Dagblað - 28.05.1925, Page 1
ISLENZK tunga er að verða á
eftir tímanum og er orðin á
eftir tímanum í mörgum efn-
um. Þetta ágerist með ári hverju,
því að altaf streyma að ný nöfn
og ný hugtök. Og því verður
ekki neitað, að daglegt mál til
sjávar og í ýmsum iðngreinum
í landi, er hið argasta hrogna-
mál. Það hefir þann eina kost,
að það skilst af þeim, sem það
þurfa að nota, og málspillingu
hefir ekki af því leitt beinlínis.
Öðru máli er að gégna um
»slettur« þær, sem ganga hér
manna á meðal. í þeim er fólg-
in hörmuleg málspilling.
Margir halda nú að við höf-
um fengið hreint norrænt mál í
arf, en þetta er mesti miskiln-
ingnr. í málinu úir og grúir af
útlendum orðum, sem fornmenn
iunlimuðu í það, orðum sem
þeir fengu hjá öðrurn þjóðum,
og löguðu þannig í hendi sér,
að þau féllu inn í málið. Það er
þvi engin dauðasynd, þótt vér
gerðum nú slíkt hið sama og
auðguðum tunguna þannig að
orðum og hugtökum, en þá
verður þó að gæta þess, að
sníða þau orð þannig að þau
falli inn í málið, svo að menn
verði ekki varir við annað en
að þau sé heimalningar. Hitt er
að vísu miklu ákjósanlegra, að
fá íslenzk nýyrði eða íslenzk
heiti yfir hvað eina, jafnharðan
sem það ber að garði. En það
verður að gerast jafnharðan, því
að annars festast hin útlendu
orð í rnálinu og geta hæglega
orðið að orðskripum sem erfitt
er að útrýma. Málfróðir menn,
og þeir, sem bera umhyggju fyr-
ir islenzkri tungu, þurfa því sí-
felt að vera á verði og ráða
fljótt fram úr því, hvort heldur
á að innlima útlend orð, eða
önna íslenzk nýyrði í þeirra
stað.
í*að er sorglegt, en satt, að
Þessu hefir verið lítill gaumur
^efinn. Áhugi þeirra, sem vilja
tegra málið og bæta, hefir aðal-
lega beinzt að því, að hamast
gegn orðum og orðatiltækjum,
sem komin eru fyrirbyggjulaust
inn i inálið, og ekki er hægt að
útrýma eða breyta nema með
löngum tíma. Á ég hér aðallega
við sjómannamálið, sem nokkuð
hefir verið rætt um að undan-
förnu. Það er blátt áfram óðs
manns æði, að ætla sér að gjör-
breyta því á svipstundu; og þá
er ekki heldur rétt að amast við
því, að fræðibækur í þeirri grein
sé ritaðar á »sjómannamáli«.
Hlýtur hverjum manni að vera
það skiljanlegt, að íslenzkir ný-
gjörvingar á öllum hinum út-
lendu orðum, sem sjómenn nota,
yrði þeim sama sem hebrezka.
Hitt er annað mál, að sjálfsagt
er að reyna að laga þetta smám
saman, með aðstoð sjómannanna
sjálfra. Og þeim til hróss má
segja það, að þeir hafa sjálfir
ótilkvaddir og án leiðbeininga
málfróðra manna, gefið mörgu
i skipi íslenzk nöfn, sem eru
gallalaus og eru orðin föst í
málinu. Skal ég þar t. d. nefna
orðið »galgi« í botnvörpuskipi.
Bæði það og mörg fleiri orð
sýna það að sjómenn hafa vak-
andi máltilfinningu eigi siður en
aðrir, en að þeim hefir steðjað
mest allra stétta af útlend-
um orðum og er engin von til
þess að þeir hafi fengið rönd
við reist að íslenzka þau öll.
Ef menn vilja bæta úr þessu,
þá er sjálfsagt að byrja á þvi,
að safna úr sjómannamálinu
öllum útlendum orðum og at-
huga síðan, í samráði við sigl-
ingafróða menn, hver orð hægt
muni að þýða á islenzku og
hver þurfi að innlima í málið
og þá á hvern hátt. Þetta er
mikið vandaverk og hlýtur að
taka alllangan tíma og auk þess
má búast við að breytingar verði
seinfara. Auðvitað mundi það
flýta mikið fyrir, ef sjómenn-
irnir sjálfir vildi fylgja breytiug-
unum.
En það þarf að athuga fleira
en sjómannamálið. Hvernig er
mál hinna ýmsu handiðnamanna
og iðnaðarmanna hér? Eða þá
verslunarmálið? Eg veit ekki
betur en að hvorir tveggja þurfi
að nota útlend orð, mismunandi
afbökuð, þá er þeir auglýsa
vöru sína og vinnu, til þess að
menn geti skilið við hvað er átt.
Innflutningur steinolíu
Samkv. skýrslu þeirri, er
Landsverslun sendi Alþingi um
steinolíueinkasöluna hefir inn-
flutningur á steinolíu verið þessi
(tn. = 150 kg.).
1909: 8298 tn.
1910: 15495 —
1911: 32574 —
1912: 23034 —
1913:29501 —
1914: 25281 —
1915: 30948 —
1916: 28814 —
1917: 35745 tn.
1918: 31566 —
1919: 32939 —
1920: 36354 —
1921: 37575 —
1922: 46982 —
1923: 26931 —
1924: 44894 —
. Áukning innflutningsins stafar
eingöngu af vexti vélbátaútveg-
arins og fyrir stríð var innflutn-
ingur kominn upp í 25 þús. tn.
1922 er hann 47 þús. tn. en
þess ber að gæta, að þá birgði
Steinolíufélagið sig vegna einka-
sölunnar. 1924 er innflutningur-
inn með langmesta móti, 45 þús.
tn. og hefði þó orðið meiri, ef
síldveiðar hefði ekki brugðist.
Hrossasýningar
verða haldnar í Norðurlandi í
vor að tilhlutun Búnaðarfélags-
ins, ein að Tjörn á Vatnsnesi
fyrir V.-Húnavatnssýslu, önnur
að Kögunarhóli á Ásum fyrir
austursýsluna, tvær í Skagafirði:
á Stokkhólma í Vallhólmi og að
Garði í Hegranesi og tvær í
Eyjafirði: í Fagraskógi og að
Hrafnagili. Sýningar þessar