins kl. 8V2 i sídasta sinn. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 7. *—...... ......... ^ lesendur að lála auglýs- endur blaðsins sitja fyrir viðskiftum að öðru jöfnu. Snmúðarskeyti. Forsætis- og utan- rikisráðherra Noregs, Mowinckel, hefir í símskeyti 10. p. m. sérstak- lega falið alræðismanni Norðmanna hér, að votta íslenzku ríkisstjórn- inni samhug norsku ríkisstjórnar- innar út af mannskaðanum mikla. Ísíirskn bátnrnir komu í gser og í nótt með dágóðan aila. Es. Snðnrland fer til Borgarness á hádegi í dag. Höfnin. Þessir botnvörpungar eru nýkomnir af veiðum: Þórolfur með 100 tunnur. Gylfi með 95 tunnur, Hilmir 65 tunnur, Royndin með 90 tunnur, Glaður með 90 tunnur og Apríl með 90 tunnur. l’íðarfar. Enn er hiti í dag víðast um iand, 4 stig mest, en 1 stig frost á Hólsfjöllum. Hægviðri víðast nema fyrir sunnan land er stinn- ingsgola, regn í Vestmannaeyjum og mikið regn í Hornafirði. Enn er frost í Kaupmannahöfn, 4 stig. Á Jan Mayen frostlaust, suðaustan stinnings gola og úrkoma. Loftvæg- islægð fyrir Norðvesturlandi. Búist við hægri suðvestlægri og vestlægri átt með skúrum og eljum á Suður- landi.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.