Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 11.07.1925, Blaðsíða 1
FYRIR nokkrum árum mun það hafa verið samþykt í bæjarstjórn, að banna bif- reiðaakstur á kvöldin og næt- urnar um Túngötu ^fram hjá Landakotsspitala. Var þetta gert til þess að hlífa sjúklingum þar við ónæði af skröiti og blástri bifreiðanna og var það furðu mikil hugulsemi. Hvort boðorð þetta er haldið til fulls skal ó- sagt látið, en sjálfsagt hefir það komið að góðu gagni og eflaust mun næturlögreglan líta eftir því, að því sé hlýtt. En næturskrölt bifreiða getur verið fleirum til óþæginda heldur en þeim, sem í sjúkrahúsi liggja. Er það merkilegt, að bifreiðum skuli liðast að fara æpandi um götur borgarinnar um hánótt og trufla með því svefn manna og sér- staklega þeirra, sem eitthvað eru veilir fyrir. Slíkt svefnrask kemur jafnan þyngst niður á þeim. Annar ósiður hefir komist hér á nú á seinni árum, sem sé, að skip þeyta eimpípur sínar af öll- um mætti fram til miðnættis. Fer nú héðan hvert skipið á fætur öðru kl. 12 á miðnætti og grenjar svo að undir tekur í öllum bænum. Er það dauður maður sem ekki vaknar við slík- an þyt. Og ekki er þar sjúkling- um fremur þyrmt en öðrum. Þetta mætti hæglega laga öll- um að meinalausu, með því að banna eimblástur vissan tíma sólarhrings, t. d. frá kl. 8 að kvöldi til kl. 6 að morgni. Skip sem fara héðan kl. 12 þurfa eigi að gefa farþegum neitt viðvör- unarmerki. Er þeim ætlandi sjálfum að hypja sig nógu tím- anlega um borð. Væri þó sök sér, að tilkynna burtfarartíma með hringingu. Sem kveðju- merki er eimpípuvæl um miðja nótt líka óviðeigandi, því að kveðjunni verður ekki svarað úr landi; munu fæstir kæra sig um að hafa uppi næturfána. Það er vonandi, að ósiður þessi leggist niður hið fyrsta. Má vera, að það sé aðeins af hugsunarleysi gert, að trufla þannig svefnfrið borgarbúa, en þegar á það hefir verið bent, hver óþægindi eru að þessu, þá hafa þeir enga afsökun, er kynni að gera sig seka í sliku hér eftir. Taki skipin sjálf eða skipa- afgreiðslurnar það eigi upp hjá sjálfum sér að hætta þessum næturblæstri, virðist svo sem bæjarstjórn eða lögreglustjórn verði að taka í taumana, alveg eins og bæjarstjórn bannaði bíla- ferð og bilaorg á Túngötu á sinum tíma. Skóggræðslustöðin við Rauðavatn. 1 116. tölublaði þessa blaðs frá 22. júní var birt grein um skóggræðslustöðina, eða, eins og rjettara væri að nefna hana, tilraunastöðina við Rauðavatn. Þar sem greinin virðist bera vitni um, að þeir kunna að vera margir, er líta skakt á þetta fyrirtæki, langar mig til að minnast á það með fáum orð- um. Verk þetta er, eins og stöðv- arnar á Þingvöllum og við Grund í Eyjafirði, liður í rann- sóknarstarfi; ekki annað. Ég get bezt trúað því, að þeir, sem í upphafi höfða það verk með höndum, hafi verið svo bjart- sýnir, að þeir álíta það ónauð- synlegt að benda almenningi á þetta, því að sumarið hér virð- ist vera nógu hlýtt fyrir þroskun harðgerðra trjátegunda. Sem nærri má geta, hafa menn í byrjun álitið það algerlega undir veðuráttunni komið, hvort plönt- urnar mundu þroskast vel eða illa. Eftir því sem árin liðu, fekst reynsla fyrir því, að sumar þessara erlendu trjáteg- unda gátu Iifað, en ekki þrosk- ast að mun. Þá var farið að ala upp plöntur úr innlendu birki — og reyniviðarfræi. Þetta var annar liður í rannsóknar- starfinu, önnur tilraun, en hún tókst ekki betur en hin fyrri. Jafnvel plöntur, sprotnar af íslenzku fræi, gátu ekki þroskast að mun, þegar þær voru gróður- settar í óræktaðri mold. Þá fyrst var komin ástæða til að athuga jarðveginn, en viðvíkjandi þvf, sem hefir verið upplýst um hann, Vil eg vísa til bókarinnar »SkógfræðiIeg lýsing«, sem eg hefi samið, og sem er komin út fyrir skömmu. Meginatriðið er, að vatnshreyfingin í íslenzku moldinni er ófullnæjandi. Þetta kemur í ljós á ýmislegan hátt. Á Viðey t. d. geta menn sann- fært sig um, að þessi fullyrðing mun vera rétt. Fyrir 17 árum var mér falið á hendur að leggja þar lokræsakerfi, til þess að ná í vatn handa fiskþvotta- stöðinni og skipum. Ofan frá hæð sést nú lokræsakerfið sem dökkgrænar línur í raklendinu. Fram með pfpunum, rúmlega meter á breidd, er þurt og þar vex túngras, annars er landið h. u. b. eins og það var. Ekki mun sjást slikur árang- ur af lokræsagerð nokkursstaðar annarsstaðar í norrænum lönd- um, þó að jarðvegurinn þar væri með mesta móli leirkend- ur mundi þó hvert lokræsi þur- leggja 14 metra breiða spildu að minsta kosti. Jafuvel f leir- kendum jarðvegi framleiðir lok- ræsagerð magnaða vatnshreyf- ingu, en í hérlendu rokmold- inni hefir hún ekki verið fær um að gera það. Sú skoðun mín, að vonlaust væri að halda áfram vinnu í stöðinni við Rauðavatn hefir því verið á rökum bygð, og þessvegna er ekki rétt að tala hjer um slóðaskap og úthalds- leysi. Eins og kunnugt er, er stöðin við Rauðavatn eign skógræktar-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.