Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 20.07.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 20. fúlí 1925. IÐagBlað I. árgangur. 140. tölublad. ÞESS var getið hér f blaðinu í fyrradag, að bæjarstjórn Reykjavíkur hefir ákveðið að auka að miklum mun smíða- áhöld í barnaskólanum. Er þetta gert eftir tillögu skólanefndar. Með þessu móti má auka mikið handavinnukenslu í skól- unum frá því, sem áður hefir verið, og miðar þetta að því að heimilisiðnaður aukist, en það er stórt spor í áttina til fram- fara. Drengir þeir, sem hér eftir ganga í barnaskólann, ættu að geta fengið svo mikla tilsögn í smíðum, að þeir geti smíðað ýmsa smámuni tilsagnarlaust, þegar þeir eru lausir úr skól- anum. En það er ótal margt af ýmiskonar smávarningi, sem nú er keypt frá útlöndum, en mætti kostnaðar- og fyrirhafnarlítið framleiða á heimilum hér i landinu sjálfu. Auk þess er handavinnukensia í barnaskól- anum ágætur undirbúningur fyrir þá, sem vilja gerast hand- iðnamenn, og þá kemur þegar í ljós, hverjir eru lagtækir og «iga helzt að leggja fyrir sig handiðnir. En bærinn ætti að geta gert meira, heldur en kenna drengj- um aðeins þann tima, sem þeir eru skólaskyldir. Mundi það vera þjóðráð, að hafa fram- haldsnámskeið fyrir þá drengi, sem hneigðir ern fyrir handa- vinnu og lagtækir. Mætti hugsa sér fyrirkomulagið þannig, að ekkert kenslugjald væri tekið fyrir drengina; bærinn leg'ði' sjálfur til smíðalól, húsnæði og smíðaefni, en ætti svo aila mun- ina, og seldi þá til þess að ná upp kostnaði. Með þessu væri margt unnið, og þó aðallega tvent. I fyrsta lagi gæti þetta fyrirkomulag orðið lyftistöng heimilisiðnaðar, og mætti sjálf- sagt ná samvinnu þar viö Heim- ilisiðnaðarfélag íslands. t öðru lagi fengi drengir þarna auka- mentun, sér að kostnaðarlausu, og er þeim það mikils virði, hvort heldur þeir hyggja á fram- haldsnám, eða vilja afla sér tekjuauka með heimavinnu. En bænum ætti þetta að vera út- gjaldalaust, eða útgjaldalítið, því að smiðisgripirnir ætti altaf að seljast fyrir kosfnaði. Hið sama, sem hér er sagt um handavinnu drengja, á og að nokkru leyti við um handa- vinnukenslu fyrir stúlkur.------- Með þessu fyrirkomulagi mætti og skapa hér þjóðlegan iðnaðar- stil, og mundi það verða til þess að gera gripina útgengilegri, að minsta kosti í augum útlend- inga, sem hingað koma. Vér eigum til gamlan þjóðlegan stil í allskonar handavinnu, og ber hann stórum af margskonar út- lendum stil. Fyrirmyndirnar eru óteljandi hér á fornmenjasafn- inu, og væri það stór framför, ef menn vildi gefa þeim stil meiri gaum en gert hefir verið, og hafa hann sem leiðarvísi í öllum heimilisiðnaði. Bíjý verksmiöja. Eins og Dagblaðið hefir áður getið um, er ný gosdrykkjaverk- smiðja tekin til starfa og hefir hún aðsetur sitt í húsi Ólafs Magnússonar ljósmyndara.Teml- arasundi 3. Dagblaðið hefir átt kost á að sjá yerksmiðjuna og fer hér á eftir það helzta sem um hann er að segja. Verksmiðjan heitir Gosdrykkja- og Aldinsafagerðin Hekia og eru eigendur hennar tveir áhuga- samir ungir menn. Hefir ann- ar þeirra dvalið erlendis og kynt sér alt sem að þessari iðn lýtur. Byrjað var á gosdrykkja- gerðinni 6. þ. m. og hafa þeir þegar selt mikið af gosdrykkj- um og þykja þeir hinir Ijúf- fengustu. Þær tegundir sem þeir búa til eru hinar venjulegu gosdrykkjategundir sem hér eru þektar: Appelsin, Appolinaris, Citron, Hindber4 Jarðarber, Sóda- vatn og svo Polo, sem er nýr drykkur og á að taka öllum öðrum fram. Einnig býr verk- smiðjan til Saft, bæði úr blönd- uðum og sérstökum ávöxtum. — Vélar eru allar nýjar og af fullkomnustu gerð (Dr. Noll's Patent) og geta þær framleitt alt að 300 lítra á klukkustund. Frágangur á umbúðunum er vandaður og hinn snyrtilegasti. — Aðalútsölu fyrir verksmiðjuna hefir Ólafur R Björnsson & Co. Víösjá. Vatnavextir. Óþurkatíðin, sem verið hefir hér sunnanlands i sumar, mun ekki hafa náð langt inn í land. Eru allar Hkur til þess, að sól- skin og hitar hafi verið til fjalia. Til þess bendir það, að vatns- magn jökulsánna hér á Suður- landi hefir verið óvenjumikið í sumar og fyrir nokkru kom svo mikiil vöxtur í Ölfusá, að taka varð upp laxanet, sem lögð höfðu verið. Pá má og kalla, að ófært hafi verið nú að und- anförnu á Þórsmörk vegna þess hve mikill vöxtur hefir verið í ánum, sem eru á leiðinni þangað. Oóðæri nyröra. í bréfi að norðan segir svo: — Einmunatíð hefir verið í sumar og er grasspretta með langbezta móti. Heyskapur byrj- aði viðast hvar með fyrra móti og hefir hirzt jafnharðan alt, sem losað hefir verið. Haldist þessi góða tið, má búast við að þetta verði eitt hið bezta hey- skaparár, sem menn muna eftir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.