Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 23.04.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 23. april 1925. ÍÞagBlaé I. árgangur. 68. tölublað. \TÚ er vetur úr bæ, og sumri \ er fagnað. Hefir sumardag- urinn fyrsti lengi verið há- tíðlegur haldinn hér á landi, en sá siður mun óvíða þekkjast annars staðar. Hver er þa á- stæðan til þess, að hann er há- tíðlegur haldinn hér fremur en í öðrum löndum? Sú ástæða er auðsæ. íslendingar hafa alla jafna átt í harðri baráttu við ómilda veðráttu. Eini bjargræð- istími þeirra var um langt ára- skeið hásumarið, og á þeim hey- afla, er þeir náðu þá, bygðist öll velmegun þeirra. En oftast fór svo, að sá bjargræðisfengur reyndist ónógur og að til vand- ræða horfði, þegar á leið vetur. Skepnufellir var tíður og bjarg- arskortur í búi, því að skipa- ferðir milli íslands og útlanda voru þá ekki allan árshringinn eins og nú. Var því sízt að undra, að menn þráðu sumarið og fögnuðu því, þegar það átti að hefjast samkvæmt almanak- inu — enda þótt sumarið yrði oft og tíðum á eftir áætlun. Miklar og margvíslegar breyt- ingar hafa orðið hér á landi á síðari árum. Nú er hábjarg- ræðistími þjóðarinnar ekki á sumrin, heldur á veturna. En þetta megnar ekki að draga úr sumarþrá manna, og svo segir skáldið: Sumarhug og sumarþrá sumar vakna lætur, sumar í auga, sumar á brá, sumar við bjartarætur. Enn fögnum vér sumri, og mun sá siður vonandi eigi hverfa á næstu öldum, því að hann er bæði fagur og þjóðlegur. Og enda þótt vertíðir taki nú fram heyönnum sem bjargræðis- tími, á þjóðin þó jafnan aðal- hagsæld sína undir sumrinu, bæði til lands og sjávar. t IPétur Einarsson, síðast bóndi að Felli í Biskups- tungum, lézt hér í bænúm á fimtu- dag á heimili dóttur sinnar, Guð- rúnar Jónasson, í hárri elli, eins og Dagblaðið skýrði frá áður. Hann var sá siðasti, er eftir lifði þeirra 14 manna, sem lágu úti á Mosfellsheiði hríðarnóttina milli 7. og 8. marz 1857. Fer hér á eftir stutt æfiágrip þessa merka manns: Pétur er fæddur i Reykjavík 7. maí 1832. Voru foreldrar hans Einar Jónasson verslunar- stjóri og Margrét Höskuldsdóttir. Þriggja ára misti hann föður sinn. Giftist móðir hans þá aft- ur og fiuttist með manni sinum að Koilafirði og síðan að Esju- bergi. Var Pétur hjá móður sinni og stjúpa, þar til hann var 10 ára gamall. Fluttist hann þá að Múla í Biskupstungum, til Egils Pálssonar er þar bjó lengi og hjá honum var hann í samfieytt 16 ár, eða þar til hann var 26 ára gamall. Fór hann þá að Auðsholti í sömu sveit og kvæntist þar Iielgu Eyjólfsdótt- ur; var það rúmu ári eftir að hann komst á fætur úr kal-leg- unni miklu. Er hann hafði bú- ið í Auðsholti eitt ár, misti hann konu sina; mun sá missir hafa fengið mjög á hann, því sam- búð þeirra hjóna hafði verið hin ástúðlegasta. Prem árum síðar kvæntist hann í annað sinn og gekk að eiga Höllu Magnúsdóttur frá Bráðræði. Fluttist hann þá að Árhrauni á Skeiðum og bjó þar í 6 ár, fluttist siðan að Felli í Biskupstungum og bjó þar í 18 ár. Árjð 1886 seldi hann bú sitt á Felli og fór til Ameríku ásamt konu sinni og börnum. Var hann í Ameriku undir 20 ár og úndi hag sinum þar all- vel. Siðasta árið sem hann var þar vestra misti hann seinni konu sína, festi hann þá ekki 'lengur þar yndi og kaus því helzt að hverfa heim aftur, vorið 1904, og hefir hann verið hjer í Reykjavík síðan. Pjetur eignaðist 12 börn og eru flest þeirra látin. Nokkur

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.