Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 03.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ arglímu. Afhenti Axel V. Tuli- nius gripina og gat þess, að þetta væri í 15. sinn sem í. S. 1. afhenti glimukonungi beltið, en 19 ára væri það, og fyrst kept um það í Grettisfélaginu á Ak- ureyri. f*að er auðvitað, að Sigurður Greipsson á að heiia glímu- kongur íslands næsta ár, en glíma hans var svo, að enginn glímumaður mun öfunda hann af því, hvernig hann er að þeim heiðri kominn. Mun það hafa verið mál flestra þeirra manna, sem á glímuna horfðu, að vel hefði Ágúst Jónssyni borið að fá báða kjörgripina. Pað er maður, sem kann að glíma, og allir ungir glimumenn ættu að taka hann sér til fyrirmyndar. + Síra Brynjulfur Jónssou á Ólafsvöllum andaðist hér f bænum í gær. Kom hann hing- að fyrir nokkru í bifreið, en var ekki vel búinn og varð kalt á fjallinu. Tók hann lungnabólgu þegar hingað kom og lá í 10 daga á heimili dóttur sinnar frú Helgu Bertelsen. Hann varð 75 ára hinn 12 júní en skömmu áður átti hann 50 ára prestskaparafmæli. Friður á jörðu. Lloyd George ásakar Frakka en tekur málstað Fjóðverja. í ræðu sem Lloyd George flutti nýlega f Scarborough, mælti hann meðal annars á þessa leið: — Kristnin brást 1914. Ef hin kristna kirkja f öllum lönd- um hefði þá lagst á eitt, myndi ófriði hafa verið afstýrt. Vér vitum að nýr ófriður má ekki koma. En til þess að geta afstýrt ófriði verðum við að taka upp nýja háttu. í lok 19. og upphafi 20. aldar var það keppikefli allra stjórnmálamanna »að búa sig undir ófrið til þess að tryggja frið«. Það var háska- leg stefna og afleiðing hennar var sú, að aldrei hafa stærri herir verið undir vopnum. Spurningin er nú sú, hvort vér getum snúið þessu við og í stað þess að búa oss undir strfð þá búum vér oss undir frið. Öll framtið mannkynsins er undir þessu komin. En hvernig eigum vér þá að undirbúa frið? Með því að styrkja þjóðbandalagið, fá því meira vald, treysta því betur og virða betur ákvarðanir þess. Og með því að fá allar þjóðir jarð- arinnar til þess að ganga i bandalagið. Það er þó ekki víst að þetta j dugi. Maðurinn er áræðin skepna. Þótt hann sé nýsloppinn úr hættu, þá svífíst hann þess ekki að leggja út í hana aftur. Þess vegna er ófriðarbölið eigi lík- legt til þess að fyrirbyggja nýtt stríð. Þar þarf meira til. Litið nú á ástandið i álfunnil Eg gæti nefnt yður tólf dæmi, er hvert gæti orðið fullkomið heimstyrjaldarefni, ef þeim er ekki afstýrt. Og hvað er þá helzt af þessu? Hvernig farið hefir verið með friðarsamningana í Versailles. Eg var einn þeirra fjögurra, er í fyrstu gerði þá samninga. Þeir voru harðir og við því varð ekki gert. En þeim samningum hefir ekki verið drengilega fylgt. í Saarhéraðinu er framkoma Frakka sú, að engu er líkara en að þeir æsi viljandi hatur Þjóðverja gegn sér. í Slésíu voru friðarsamingarnir framkvæmdir af hlutdrægni og er líklegt að þaðan stafi álfunni vandræði fyr eða síðar. Og svo er þetta, að Köln-héraðið hefir ekki verið yfirgefið. Ekkert er háskalegra fyrir friðinn en að eitthvert land hafi setulið í öðru landi. Og því fyr, sem hægt er að draga herliðið þaðan, því minna er í hættu um friðinn. Vér bjuggumst við því að vera komnir þaðan í janúar. En vér erum þar enn. Vegna hvers? Frakkar uppgötvuðu það alt í einu að Þjóðverjar hefði ekki alveg fylgt ákvæðum friðarsamn- inganna um afvopnun. IÞagBlqé. J Arni Óla. Ritstjórn: { Gi Kr- Guðmundsson. ^reiösla | Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Mér kemur ekki til hugar að halda því fram, að eigi megi finna ýmsár smáveilur á full- næging samninganna. Og það er einkennilegt, að eg sem var einn af aðalmönnum ófriðarins skuli vilja bera blak af óvinunum og mælast til að þeim sé sýndur drengskapur. En þetta er nú álit Breta. Og eg geri þetta í þágu réttlætis og drengskapar, sem sá maður, er fyrstur skrifaði undir friðarsamningana fyrir hönd brezka heimsríkisins. Eg vil að Bretar standi við það sem þeir hafa gert. Bretar eiga ekki að ganga með neitt Kainsmerki á enninu um aldir. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 2,23. Árdegisháflæður kl. 2,50 í nótt. Nætnrvörðnr í Reykjavikur Apó- teki. Tíðarfar. Hiti 6—13 stig, kaidast f Raufarhöfn, heitast á ísaflrði. Hæg- viðri allsstaðar nema stinn gola (5) í Vestmannaeyjum og stinningskaldi (6) á Raufarhöfn. Rigning hér, í Vestmannaeyjum og Grindavik. Sið- ari hluta dags í gær var regn víð- ast hvar á landinu. tlrkoma hér siðasta sólarhring 1,6 mm. Loft- vægislægð fyrir suðvestan land enni. Veðarspá: Austlæg átt, hæg á Norð- ur og Austurlandi. Úrkoma víða. Þoka við Norðausturland. <V' . - . ’ ' s' : Til vandræða horfir nú víða hér sunnanlands með fiskverkun, vegna hinna langvarandi óþurka. Bregður mönnum nú við, pví að undanfarin sumur hefir fiskur þornað jafn- harðan og hægt hefir verið að koma honum á reita. Þetta sumar mun, það sem af er, ganga næst óþurkasumrinu 1913. Bæjarstjórnarfnndnr fórst fyrir i gærkvöldi. Verður haldinn á morgun..

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.