Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 08.05.1925, Blaðsíða 2
t 2 um leyfi til að byggja véla- og íbúðarhús á lóðinni nr. 8 við Frakkastíg. Hafði Bogi í hyggju að reisa þar tóvinnuvélahús á baklóðinni, en íbúðarhús við götuna, og hefir hann fyrir nokkru byrjað á undirbúningi verksins. Barnavinafél. »Snmarg,jöf« hafði farið fram á, að fá land það til afnota til garðyrkju, sem það hafði haft siðastliðið sumar og að bærinn legði til vírnets- girðingu um landið. Ennfremur að krani yrði settur á vatns- leiðsluna, við Laufásveg. Var þessi beiðni samþyst. Hreinsnnargjöld. Nokkrir húseigendur, sem búa utan við það svæði, sem bærinn lætur framkvæma hreinsun á, hafa farið fram á ívilnun á húsagjaldi. Veganefnd hafði lagt til að þessum mönnum væri ivilnað um 30o/o af húsagjaldinu og telst til að það svari til þess sem hreinsun á hreinsunarsvæð- inu kostar. Var þetta samþykt með þeirri breytingu frá fjár- hagsn. að aðeins verðí veitt 20o/o ívilnun fyrir þau hús sem hafa vatnsalerni. HúsaleigDlöglo. Bæjarstjórninni hafði borist bréf frá allsherjarnefnd Nd. Al- þingis, þar sem hún óskaði um- sagnar hennar um frumvarp til laga um húsaleigu í Reykjavik, sem komið hefir fram í þinginu (Þingskj. 356). Hafði húsnæðis- nefndin haft þetta bréf til at- hugunar, og lagði hún til, að bæjarstjórnin samþykti svohlj. ályktun: »Með lögum nr. 50, 27. júní 1921 var bæjarstjórninni gefið vald til að setja reglugerð um húsnæði í Reykjavík með sam- þykki ráðuneytisins. Með slíkri reglugerð verða húsaleigulögin numin úr gildi, eins og líka má fella þau úr gildi með konung- legri tilskipun. Með þessum lög- um er viðurkent, að bæjarstjórn eigi að ráða fram úr húsnæðis- málinu án ihlutunar Alþingis. Þegar lögin voru sett, voru allir sammála um, að bæjarstjórnin hefði beztu skilyrði til að ráða vel fram úr vandamálum þeim, sem stata af húsnæðisskorti í bænum. DAGB LAÐ Aðstaða bæjarstjórnar hefir ekki breyzt í þessu efni, og mót- mælir bæjarstjórnin þess vegna, að Alþingi taki fram fyrir hend- ur hennar og afnemi nú húsa- leigulögin og heimildina fyrir bæjarstjórn til að setja reglu- gerð, er tryggi bæjarbúum af- not húsnæðis í bænum og um annað, er að húsnæði lýtur? Var þessi ályktun samþ. eftir nokkrar umræður. (Frh.) Ping-tíðindi. Efri ðeild, Þrenn lög voru afgr. í fyrrad. 1. Um breyting á lögum um lífeyrissjóð. 2. Um samþykt á landsreikn- ingum 1923. 3. Fjáraukalög 1923. Bannlagabreytingin. Frv. var sþ. óbreytt og vísað til 3. umr. Útvarp. Frv. um sérleyfi til útvarps vísað til allshn. og 2. umr. Seðlaútgáfan. Frv. vísað til 2. umr. Landhelgisgæzlan. Ein umr. ákveðin um till. um landhelgisgæzlu. Út af dagskrá var tekið frv. um innheimtu gjalda af erl. fiskiskipum. Nedri dpild. Aðeins eitt mál var afgr. í Nd. í fyrrad., sem sé frv. um Gengisskráning. Voru mjög skiftar skoðanir um verksvið gengisnefndarinnar og starf hennar. Brtt. sú, er fram hafði komið frá 6 þingm. um að bæta við í nefndina tveim fulltrúum frá atvinnurek- endum, var sþ. með þeirri við- aukatill. frá fjíin. að þeir hafi ekki atkvæðisrétt um gengis- skráninguna. Till. kom frá J. Bald., um að bætt skyldi í nefndina öðrum tveim: fulltrúa Alþýðusambands- ins ogSambands embættismanna ríkisins, en sú till. var feld. IfragBlað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. B9BHHB NYJfl BIO mmsamam Æona gullcjrqfarans. Sjónleikur í 6 þáttum. — Aðalhlutverk leikur: Paaline Frederick, sem flestum mun minnis- stæð úr [myndinni Frú X, er sýnd var hér fyrir nokkru. Leikur hennar er svo snildarlegur, að fáar leikkonur komast lengra i leiklist. Sýning kl. 9. Borgiii. Kongsbænadagurinn gamli er i dag. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður eru kl. 5,20 i dag. Árdegisháflæður eru kl. 5,40 i fyrra málið. Nætnrlæknir í nótt er Ólafur Gunnarsson Laugaveg 16. Sími 272. Nætnrvörðnr er í Reykjavíkur- Apóteki. Signrðnr Kristófer Pétnrsson rit- höfundur heíir legið mjög veikur nú undanfarið og er ekki enn pá á bátavegi. Farinannsljóð, kvæðahók eftir Jón S. Bergmann, er nú í prentun og mun koma út eftir nokkra daga. Mr. Mansfleld fór upp í Borgar- fjörð með Suðurlandi í fyrradag. Dvelur hann par efra um viku- tíma og ætlar að ferðast um hér- aðið og taka myndir. Mun hann koma hingað aftur um 14. p. m. og ætlar pá að halda hér fyrirlest- ur og sýna myndir frá nokkrum stöðum, sem hann hefir ferðast um t. d. frá Egyptalandi og Gyðinga- landi. Mr. Mansfield er vanur fyrirlesari og hefir ágætar myndir frá pessum stððum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.