Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 11.07.1925, Blaðsíða 3
D A G B L A Ð 3 Hvað er SHIFTIT? Unglingast. ,Æskan‘ fer til Pingvalla á morgun, ef veður leyfir. — Nokkrir far- seðlar á kr. 3,50 óseldir. — Allir meðlimir sem í bænum eru mæti á fundi í kvöld kl. 8, í G.-T.-húsinu. og klöppuðu óspart við hver þátta- skifti. En þó þótti þeim mest til koma, þegar ameríksku flugvélarnar voru sýndar í lok myndarinnar. Var þá leikið »Stars and Stribes« óg stóðu allir á fætur, en margir urðu svo hrifnir af myndinni, að þeir klöppuðu ákaft undir miðju lagi. SíldTeiðaruar eru að byrja fyrir norðan og vestan. Hafa bátar feng- ið frá 40—500 tunnur. Treir mentamenn, Sveinbjörn Högnason frá Hvoli í Mýrdal og Helgi Sigurðsson, bókbindara Jóns- sonar, eru nýkomnir hingað frá Kaupmaanahöfn. Hefir Sveinbjörn nýlega lokið þar embættisprófi í guðfræði, með hárri I. einkunn, en Helgi hefir lokið fyrri hluta verk- fræðiprófs með hárri einkunn. Stúdentarnir dönsku syngja fyrir alþýðu á sunnudaginn kl. 4, í'Nýja Bio. Verð aðgöngumiða er tvær krónur og rennur ágóðinn til Stúd- entagarösins hérna. Bæjarstjórn bauð dönsku stúd- entasöngvurunum til Pingvalla í morgun og svo að sjálfsögðu sjálfri sér og sinum frúm, gestgjöfum stúd- entanna og þeirra frúm og ham- ingjan má vita hvað mörgum. Var farið í 20 bifreiðum og mun flokk- urinn hafa verið um eða yfir 100 manns. Verðlaun úr hetjusjóði Carnegies hafa fengið Árni J. Johnsen kaup- maður i Vestmannaeyjum (400 kr.) og Grimur Sigurðsson, Jökulsá, Flateyjardal í Suður-Fingeyjarsýslu (600 kr.). Verðlaun þessi eru veitt fyrir vaskleik við að bjarga öðrum úr lífsháska. Meðal farþega á Gnllfossi síðast var óðalsbóndi Egger' frá Steier- marck í Austurríki. Ætlar hann að ferðast um Suðurlandsundirlendið og Borgarfjörð, til að kynnast lifn- aðarháttum bænda og búskaparlagi. — í nafni íslands býð eg yður velkomna hingað, þér ódauðlegu listamenn frá paradísinni við Eyr- arsund. Bér haflð sýnt það dæma- lausa lítillæti, að sækja okkur heim og mun islenzka þjóðin þakksam- lega minnast þess um aldir alda og þó sérstaklega Reykjavík, sem verð- ur þeirrar náðar aðnjótandi, að mega taka fyrst á móti yður. Fyrir höfuðborgarinnar hönd þakka eg yður því sérstaklega. Vér höfum ekki upp á margt að bjóða, en það sem vér erum, eigum vér eingöngu Dönum og Danmörk að þakka. ísland stendur í þeirri þakklætisskuld við Danmörk, sem aldrei verðuf fyllilega launuð. Eða hvernig ættum vér að geta launað alla þá velgerninga, sem vér höfum orðið aðnjótandi frá Danmörku á undanförnum öldum og fram á þennan dag? Við hvert einasta tæki- færi, sem gefist hefir, hafa Danir litið í náð sinni til vor. Iíoma yðar hingað er Ijóst dæmi um þetta. Sjá, vér sátum í myrkrunum og þér færðuð oss ljós.------- Sonnr járnbrantakúngslng. — Nei, hann er horfinn — og það þykir undarlegt. Leynilögreglumaðurinn, sem þér áttuð við, dó ekki. — Batnaði honum? Það þykir mér innilega vænt um að heyra. — Skil ég það, en þér eruð þó ekki óhultur enn. Ég skil ekkert í því að lögreglan skuli ekki hafa snuðrað það upp hvar þér eruð niður kominn. Þér fóruð frá New York sem Jefferson Locke og--------— — Það er ef til vill einmitt þess vegna, að þeir hafa ekki uppgötvað það. Annars þætti mér leitt ef ég yrði tekinn fastur núna, einmitt þegar ég er að verða að duglegum brautarstjóra. — Ha&ð engar áhyggjur út af því fyr en þar að kemur. Ég skal senda yður hlöðin síðar. Svo varð löng þögn og Kirk vissi hvorki hvað hann átti að segja eða hvað hann átti að gera. Að lokum reis hann þó á fætur og mælti hálfvandræðalega. — Nú verð ég að fara. Ég er yður ákaflega þakklátur fyrir velvild yðar og trúnaðartraust, sem ég á alls eigi skilið — — — Hann ætlaði að fara, en hún kallaði í hann. Og honum brá er hann leit við og sá að augu hennar fióðu í tórum. — Kirk, mælti hún. Þér eruð óvenjulega góður drengur og ég get ekki verið yður reið lengur. Eg segi yður það satt, að ég hefi saknað yðar sárt síðan þér fóruð. — Ég hélt satt að segja að yður stæði á sama um mig síðan — ;----------- — Þér megið ekki taka það sem alvöru, er kvenfólk segii; við slík tækifæri. Maður tapar sér alveg og finst alt miklu verra og ljótara en það er í rauijinni. — — — Hún þagnaði og var sem henni veittist erfitt að koma orðum að tilíinningum sínum. Kirk mælti: — Má ég þá líta svo á sem alt sé gleymt og að við séum sumu vinirnir og áður? Hafið þér fyrirgefið mér? — Um það vil ég ekkert segja, mælti hún. En það er engin ástæða til þess fyrir yður að forðast mig og það er rangt af yður að vilja eigi þiggja neinn greiða af mér, því að ég get hæglega hjálpað yður til þess að komast áfram. Ég hugsa oft um framtíð yðar. — þér eruð altofgóð, mælti hann. Ég skal reyna að gera alt sem í minu valdi stendur til þess að vera verður vináttu og hjálpfýsi yðar. Hún horfði alvarlega á hann um stund. Svo brosti hún og mælti: — Jæja, við skulum ekki tala meira um þetta. Fáið yður nú sæti og segið mér hvað

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.