Dagblað - 07.05.1925, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐ
lýsti ítarlega þeim ósýnilegu
lækningum, sem kona sú hefði
orðið aðnjótandi sem hér ætti
hlut að máli. Hefði hún fallið í
stjarfaástand (trance) og fundið
að um hana hafi verið farið
höndum og hún læknuð. Las
ræðumaður upp vottorð fjögra
manna um ástand konunnar
meðan á lækningunni stóð, eitt
frá henni sjálfri annað frá
manni hennar og tvö frá öðrum
viðstöddum.
far kom einnig fram, að önn-
ur kona, Guðrún að nafni, hafði
hlotið bráða lækningu með und-
ursamlegum hætti. Hafði hún
verið veik 1 fæti og gengið við
hækjur, en nú gengur hún staf-
laus um og kennir sér hvergi
meins. Lækning þessi hafði átt
sér stað fyrir milligöngu þessar-
ar sömu ósýnilegu veru, sem
kallaði sig Friðrik, og hafði
hann tekið því fram, að ekki
mætti jafnframt leita jarðneskr-
ar læknisaðstoðar.
Kristján Linnet sýslumaður
sagði frá sinni reynslu í þessum
efnum, og því sem hann hefði
fræðst um slíkar lækningar.
Að lokum talaði Páll Kolka
læknir og kom fram með þá
fyrirspurn, hvort þeir, er á slik-
ar lækningar tryðu, vildu taka á
sig þá ábyrgð, að leita ekki
læknis er um alvarlegan sjúk-
dóm væri að ræða.
Fór fundurinn hið bezta fram
og var troðfult hús, en ekki er
þess getið, hvort allir viðstaddir
hafi farið sannfærðir um sann-
leiksgildi þessara merkilegu
lækninga.
Ping’tíðindi.
Einkasala á áfengi.
Meiri hl. fjárhagsnefndar Nd.
kemur með eftirfarandi álit um
frnmv,:
Nefndin hefir athugað mál
þettg vandlega og rætt það á
mörgum fundum, og hefir meiri
hluti nefndarinnar komist að
þeirri niðurstöðu, að ekki sé
rétt að gera það að lögum.
Það virðast vera allar horfur
á því, að tóbakseinkasala ríkis-
ins verði lögð niður frá næstu
áramótum. Eru því enn meiri
líkur til þess nú, að samkomu-
lag náist um að sameina vín-
einkasöluna og landsverslun en
í fyrra, er það var felt í efri
deild. Sér meiri hlutinn því
ekki tii neins að brydda upp á
því nú.
Á öllum vínanda, sem til
landsins er fluttur, er nú þegar
mjög hár tollur, að gengisvið-
auka meðtöldum, kr. 6,25 á
lítra; virðist meiri hlutanum,
með tilliti til þess, að mjög
mikið af þessum vínanda er
notað til lyfjatilbúnings og ann-
ara nauðsynja, ekki á það bæt-
andi. Nefndin hefir aflað sér
upplýsinga um það, hver áhrif
sú verðhækkun á vínanda, sem
af frv. leiddi, ef það yrði að
lögum, mundi bafa á verðlag
lyfja þeirra, sem vínandi ef
notaður í, og komist að raun
um það, að verð slíkra lyfja
mundi þá hækka um alt að
40o/o. Hins vegar hefir nefndin
ekki getað fundið ráð til þess
að greina í þessu efni á milli
vínanda til lyfjatilbúnings og til
annarar notkunar. En þó að
vafalaust sé um allmikla mis-
notkun fyfjaáfengis að ræða,
telur meiri hluti nefndarinnar
ekki fært að stofna til svo stór-
feldrar verðhækkunar á nauð-
synlegum lyfjum, þó að með
því mætti takast að hamla að
einhverju leyti þessari misnotk-
un, og jafnframt afla rfkissjóði
nokkurra tekna. Til þess að
hamla misnotkun lyfjaáfengis
mundi líka vafalaust vænlegra
til góðs árangurs að setja strang-
ari reglur um áfengislyfsöluna.
Pví til stuðnings má benda á
það, að á þann hátt hefir Norð-
mönnum tekist að draga stór-
kostlega úr áfengissölu lyfja-
búðanna.
Sveinn Ólafsson kemur með
annað álit.
Edinborg er nú risin úr rústum
og er nærri fullgerð að utan. Húsið
er 32 metrar á lengd og 11 á breidd,
og 3 hæðir yfir kjallara. Á neöstu
hæðinni verða eingöngu búðir, en
skrifstofur á efri hæðunum. Verður
húsið eitt af peim myndarlegustu í
bænum.
^DagBíaé.
I Arni Óla.
Ritstjórn: | g. Kr. Guðmundsson.
Afgreiðsla t Lækjartorg 2.
skrifstofa J Sími 744.
Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd.
Prentsmiðjan Gutenberg hf.
Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm.
Blaðverð: 10 aura eint.
Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði.
cTSona
gullgrqfarans.
Sjónleikur í 6 þáttum. —
Aðalhlutverk leikur:
Pauline Frederick,
sem ílestum mun minnis-
stæð úr myndinni Frú X,
er sýnd var hér fyrir
nokkru. Leikur hennar er
svo snildarlegur, að fáar
leikkonur komast lengra í
leiklist.
Sýning kl. 9.
Barnaglerangn hafa tapast.
E. Cortes, Bragagötu 23.
Borgin.
Sjávarföll. Síðdegisháflæður eru
kl. 4,40 í dag. Ardegisháflæður eru kl.
5 í fyrra málið.
Nætnrlæknir i nótt er Gunn-
laugur Einarsson Stýrimannastig 7.
Simi 1693.
Nætnrvörðnr er í Reykjavíkur-
Apóteki.
Mercur fer héðan í kvöld áleiðis
til Bergen um Vestmannaeyjar.
Ólall Sveinssyni frá Sandi, hefir
verið veitt vitavarðarstaðan á
Reykjanesi í stað Vigfúsar Sigurðs-
sonar Grænlandsfara, sem sagt
hafði þeirri stöðu lausri.
Botnvörpnngarnir. Af veiðum
komu í morgun Apríl með 90 tn.,
Ása með 117 tn. og íslendingurinn,
Á Strandakirkjn er stöðugt verið
að heita og virðist það bera góðan
árangur eftir upphæðum peim að
dæma, sem taldar eru í Vísi svo
að segja daglega. — En mundi ekki
vera eins gott að heita á eitthvað