Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 06.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ fróðir að það sé hin dásamlega sameining rómversks og há- gotnesks byggingastils, er geri dómkirkjuna í Stafangri að þeirri dýrindis perlu, sem hún er talin vera meðal kirkna á Norðurlöndum. Gengur hún næst dómkirkjunni í Niðarósi, eins og hún var upp á sitt fegursta. Á dögum Árna biskups hafði kirkjuvaldið í Norðurálfu náð hámarki sínu. Bendir gotneski kórinn hans greinilega á það. Er hann stór mjög, og voru þar mörg ölturu, auk háaltars- ins, þar sem helgidómarnir voru geymdir, m. a. bein hins helga Sviðhúns, sem dómkirkjan er kend við. — Kórinn er mjög skreyttur að þeirra tíðar hætti, og krosshvelfingin er frámuna- lega fögur og dýrleg, — eitt af fegurstu listaverkum gotnesku kirkjubyggingar-listarinnar. — Undir sameiningu Noregs og Danmerkur fór hér sem oftar, að dómkirkjan og biskupsstóll- inn í Stafangri varð Danakon- ungum þyrnir í augum — af ýmsum ástæðum. Kristján 5. skipaði því 1684 að flytja bisk- upsstólinn til Kristjánssands, sem var stofnaður af Kristjáni konungi 4. og heitinn í höfuð honum. Þótti konungi þessi nýi nafni sinn þroskast lítið, og taldi vænlegra um vöxt borgarinnar, er biskupsstóllinn og kirkju- valdið flyttist þangað í viðbót við stjórnarvöld hinnar nýju borgar. Og svo lá Kristjáns- sandur miklu nær Danmörku! — En Stafangur átti helst að jafna við jörðu, og dómkirkjan forna að grafast og gleymast! — í fornum sögum var Stafang- ur og Rogaland tíðum miðstöð merkra og mikilla viðburða. Eru þar sögustaðir margir forn- frægir mjög, m. a. Sóli, Ögvalds- nes o. m. fl. Þjóðarsagan og kirkjusagan hafa jafnan átt djúp og sterk ítök í alþýðu manna þar um slóðir, og svo er enn. Hafa héruð þessi, og sérstak- lega Stafangur, lengi verið ein helzta miðstöð trúarvakninga og kristilegrar starfsemi á fjölbreytt- an hátt í Noregi. Og alkunnugt er, að Stafangur hefir í alt að því mannsaldur verið einna fremstur allra borga í Noregi um forgöngu í ýmsum iðnaðar- málum. Eru niðursuðuverk- smiðjurnar þar heimskunnar. — Þjóðarvakning sú, er gengið hefir um Noreg á síðari árum, og magnast með ári hverju, birtist einna gleggst í hinni sterku viðleitni Norðmanna í þá átt að tengja saman fortíð og nútíð traustum böndum úr sögu þjóðarinnar. Þaðan er m. a. endurskirn höfuðborgarinnar rótum runnin, og eins endur- reisn biskupsstólsins i Stafangri! — Vér skiljum þvi, að það verð- ur minningarrik athöfn og há- tíðleg, sem fer fram í St. Svið- húns kirkju á morgun. Og þar stiga frændur vorir Norðmenn stórt spor í þá áttina, er nú stefnir öll norska þjóðin: heim aflur til sjálfra sin. Það var eigi fyr en haustið 1919, að drepið var fyrst á endurreisn biskupsstólsins í Stafahgri. Var það á fundi í prestafélagi Rogalands. Og þessi neisti varð skjótt að miklu báli. Prestafélagið sneri sér til lands- stjórnarinnar og bað um, að biskupsstóllinn yrði endurreist- ur á 800 ára afmæli Stafangurs 1925. Öll hlutaðeigandi stjórnar- völd lögðust á sömu sveifina með prestafélaginu: öll héruðin á Rogalandi, fylkisþing og fylk- ismaður (o: »amtmaður«), og fyrst og fremst borgarstjórnin í Stavangri. Landstjórnin tók vel í málið. Og í ágústmánuði i fyrrasumar samþykti Stórþingið kgl, frv. um endurreisn biskups- stólsins í Stafangri árið 1925. — Fortíð og nútíð var tengd sam- an á ný eftir straumhvörf 8 alda. Helgi Valtgsson. Borgin. SjáTnrfðll. Síödegisháflæður kl. 5,2. Árdegisháflæður kl. 5,25 í nótt. Mætnrlæknir Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastíg 7. Simi 1693. Nætnrvörðnr í Reykjavikur-Apo- teki, Sirai 60. Þrcnningnrhátíð. — Trinitatis — er á morgun. IDagBlað. I Arni Óla. Ritstjórn: j q jfr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2l skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd, Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. ÍpSF Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. Mcssur á morgun. Dómkirkjan kl. 11, séra Fr. Hallgrímsson. Fríkirkjan kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. Landakotskirkja kl. 9, hámessa„ kl. 6 guðsþjónusta með prédikun. Dagblaðið kemur fyrst um sinn út á mánudögum, en ekki á sunnu- dögum, svo sem hingað til. Næsta tölubl. kemur út mánud. 8. júní. Slys. Maður slasaðist um borð i gufuskipinu Mons i gær, Heitir hann Jón Jóhannsson og á heima í Suð- urpól. Féll á hann kolakarfa og fót- brotnaði hann og meiddist eitthvað meira. Var hann fluttur á spitala undir eins. í morgun leið honum eftir öllum vonum. Skátinn sem méiddist mest i fjall- göngunni á Esju um daginn, fer nú á batavegi. Var hann fluttur á spí- taia í gær og í morgun gerðu iækn- ar að meiðslunum. Þór kpm hingað í gærkvöld. Gnllfoss er væntanlegur hingað &• morgun. Snorri goði kom af veiðum í morg- un með 76 tn. lifrar. Snðnrlnnd kom hingað í gærkvöld úr Borgarnesi með margt farþega, þar á meðal ýmsa kaupfélagsstjóra utan af landi til að sitja hér aðal- fund Sambandsins. Landsspitnlinn. Búist er við aö byrjað verði á byggingu hans með haustinu. Hin nýja nefnd sem er skipuð þeim Ingibj. II. Bjarnason, Guðm. Hannessyni, Guðm. Tlior- oddsen og Jóni Hj. Sigurðssyni sit- ur nú á rökstólum og vinnur að fullnaðaruppdráttum að bygging- unni. Þúfnnbnninn eða sléttarinn er nú nýskeð kominn á kreik og vinn- ur að valiræktun í Sogamýrinni, með því að rifa í sundur móana, þar sem nýbýlin eiga að standa.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.