Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 27.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ helga daga sem rúmhelga. Og svo djúpar rætur hefir þessi ósiður fest, að prestarnir, sem á hverjum helgum degi flytja í kirkjuDum guðsþjónustur, til dýrðar höfundi hvíldardagsins, nefna það naumast, að á sama tíma þjóta tugir af flutninga- bifreiðum grenjandi um allar götur — og fjöldi manna hefir ekki tíma til að sækja messu, af því að afgreiða þarf nokkra »togara« við hafnarbakkann. Á sunnudögum eru söfn borgarinnar opin. Þá fara fram guðsþjónustur, og stundum eru fluttir fræðandi fyrirlestrar, ein- göngu sniðnir eftir þörfum al- mennings, sem gefur sér engan tíma til að hlusta á þá, vegna þess að hægt er að fá vinnu. Til þess að gera áhrif þessa fyrirkomulags ljósari, skulum við taka dæmi: Það er sunnudags morgun. Síðastliðna nótt var engin vinna og þegar verkamennirnir opna augun, muna þeir skyndilega, að nú er sunnudagur. JÞeir bú- ast betri fötunum og óska í hljóði, að engin vinna trufli nú gleði þejrra. Öll fjölskyldan fagnar þvi, að nú megi heimilis- faðirinn vera heima. Sumir ákveða að ganga í kirkju með konu og börn, aðrir að skoða söfnin, og í stuttu máli finst öllum að þeir hafi nóg með sunnudaginn að gera. En þegar líður að hádegi syrtir skyndilega að. Togari kemur inn á höfnina, og allar hinar björtu vonir og ráðagerð- ir verkamannsins hrynja eins og spilahús. Sparifötunum er hent og hinn venjulegi búning- ur tekinn. Sunnudagurinn er orðinn að vinnudegi. Stundu siðar standa þessir menn til- búnir að hefja vinnu, jafnskjótt og skipið er lagst að hafnar- bakkanum. — Gerum nú ráð fyrir að þessi »togari« komi eftir stutta útivist með góðan afla. Munu þeir, sem á honum eru, hafa ef til vill gert sér vonir um, að heimkoma þeirra á sunnudegi myndi veita þeim nokkurra stunda frelsi, fram yfir hina venjulegu bið, en sjá jafn snemma og þeir eru land- fastir, skipið þakið stafnanna milli af verkamönnum. Ég læt öðrum eftir að giska á, hversu hlýlegar hugsanir þá muni bær- ast í brjóstum þeirra. Saltfiskiveiðatímabilið 1921 var í betra meðallagi. Þá var aldrei unnin nætur né helgidagavinna. Stafaði það af því að vinnu- veitendum þótti eftirvinnukaup of hátt og töldu að slik vinna borgaði sig ekki. Hvers vegna er sú aðferð úr sögunni nú? Flestum mun bera saman um, að þá hafi verið harðara í ári en nú er, og það fyrirkomulag sem á erfiðum árum er talið að borga sig vel, ætti ekki að skaða í góðu árferði. Því hefir verið óspart haldið fram, að íslenzka þjóðin ætti duglegasta og fengsælasta sjó- menn, og að íslenzk skip væri aflahæzt í heimi. En sé hægt að sanna að hinn mikli afli og dugn- aður sé að þakka þrælkun um nætur og helgidaga við afgreiðslu skipanna, þá verður heiðurinn dýrkeyptur, enda ósannað mál, að aðrar þjóðir gæti ekki með sama fyrirkomulagi nálgast afla- garpana islenzku. Eg vildi óska, að mér vitrari menn vildi reyna að færa rök fyrir því, að sama fyrirkomulag og t. d. notað er í Englandi við afgreiðslu fiskiskipa, geti ekki dugað hér. Þar er aldrei unnið á helgum dögum. Vinna við skipakvíarnar hæltir kl. 1 á laugardögum, nema afgreiða þurfi skip, sem fer þá þegar eða á sunnudag, þó því aðeins, að ekki taki meira en 2—3 tíma fram yfir venjulegan hættutíma. Aftur hefst vinnan kl. 2—5 á mánudagsmorgun, við uppskip- un og stendur til hádegis. Þá tekur við kolun skipanna og stendur til kl. 5, og er þá kominn almennur hættutimi. Geta má þess, að vinnutíminn er ekki lögboðinn í Englandi, heldur bygður á samkomulagi hlutað- ,eigenda. Nú þegar Alþingi hefir svo herfilega brugðist vonum manna f þessu efni, lægi beinast við að verkamenn og vinnuveitendur tæki upp í næstu samninga ákveðinn vinnutíma á rúmhelg- um dögum og létu alla helgi- daga og næturvinnu falla úr sög- unni. Væri sú aðferð ólíkt skeratilegri, en þótt þeir vséri IDagBíaé. I Arni Óla. Ritsljórn: j q, Kr. Guðmundsson. Afgreiösla 1 Lækjartorg 2> skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. þvingaðir með lögum til að breyta í svipaða átt. Tilgangurinn með þessum lín- um er sá, að vekja menn til umhugsunar um þetta mál, ef vera mætti að einhverjir fyndu hvöt hjá sér til að rita um það, svo það mætti veröa rætt með rökum og at sanngirni af þeim er það snertir mest. Fyr eða síðar nær það fram að ganga, því bak við kröfuna um afnám nætur og helgidagavinnu standa allir verkamenn og sjómenn og. frá henni mun aldrei verða hvikað, því nauðsynin er auðsæ. Sjómaður. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður í dag kl. 9,25. Árdegisháflæður kl. 9,50 i fyrramálið. Nætnrlæknir, Jón H. Sigurðsson, Laugaveg 40. Sími 179. Nætnrvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar, Jafn heitt var í morgun á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði, 15 stig. Á Grimsstöðum voru 13 stig. í Reykjavík og Vestmannaeyjum 9 stig. í Kaupmanoahöfn var 12 stiga hiti, í Angmagsalik 5 stig og Jean Mayen 4 stig. — Sunnan og suð- vestlæg átt um land alt, með úr- komu sumstaðar, mestri í Grinda- vík. Spáð er svipuðu veðri. Méssnr á morgnn. Dómkirkjan Kl. H séra Bjarni Jónsson, kl. 5 séra Friðrik Hallgrimsson. Fríkirkjan: Kl. 2 séra Árni Sig- urðsson, kl. 5 séra Gunnar Bene- diktsson i Saurbæ. Landakotskirkja: Hámessa kl. 9 f. h. (Engin síðdegisguðsþjónusta). í Hafnarf. kl. 1 messar séra Sigur- jón Árnason frá Vestmannaeyjum. Verður par haldinn safnaðarfundur strax að lokinni messugerð.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.