Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.04.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 17. apríl 1925. ^agBíaé I. árgangur. 63 íölublað. KOMIÐ hefir fram till. í þing- inu um það að fresta veit- ingu ýmsra embætta, ef þau skyldi losna. Hvað sem um tillögu þessa verður, þá er húa þó orð í tíma talað. Ræð- ur þar ekki um Framsóknar-, íhalds- né Sjálfstæðishugur, þvi að þetta er fyrsta viðleitnin, sem nú hefir verið reynd lengi, að draga saman og draga úr þeim ógurlega kostnaði, sem embættaskipun veldur. Má jafn- vel segja, að sum embætti, sem þar um ræðir, sé litt þörf og önnur mætti draga saman. En hvað sem um það er, þá vekur þetta til umhugsunar um hitt, hvort ekki megi fækka að stórum mun embættismönnum bæjárins. Er það margra manna mál, þeirra er vel til þekkja, að alt of margir fastir starfsmenn sé á vegum bæjarins. Enda sést á bæjarreikningunum, að það er ekkert smáræði, sem fer í allskonar starfsemi. Og þetta eykst og margfaldast ár frá ári. Von er nú, að slíkur kostn- aður fari vaxandi, jafnframt því sem bærinn stækkar. En hitt er mjög mikið efamál, hve nyt- söm eru sum þau embælti, sem hér hafa verið stofnuð á siðari árum. Hér er alt að kafna f skriffinsku og margfaldur kostn- aður við ýms störf á móts við það, sem vera þyrfti. Mætti sennilega sameina ýmis- leg störf í þágu bæjarins, hon- um að skaðlausu, svo sem inn- heimtustörf o. fl. einnig fella öiður önnur miður nauðsynleg embætti. Gjaldábyrðin eykst á Uverju ári, og nú að stórum >Uun, og altaf fjölgar starfsfólki bsejarins. Vænti ég svo góðs til bæjar- ftdltnía og borgarstjóra, að þeir *aki mál þelta til rækilegrar yftrvegunar hið allra fyrsta, og ao nákvæmlega verði athugað nvað ýms störf, sem bærinn lauöar, eru honum þörf, og hvort það svarar kostnaði að halda þeim við. Aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík hefir nu farið fram, eins og Dagblaðið gat um í gær. Einni miljón og átta hundruð þúsund krónum nema útsvörin í ár og er það nær þriðjungi meira en árið sem leið. Hér skulu taldir hæztu gjáldendurnir, þar sem upphæðin nemur 5 þús. krónum, eða meira. Hæztir gjaldendur eru hf. Kveldúlfur með 125000 og hf. Alliance með 65000. Þá koma: 40000 hf. Island. 35000 H. P. Duus og hf. Sleipnir. 30000 Bræðurnir Proppé. 28000 Geir og Th. Thorstein- son. x 25000 Geo Copland & Co og hf. Hængur (Baldur). 21000 hf. Defensor. 20000 Jensen Bjerg kaupmað- ur og Lárus G. Lúðvígsson skó- verslun. 18000 hf. Njáll (Hilmir). 16000 hf. Otur. 15000 hf. Hrönn (Geir) og Egill Jacobsen kaupm. 14000 hf. Njörður og Jes Zimsen kaupm. 13000 Haraldur Árnason kaup- maður og frú Kristjana Thor- steinsson. 12000 Jón Björnsson kaupm. og P. Sch. Thorsteinsson lyfsali. 10000 hf. Ari Fróði og hf. Draupnir. 9000 Ásgeir Sigurðsson kaupm. 8000 hf. C. Höepfner, O. Johnson & Kaaber og Stefán Thorarensen lyfsali. 7500 Smjörlíkisgerðin hf. og Steindór Einarsson, Ráðagerði. 7000 O. Ellingsen kaupm, Guðm. Jónsson skipstjóri og Mart. Einarsson kaupm. 6000 Jón Porláksson ráðherra og hf. Völundur. 5500 Brauns verslun og Kol- beinn Sigurðsson skipstjóri. 5000 Smjörlikisgerðin Ásgarð- ur, Hrogn & Lýsi, hf. Hamar, Sjóvátryggingafélag íslands, hf. Kol & Salt, Veiðarfæraversl. Geysir, Thor Jensen kaupm. og skipstjórarnir Guðm. Guðmunds- son frá Nesi, Guðm. Markússon og Karl Guðmundsson. SjÉrasamlap Reykjavíkur. Á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöldi voru til umræðu reikn- ingar Samlagsins. Var það upp- lýst meðal annars: 1. Að lala meðlima er um 2000. , 2. Að sjúkrahjálpar hefði notið árið sem leið 125. 3. Meðul voru keypt á árinu fyrir um 15 þús. kr. 4. Til læknishjálpar var varið 32 þús. kr. Ýmsum fulltrúum þóttu upp- hæðir þessar geypiháar. Þannig hafði einn læknirinn fengið nær 6 þús. kr. fyrir læknisaðstoð. Var álitið, að fyrirkomulaginu þyrfti að breyta, og vildu sumir að ráðinn yrði fastur læknir fyrir Samlagið. Kvað borgar- stjóri þetta hafa verið í ráði fyr, en sætt mótmælum af hálfu lækna. Ekki kannaðist Gunnl. Claessen við, að slík mótmæli hefðu fram komið. Urðu þeir, sem töluðu, á eitt sáttir um það, að sennilega hefði mátt komast af með minna en 47 þús. kr., eða 300 kr. á hvern sjúkling til meðala og læknis- hjálpar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.