Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Rowlinson lávarður dáinn. Rowlinson lávarður, yfirhers- höfðingi Breta í Indlandi, er nýlega látinn. Var hann skor- inn upp við innvortis mein- semd, en þoldi ekki uppskurð- inn. _ Rowlinson lávarður er hér mörgum kunnur, þeim er fylgd- ust með því, er gerðist f stríð- inu mikla, því að það var hann, sem fyrst var sendur til Belgiu, og árið 1918 barðist hann hjá Neuve Chapelle og i júlímánuði 1916 hafði hann herforystu hjá Somme, þegar sókn þjóðverja var brotin á bak aftur. Það var lika hann, sem vann sigurinn hjá Amiens 8. águst, þann sig- ur, sem sagt er að Ludendorff bafi sagt um, að eftir það ætti Þjóðverjar sér engrar viðreisn- ar von. Rowlinson var f stríðinu þang- að til er því lauk,- Síðan var hann sendur í hina frægu her- för bandamanna til Rússlands, en árið 1920 var hann gerður að yfirhershöfðingja Breta í Indlandi. Til virðingar víð hann og þar starf, er hann hafði af hendi leyst, var lik hans flutt til Englands. Tilraunabú. Um smábýlabúskap hefir mik- ið verið rætt núna undanfarið og telja margir mikla nauðsyn á að smábýlum sé komið upp sem víðast, sérstaklega í grend við kaupstaðina. Meðal annara eru jafnaðarmenn þessu mjög fylgj- andi og leggja áherzlu á, að sem flest smábýli komist upp á sem styztum tíma. Vilja þeir láta skifta stórum jörðum í smá- býli og taka landið eignarnámi ef ekki næst samkomulag við hlutaðeigendur. Þingmaður þeirra hefir nú tekið málið að sér og flytur hann tiilögu um að Ræktunar- sjóður íslands láni 400 þúsund krónur til stofnunar fjögra ný- býla sitt í hverjum landsfjórð- ungi. Ekki er getið um hve býl- in eiga að vera stór. Auðvitað er ætlast til að þetta verði eins- konar tilraunabú eins og smá- býli eru í raun og veru, en að sjálfsögðu vakir eitthvað stórt fyrir þingm. eftir upphæðinni að dæma. Scapa Flow. Eins og menn muna, áttu Þjóðverjar að afhenda flota sinn, samkvæmt friðarsamningunum, í hendur Englendinga, og stað- urinn, sem til þess var valinn, var Scapa Flow í Orkneyjum. Flotinn sigldi þangað hinn þýzki; en er bandamenn ætluðu að grípa gæsina, gaf formaður flotans skipun um það að sprengja öll skipin í loft upp. Var þessu hlýtt, enda var þeim sökt þar öllum saman. Nú hafa Englendingar gert tilraunir um það að ná skipun- um upp aftur, og hefir gengið sú saga staflaust utn England, að í skipum þeim, er bjargað varð, hafi fundist lík 5 Þjóð- verja, er fórnuðu sér svo fyrir ættland sitt, að þeir kusu held- ur dauða, en lifa við skömm, eins og sagt var áður. Hörð orð. í Morgunblaðinu 15. þ. mán. birtist ritstjórnargrein um kjöt- tollsmálið og skýrslu Sveins Björnssonar, er áður hefir verið getið bjer f blaðinu. í þessari grein segir svo: Peir sem séð hafa rakka, sem kominn er á ókunnugt heimili til þess að stela, en suo er komið að honum, þeir geta imyndað sjer hvernig þeim hefir verið inn- anbrjósts, Tryggva og Jónasi, þegar þeir sáu s> ýrsluna um kjöttollsmálið Hvilik sneypa! Að sjálfsögðu munu þeir menn, er fyrir þessari hnútu verða, kasta henni aftur. ÍDagðíað. Arni Óla. Ritstjórn: g. Kr. Guömundssom Afgreiðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Simi 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Ilöddin úr tnrninnm. Sjónleikur í 7 þáttum, tekinn á kvikmynd af ameríska félaginu First National. Aðalhlutverkið leikur: Norraa Talraadge. Sýning í kvöld kl. 9. Borgin. Sjávarföll. Háflæður eru kl. 1,15 í dag og kl. 2 í nótt. Nætnrlæknir er í nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Nætnrvörðnr er í Laugavegs Apóteki. Anstanpóstur fer héðan á morgun.- Esja fer héðan vestur og norður um land á morgun. Petta ár fer skipið ekki til Hvammsfjarðar (Búð- ardals), en pangað fer ms. Svanur í hverri ferð, og að þessu sinni verð- ur hann samtimis Esju í Stykkis- hólmi á leið til Búðardals. Es. Sigvald, sem hingað kom með' salt til S. í. S. o. fl., fór til Stykkis- hólms i gærkvöldi. Farþegi meö skipinu var Ágúst Þórarinsson verslunarstjóri. Donro, aukaskip Sameinaðafélags- ins, kom í gærkvöldi. Katrfn Thoroddsen læknir í Flatey er nýkomin til bæjarins. 1 gœr komu af veiðum: Njörður með um 90 tn., Draupnir með 64 tn. og Clementina með 129 tn. lifrar. Snðnrland kom frá Borgarnesi í gær. Ágúst Plygenring alþingism. er sextugur í dag.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.