Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 23.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ eru uppkomin í Ameríku, en dóttir hans Guðrún á heima hjer í Reykjavik og rekur hér verslun eins og kunnugt er. Það sem hér er sagt um Pét- ur, er að mestu eftir Óðni í des. 1910. Þar er líka glögg frásögn um mannskaðann á Mosfells- heiði. 14 voru þeir sjóróðra- mennirnir, er lögðu vestur yfir Mosfellsheiði, 8 náðu bygð, en 6 urðu úti. Þeir, sem af komust, náðu Bringum í Mosfellssveit og voru þaðan fluttir til Reykjavíkur. Voru flestir svo skaðkalnir, að þeir gátu ekki riðið öðruvísi en í söðlum. Pétur lá rúmfastur í 18 vikur, misti allar tær af báðum fótum og var líka mikið kalinn á höndum og úlfliðum. Víðavangshlaup verður háð hér í dag, eins og að undanförnu, og eins og áður hefst það á Austurvelli og verð- ur hlaupið sömu leið og áður og lýkur hlaupinu i Austurstræti. Keppendur verða 26 og eru frá 3 félögum, Ármann, Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur og íþróttafélagi Kjósarsýslu. Keppa félög þessi um bikar þann,' er Pétur Hjaltested úrsmiður hefir gefið, en auk þess verða þrenn verðlaun veitt þeim þremur mönnum er fljótastir verða. Keppendaskrá verður seld á götum bæjarins í dag áður en hlaupið hefst. Keisarasknrð gerði Páll Kolka læknir í Vest- mannaeyjum nýlega og er talið að hann sé fimti læknirinn á íslandi, sem ræðst í það þrek- virki. Hinir eru Matth. Einars- son, Steingrímur Matthíasson, Guðm. Magnússon og Guðm. Thoroddsen. — Síðan í vetur hefir Páll Kolka gert margar vandasamar skurðlækningar, svo sem sullskurð, tekið úr mönn- um botnlanga, tekið auga úr manni og gert við bæklaðan fót á barni. Símíreg’n. Símað er frá Hólum í Horna- firði í gær: Tíð og skepnuhöld góð. Öllum fénaði slept. Land- burður af fiski undaníarið og á land komin um 1600 skp. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður eru í dag kl. 5,43. Árdegisháflæður kl. 6 í fyrramálið. Nætnrlæknir er i nótt Ólafur Gunnarsson, Laugaveg 16. Sími 272: Nætnrvörðar er í Reykjavíkur .Apóteki. Slessnr í dng. Dómkirkjan kl. 6 síra Friðrik Friðriksson. Fríkirkjan kl. 6 síra Árni Sigurðsson. 2000. fnndinn hélt stúkan Eining- in í gærkveldi. Var þar márgt manna samankomið og glatt á hjalla. Dagbiaðið kemur ekki út á morg- un vegna þess að frídagur prentara er í dag og þvi ekki unnið í prent- smiðjunni. Hávarðnr ísflrðingur kom til Við- eyjar í gær eftir 13 daga útivist. Merenr fer hcðan í dag kl 6. Henry Pord sagöi 1003. »Ég vil búa til bíl sem allur fjöldinn getur eignast. Hann verður að vera svo stór að bann rúmi fjölskylduna, en þó ekki stærri en svo, að hann sé eins- manns meðfæri. Hann verður að vera svo léttur og einfaldur, sem frekast er hægt að hafa bil. Hann verður að vera úr bezta fáanlegu efni, og unnið að hon- um með fullkomnustu vinnu- tækjum og krafti sem komandi timi hefir best á að skipa, Og gerð hans frá »teknisku« sjón- armiði sú fullkomnasta og ör- uggasta sem nútimans verkfræð- ingar geta bezt gert. Hann verð- ur jafnframt að vera svo ódýr að fátækustu fátæklingar geti eignast hann«. Hefði Forð sagt þetta 1925 mundi hann hafa HÞagBlað. Ritstjórn: Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Leynilðgreglumaðarinn Maciste. Afar spennandi sjónleikur í 5 þáttum leikinn af kappanum Maciste, sem sýnir í mynd þessari meira en nokkru sinni áður þau Grettislök, sem enginn getur leikið eftir. Sýning kl. 6, 71/2 °8 9. Börn fá aðgang að sýn- ingunni kl. 6. sagt: svo fáfækustu héðnar gætu eignast hann svo þeir gætu keyrt hlið við »burgeisa«, héðnar sem annars yrðu að fara gangandi á sunnudögum gætu eignast hann og með því létt mjög af útgjöldum bæjarfé- laga, eins áhyggjum af heilum hinna umhyggjusömu nútíman& bæjarfulltrúa. Gömnl hjón. I héraðinu Kent í Englandi búa hjón, sem heita Taylor. Bóndinn varð 101 árs hinn 9. þ. mán. en konan átti 100 ára afmæli í ágúst s. 1. Karlinn er enn hinn ernasti og gengur stundum 3—4 enskar mílur á dag sér til skemtunar, reykir talsvert mikið og drekkur bjór daglega. Konan hefir ekki haft útivist 1 eitt eða tvö ár, en hún er þó svo ern enn, að hún getur prjónað og lesið á bók gleraugnalaust. Þau hjón hafa verið gift í 64 ár og eiga þrjú börn, dóttnr sem er 59 ára, son sem er 61 og annan sem er 63 ára.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.