Dagblað

Issue

Dagblað - 17.06.1925, Page 3

Dagblað - 17.06.1925, Page 3
DAGBLAÐ 3 Lðng ganga. Bóndi nokkur í Ungverjalandi, Nicholas Kovacs- Nagy, veðjaði um það, að hanu skyldi fara fótgangandi til þess að heilsa upp á Zitu, fyrverandi drotningu, en hún er nú í Lequ- eitio á Spáni. Lagði hann svo á stað og var kominn á ákvörð- unarstað eftir 50 daga göngu. Tók drotning og Otto sonur hennar vel á móti honum. Bóndi ætlar nú að fara fótgangandi alla leið heim aftur. Gömul jómfrú, Leroy að nafni, átti heima í þorpinu Moret-sur- Loing í Frakklandi. Hún átti 1,250,000 franka í reiðu pening- um, en ekki þorði hún að leggja þá á sparisjóð, heldur bar þá sífelt á sér. Ekki þorði hún heldur að hafa þjónustustúlku, og járngrindur hafði hún fyrir öllum gluggum og einnig yfir reykháfnum, svo að þjófar gæti ekki náð í auðæfi sín. Samt fór nú svo, að ungur maður myrti hana fyrir skemstu og náði í alt fé hennar. Eyddi hann því nær öllu i Montmartre á 10 dögum í sukk og svall. Krossgáta. 1. Kvenmannsnafn. 1. Raftur. 3. Spýra. 2. Smákorn. 5. Heygeymsla. 4. Stefna. 6. Tímatal. 6. Kend. 7. Stallur. 8. Tré. 8. Fiskur. 9. Viðureign. 11. Ull. 10. Slæmt efni. 15. Stuldur. 12. Smávægi. 16. Að hreinsa land. 13. Mannsnafn. 17. Kall. 14. Tímamælir. 19. ílát. 17. Dráttur. 20. Mynni. , 18. Læsing, 22. Ljósgjafi. 20. Reipi. 24. Fiskur. 21. Klaki. 25. Máltíð. 23. Ræða. 26. Á fæti. 25. Mannsnafn. Sonnr járiibrnntakóngslns. spegluðust í vatninu. Villivínviður hafði lesið sig upp með trjánum og hékk niður úr laufi þeirra, en umfeðmingsdigur liana hafði vafið sig utan um trjábolina og hvarf í laufkrónunum. Kirk vissi að hann var þarna í frumskógi, en samt var auðséð, að menn höfðu verið þar að verki og haft hönd í bagga með náttúrunni. Og þessi staður var svo töfrandi fagur, að Kirk nam ósjálfrátt staðar hugfanginn og undrandi. Hann tók nú einnig eftir því, að dálitill kotí, þakinn pálmablöðum var skamt þaðan og var þaðan steinrið niður að ganga að læknum. Kirk gat ekki fengið það af sér að fara þegar í burtu, eins og hann vissi þó að réttast mundi vera. Hér var altaf yndislegt til þessl Hér var svalt í skugga lauftrjánna, enda þótt steikjandi sólskin væri, en staðurinn var þá svo afskektur, að enginn ókunnugur gat fundið hann nema af tilviljun. Það var svo sem auðséð, að þessi fagri skóg- arlundur var bústaður skógardisa eða huldu- meyja. Óheppilegt var það að hann skyldi flana þannig inn i lundinn. Ef hann hefði farið hægt og gætilega mundi hann sjálfsagt hafa fengið að sjá þær, því að þær höfðu áreiðan- lega verið þarna fyrir lítilli stundu og stigið danz eftir lækjarniðnum. Vel gat verið að þær hefði falið sig í runnunum þarna í kring, eða þá í læknum sjálfum! Kirk langaði jafnvel til þess að fela sig og vita hvort einhver þeirra gægðist þá ekki fram úr fylgsni sínu, enda þótt hann þættist vita, að það mundi hægra sagt, en gert, að feika á skógardísirnar als þær höfðu orðið varar við mannaferðir. Alt í einu heyrði hann hlátur, skæran og hljómþýðan. Það var sjálf álfadrotningin sem hló. Hann varð sem steini lostinn og hreyfði sig hvergi til þess að hræða hana ekki. Þá heyrði hann rödd, þá yndislegustu rödd, sem nokkru sinni hafði borist að eyrum hans! — E*að er bezt fyrir yður, herra minn, að fara yfir lækinn hérna á stíflunni. F*að er engin brú yfir hann ofar. Hann skimaði í allar áttir til þess að vita hvort hann gæti ekki séð huldudrotninguna. Þá hló hún aftur: — Ég er hérna í trénu liinum megin við poll- inn. Hann leit nú þangað, og á grein, sem var áreiðanlega tvær mannhæðir frá jörðu, sá hann í gegn um laufið dásamlega fallegt meyjar- andlit og töfrandi augu. Hann slepti ekki sjónar á því, en lagði byssuna laumulega frá sér, því að skógardfsir eru hræddur við skotvopn. — Ég fann það undir eins á mér er ég kom, að þér munduð vera hérna, mælti hann.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.