Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.06.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 17. fúní 1925. 1&ag8laé I. árgangur. 112. tölublað. FÓLK, sem fer héðan í sumar- frf, leggur vanalega leið sína til Þingvalla og dvelur þar meðan leyíið endist. Það er að vísu svo, að Þingvöllur er fræg- ur og fagur staður, en tæplega mun hann þó vera neitt »hress- ingarhæli« fyrir fólk yfirleitt. Og þeir, sem yfirgefa Reykjavík til þess að losna við ys og þys bæjarlífsios og njóta hvildar í skauti náttúrunnar, finna tæp- lega þá hvíld á Þingvöllum. Þeir verða að fara eitthváð annað. Á siðari árum hafa ýmsir Ungir menn varið sumarfrii sínu til þess að ferðast, ganga á fjöll og kanna ókunna stigu. Það er ágætt, en hentar þó ekki öllum. Aðrir fara til veiða og þeir hafa líka gagn og gaman af sumar- fríi sínu. Yfirleitt er það svo, að mönnum leiðist ef þeir hafa ekkert fyrir stafni. Og þess vegna fer svo um marga sumargesti á Þingvöllum, að þeim leiðist, þrátt fyrir fegurð staðarins og öil þægindi, og koma jafnvei þreyttari heim en þeir fóru. Mesta tilbreytingin, fyrir þá, sem leita sér hvíldar frá frið- leysi borgárinnar, er að fara út í guðs græna náttúru og hafast þar við fjarri öllum skarkala lífsins — gerast útilegumenn. Og fátt er skemtilegra heldur en Það, að leggjast þannig út, sofa ' tjaldi og njóta hreina loftsins. En þar fer eins og annars stað- *r — menn verða að hafa eitt- hvað fyrir stafni til þess að þeim geti liðið vel. Hvað væri þá eðlilegra en að reyna að slá ^argar flugur í einu höggi, skemta sér, hvílast, njóta sólar °g sumars og vinna eitthvað til Sagns um leið? Eg hefi oft verið að hugsa um ^vernig ár því geti staðið, að ^eykvíkingar fara ekki í grasa- ^eiði í sumarfríi sínu. Það geta *ði karlar og konur gert. Fyrr- j**a voru þag einhverjir mestu ^atíðardagar sveitafólksins þegar farið var á grasafjall. Það var jafnvel skemtilegra en að fara i göngur. Og var þó ekki eins mikil tilbreyting í því fyrir sveitafólk eins og vera mundi fyrir Reykvíkinga. Mér er sagt, að nóg grös sé á Mosfellsheiði víða, og austur í Hengli. Þar mundi sérstaklega ánægjulegt fyrir fólk að dvelja í sumarleyli sinu, þaðan er dá- samlega fagurt útsýni, og þar er mikilúðugt landslag og marg- breytilegt, þar eru heitir hverir og þar eru margir góðir tjald- staðir, sem biða eftir því að ein- hverjir vilji koma þangað. Krossgátur þykja nú um allan heim eih- hver skemtilegasta og bezta dægradvöl sem til er, en eru óþektar hjer að þessu. í dag flytur Dagblaðið fyrstu kross- gátuna og er' hún afarauðráðin. Er það með vilja gert til þess, að menn skilji betur leikinn. f hverjum hvítum reit er einn stafur og mynda þeir orð, hvort sem lesið er þvert eða niður. Svörtu reitirnir takmarka orðin. Þessi orð eiga menn nú að íinna, með tilstyrk þeirrar leið- beiningar, er gátunni fylgir. Þau orð, sem í leiðbeiningunni standa, benda á hver sé þýðing þeirra orða, sem á að íinna. — Þegar menn hafa fundið eitt- hvert orð, rita þeir það á reit- ana og halda svo áfram uns hver reitur er útfyltur. Þeir, sem senda rétta ráðn- ingu, að þessari gátu til Dag- blaðsins, fá blaðið ókeypis til júlíloka og þurfa leiðrétt- ingar að vera komnar fyrir sunnudag og ritaðar í töflu þá, sem í blaðinu er. Síðar koma erfiðari gátur og verða þá verð- laun veitt, þeim er ráðið geta. Menn munu sanna, að það borgar sig að fást við að leysa þessar gátur. Erlendis er fólk svo sólgið í þetta, að furðu sæt- ir. T. d. varð að loka British Museum fyrir þeim, sem komu þangað í þeim erindagerðum að fá orðabækur að láni til aðstoð- ar við krossgátnaráðningar, og nýjar orðabækur hafa verið gefnar út unnvörpum, bæði í Bandarikjunum og Englandi, sem handbækur fyrir fólk, er vill ráða krossgátur, og seljast engar bækur eins vel um þess- ar mundir. Það er blátt áfram rifíst um þær. ÍTnsÖgiiin. Hr. ritsrjóri Guðm. Kr. Guð- múndsson. Eftirfarandi leiðréttingu leyfi eg mér hér með að biöja þig að birta í næsta tbl. Dagblaðsins. Laugardaginn 13. þ. m. stóð svohljóðandi klausa í Dagblaðinu: »Sigurbjörn Þorkelsson kaup- maður sagði Dagblaðinu upp í gær, vegna þess, að það flutti hlutlausa frásögn um aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga. 111 er að gera svo öllum líki!« Jafnvel þó svo kunni að vera, að ekki sé ástæða til að leið- rétta það, sem í Dagblaðinu stendur, þá vil eg ekki láta þessu, sem um mig er sagt, ómótmælt að öllu. Tilefni til þessara ummæla blaðsins eru þau, að 12. þ. m. talaði eg við annan ritstjórann, hr. Guðm. Kr. Guðmundsson, í sima, og tilkynti honum þá, að eg vildi ekki kaupa Dagblaðið, vegna þess, að eg væri ekki ánægður með stefnu blaðsins í mörgum málum. Sagði eg þá, að eg gæti alt að einu keypt Tímann, sem væri myndar blað, og betur ritaður. Á sambandið mintist eg ekki, og þvi siður frétt þá, sem Dagblaðið flutti af aðalfundi þess, enda hafði eg

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.