Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 07.05.1925, Qupperneq 3

Dagblað - 07.05.1925, Qupperneq 3
DAGBLAÐ 3 Handavinna barnaskólabarnanna verður til sýnis í skólanum, föstudag og laug- ardag 8. og 9. mai, kl. 3—7 e. m., og sunnud. 10. maí kl. 1—6. Sigurður Jónsson. annað, sem meiri þörf hefði fyrir ijárstyrk t. d. Elliheimilið, Hall- grímskirkju, eða jafnvel einstaka menn? Áheit á Strandakirkju er orðið að einskonar hefð og er ástæða til að benda á, að þeim peningum sem henni berast nú daglega væri senni- lega betur varið til annars. Merlazzo, ítalskur botnvörpungur, kom hingað inn í gær með bilaða skrúfu. Bæjarstjórnarfnndiir er í kvöld og eru 13 mál á dagskrá, Iðnskólannm var sagt upp 30. apríl. 94 nemendur voru í bonum í vetur og tóku 11 þeirra burtfararpróf. Eru þeir þessir. Gísli Guðmundsson, jársmiður. Guðmundur Benediktsson, hús- gagnásmiður. Hafliði Jóhannsson, trésmiður. Jónas Sólmundsson, húsgagna- smiður. Júlíus Árnason, trésmiður. Kristján K. Kristjánsson, prentari. Kristján Fr. Sigurjónsson, járn- smiður. Magnús Óskar Magnússon, bók- bindari. Magnús Kr. Mölier málari. Óskar Jóhannsson málari. Ragnar Bjarnason, bókbindari. , , i Verslnn Ólafs Áraundasonar er nú flutt af Laugaveg 24 á Grettisgötu 38 (hús Sig. Björnssonar bruna- málastjóra). Eru húsakynni hin beztu, í nýja staðnum.; Hver yíII aðstoða oss? í minningu þess að 30 ár eru liðin síðan Hjálpræðisherinn hóf starf sitt hér í Reykjavík, selj- um vér lítið afmælismerki hér á götunum þann 11. og 12. maí næstkomandi. Árangurinn af blómadegi vor- um hér árið 1921 var ágætur, og án efa heflr það ekki sízt verið þvi að þakka, hve vel margir borgarar þessa bœjar og börn þeirra, aðsloðuðu oss þá við blómasöluna. Vér vonum að Reykvíkingar veiti oss samskonar aðstoð nú, og biðjum því hér með alla þá, sem kynnu að vilja aðstoða oss við blómasöluna þ. 11. og 12. maí p. k., að gera oss aðvart sem allra fyrst. Það er tilætlun vor að öllum þeim, sem vilja aðstoða oss við söluna, verði afhent blómin (merkin) á skrif- stofu Hjálpræðishersins sunnu- daginn þ. 10. maí klukkan 3—6 síðdegis. Salan hefst að morgni þess 11. maí og endar að kvöldi þess 12. — á þriðjudag. Minn- ist þess, að þér getið stutt gott málefni með nokkurra stunda vinnu. Virðingarfylst Kristian Johnsen, flokkstj. Hjálræðishersins í Rvík. Sonnr járnbrantakéngstns. ham, snerust hótanir hans í hátiðlegan fagnað- arsöng. Hann fylgdi þeim trúlega eftir og full- yrti að hann skyldi aldrei við hetju sína aftur skiljast, hvert sem leið hans lægi, jafnvel þótt hann ætti að fara inn í heimkynni manndjöfla þeirra, sem ímyndun hans hafði umskapað á herfilegasta hátt. Kirk lét í ljósi þakklæti sitt við Cortlandts- ' hjónin, og dásamaði á hve hentugum tíma þau hefði komið, en Cortlandt greip fram í fyrir honum og mælti hjartanlegar en honum var lagið: — Kona mín hefir sagt mér alt af létta um yður, Anthony, og mér væri kært, að þér væruð gestur minn meðan þér dveljíð í Panama og þangað til þér fáið fregnir frá föður yðar. Kirk mintist á símskeytið, er komið hafði honum á kaldan klaka í Panama og verið óbein orsök þess að hann hafði misboðið virðingu Ramón Alfarez og brotið í bág við spönsk lög, en Cortlandt svaraði: — Þetta lagast altsaman, föður yðar hefir ekki skilist hvernig málið horfir við, það er al- veg víst. Nú vil ég gefa yður það ráð, að setjast niður eins og ráðsettur maður og skýra honum frá öllu. Meðan á þessu stendur væri okkur að skapi að hafa yður sem gest okkar á hótel Tivoli. Kirk veitti því eftirtekt að frú Cortlandt sam- þykti heimboð manns sins með hlýju augna- ráði, enda tók hann boðinu feginsamlega um leið og hann mælti: — Þetta er fyrsta sinn í lífi mínu, sem á móti blæs, og veit ég tæplega hvernig ég á að snúa mér í þessu. Lestin fjögur þrjátíu og fimm er farin, svo við verðum að fara á sama hátt og við komum, sagði Cortlandt. Mér er áríðandi að stanza í Gatun í verslunarerindum, og ef þið hafið ekki á móti svo sem hálftima töf, þá stanza ég. Kirk kvaðst fyrir sitt leyti vera • samþykkur sérhverri ákvörðun sem bjargvættir hans læki og héldu þau nú þrjú til brautarstöðvarinnar. En hér var enn annar þröskuldur í vegi. Um leið og þau stigu upp í bifreið Jolsons ofursta gerðist Allan svo djarfur að krefjast þess að fá að fylgjast með þeim. Hann bar sig svo ein- kennilega er hann krafðist þess, að frú Cortlandt komst við og sagði: — Fyrir alla muni leyfið þið drengnum að vera með. Að svo mæltu settist Jamaíkadrengurinn á vagnþrepið með hattinn í hendinni og leit flótta- legum bænaraugum á hetju sina og skein það út úr gljáandi andliti hans, að hann var við því búinn að hlæja er Kirk liti til hans.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.