Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 24.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ sé varið til vitabygginga o. s. frv. Þá gerir n. ráð fyrirauknu fé til húsunar á prestsetrum og vfðar. N. vill hækka styrk Ólafs Pálssonar sundkennara, styrk til útgáfu handritaskrár Lands- bókasafnsins, styrk lil skálda og listamanna (að veita þeim Guðm. Friðjónssyni og Jakob Thorarensen sérstaka upphæð hvorum), styrk til Hannesar Porsteinssonar fyrir að rita æfi- sögu lærða manna, styrk til Veðurathugunarstofunnar, styrk til íþróttasambandsins, styrk til Einar Jónssonar myndhöggvara. f*á vill n. og styrkja Rikarð Jónsson til þess að kenna tré- skurð í þjóðlegum stíl, dr. Jón Stefánsson til þess að rita sögu íslands í brezkan ríkissögubálk, Alþýðufræðslu Stúdentafélagsins, Loft Guðmundsson (í viðurkenn- ingarskyni fyrir kvikmyndatöku), kristilega starfsemi meðal íslend- inga í Kaupmannahöfn, Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara, Jó- hann Kristjánsson húsameistara , (ferðaslyrkur) o. fl. Pá vill n. einnig hækka styrk til Búnaðarfélagsins og Fiski- félagsins, og að veittur sé með sérslökum skilyrðnm styrkur til þess að smíðaðar verði eða end- urbættar bryggjur í kauptúnum. Petta er hið helzta í brlt. Bjarni Jónsson frá Vogi kem- ur einn nefndarmanna fram með viðbótartillögur. Er þar meðal annars gert ráð fyrir kr. 33.333.33 til stúdentagarðsins, kr. 50 þús. til Heilsuhælisfél. Norðurlands, kr. 45 þús. til sendiherra í Khöfn, kr. 43 þús. til nýrra síma, kr. 18000 til lendingarbóta í Grinda- vfk, ýmsum minni háttar styrkj- um til menta og lista, 6 þús. kr., »til rannsóknar á því, hvern veg verði bezt tengd við sjávar- afla fyrirtæki bygð á íðefna- fræði« Pá vill hann og veita Reinh. Anderson kr. 20 þús. lán til þess að hafa á boðstólum landsforða af karlmannafatnaði úr innlendum dúkum, og Frið- jóni Kristjánssyni kr. 30 þús. ián til að setja á stofn kemb- ingarvélar í Reykjavík. Iirossanesmálið. Pví var fyrst lokið kl. 7 á laugardagskvöld. Höfðu þá staö- ið um það umræður í 2 daga og hörðnuðu þær alt af eftir því sem á leið. Peir sem helzt veittust að stjórninni fyrir fram- komu hennar í málinu, voru Jakob Möller, Jón Baldvinsson og Magnús Torfason. En svo fóru leikar, að felt var með 14; atkv. gegn 14 að skipa rann- sóknarnefndina. ^DagBíaö. {Arni Óla. G. Kr. Guömundssoo* Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaöverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánnði. Símfregn frá Hornafirði Undanfarna daga hefir verið ágætur afli á Hornafirði. Er þar stöðug loðnuveiði í firðinum, og er það mjög mikið hagræði, bæði fiskisæl beita og dregur úr kostnaði þegar síld er eins dýr og nú er. Stunda nú 17 bátar veiðar þaðan með lfnu. Borgin. Sjárarföll. Síðdegisháflæður kl. 5,32. Ardegisháflæður kl. 5,50 í fyrra- málið. Nseturláiknir er í nótt Ólafur Gunnarsson, Laugaveg 16. Sími 272. Næturvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Frost var í morgun um alt land, 1—4 stig, og norðanátt alls staðar. Á ísafirði dálítil snjókoma. Sama veðurlag fraraundan. Höfnin. Mórg skip hafa koraið hingað siðustu dagana og verða sum þeirra að bíða eftir afgreiðslu vegna þrengsla á höfninni. Grado, kolaskip til Timbur- og kolaversl., kom hingað á sunnud. Tveir franskir botnvörpungar, La Champagne og Bois-Rose, hafa komið hingað til að fá sér kol. Cape St. Vincent, enskur botn- vörpungur, kom hingað i fyrradag með veikan mann. Pessir ísl. botnvörpungar hafa komið: Tryggvi gamli með 86 tn., Apríl 60 tn., Ása 87 tn., Draupnir 78 tn., Egill Skallagrímsson 93 tn., Jón for- seti 62 tn., Njörður 92 tn. og Karls- efni 70 tn. Sá síðastnefndi kom inn vegna bilunar á gáiga. Gulltoppur kom í morgun meö um 80 tn. lifrar. Pilskipin hafa einnig komið inn þessa dagana: NYJA BIO Ást og æfintýr. Ljómandi fallegur sjón- leikur í 5 þáttum eftir Gustav Molander Aðalhlutverk leika: Vera Schmitterlöv og Nils Ahren Pessi skemtilega mynd verður sýnd í sfðasta sinn í kvöld kl. 9. Sonur Tarzans 4. og síðasti partur sýndur á morgun kl. 9. Barnasýning sama kvöld kl. 6. I Keflavíkin með rúm 8 þús. fiska, Seagull með 7.500 og Hákon með nálægt 6 þús. fsfirzku bátarnir hafa margir koroið hingað inn þessa dagana og hafa flestir þeirra fiskað allvel. Hæstur er Gissur hvíti með 41 þús- und pund, næstur er Bifröst meá 22 þúsund, Kveldúlfur með 21 þú'-- und, Sóley með 181!? þús.; Snarfari, Percie, Kári og Gylfi allir með nokkru minna, niður í 10 þús. pund. Hafa þeir flskað þetta í 2—5 lögnum. Sæsíminn. Eins og menn vita hefir hann verið bilaður, >en liann komst aftur í lag nú um helgina. Gestir í hænum. Magnús Gisla- son, sýslumaður á Eskifirði, Stein- grímur Matthíasson læknir á Akur- eyri. íslenzk krónn hækkar. Gengi er- lendrar myntar er nú skráð í bönkum hér: Sterl. pd.............. 27,15 Danskar kr............ 102,92 Norskar kr............. 88,20 Sænskar kr........... 153,25 Doliar kr.............. 5,69 Mnðnr slnsaðist í þvottahúsinu Mjallhvít fyrir skemstu. Varð hann með hendi milli valta í þvottavind- unni og marðist mikiö. i

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.