Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 27.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ í samtali við blaðamann hefir hann stuttlega gert grein fyrir áliti nefndarinnar og fórust hon- um þá orð á þessa leið, meðal annars: »Á siðustu 50 árum hafa skoðanir manna í þessu efni breyzt mjög mikið og nú er ekki eingöngu um það hugsað að hafa glæpamenn í járnum innan fjögra veggja. í flestum ríkjum heimsins er nú meira hugsað um það að afstýra glæp- um heldur en að hegna mönn- um fyrir glæpi. Og þá er það fyrst og fremst uppeldi barna sem kemur til greina. í uppeld- inu er vísirinn að því, hvort menn verða glæpamenn eður eigi, og menn, sem hafa athugað þetta, fullyrða að framtíðarinn- ræti barna hafi mótast áður en þau verða fimm ára gömul. Þetta er aðal atriðið og því hefir starf i nefndarinnar verið vísindalegs eðlis aðallega. En til þess að breyting komist á, þarf bæði framtakssemi og fé. Tök- um t. d. barnaleikvellina okkar. Eg álít að þeir séu bezta ráðið sem enn er fundið til þess að afstýrt verði glæpum. Vísindin verða að komast að raun um það hverjar tilhneigingar hvers barns eru, eða hverjar ætla má að tilhneigingarnar verði þá er það þroskast. Það er þýðingar- litið að ætla sér að betra þá, sem hafa fengið slæmt uppeldi í æsku. Við tökum þá er þeir eru fullorðnir og lokum þá inni í fangelsi, en það er of seint. Það verður að leita uppi þau börn, sem hafa tilhneigingar til glæpa og hafa vakandi auga á þeim«. Síldarfréttir. Sigluíirði í gær. Margrét hefir fengið alls 7— 800 tunnur, Iho 900—1000 tunn- ur, ísafold 600 tunnur, ísbjörn 200 tunnur. Gissur hvíti er hæstur með 1300 tunnur. Margir bátar hafa enga síld fengið enn. Um 20 þúsund tunnur eru komnar hér á land. Þar af hafa um 4000 farið í barkinn »Fjord«, sem hér liggur og tekur síld fyrir verksmiðjuna í Önundar- firði. 1 nótt var töluverð sild úti fyrir. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 9,35. Árdegisháflæður kl. 10 í fyrra- málið. Nætnrlæknir Jón H. Sigurðsson. Laugaveg 40. Sími 179. Næturyördnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tfðarfar. Purkurinn er búinn í svipinn. Var komin suðlæg átl hér á Suðurlandi í morgun og skýjað loft, nema í Vestmannaeyjum. Hiti 9—13 stig, heitast fyrir norðan. Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Spáð er norðlægri átt á Norðvest- urlandi, austfægri á Suðurlandi, en breytilegri vindstöðu annars staðar. Hægviðri, en úrkoma sums staðar á Suður- og Vesturlandi. — í Kaup- mannahöfn norðvestan kul og 18 st. hiti, 18. st. í Utsire (Noregi), 13 st. í Leirvik og Tynemo.uth, norðan kaldi á Jan Mayen og 12 st. hiti, norðan- gola í Færeyjum og 11 st. hiti. I Knútnr prins á 25 ára afmæli í dag. í tilefni af pví eru fánar á stöng á opinberum byggingum og víðar. Sfra Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur ætlar að bregða sér til út- landa á miðvikudaginn með íslandi. »Lyra« kom til Vestmannaeyja í morgun og kemur sennilega hingað i kvöld. Siglivatur Brynjólfsson tollpjónn á að hafa á hendi tollgæslu á Siglu- firði í sumar. Hann fór pangað norður með »Island« um dagínn, til pess að taka við pví starfi. Afbragðs veður var hjer sunnan- lands í gær, enda notuðu Reykvík- ingar pað óspart til pess, að bregða sjer út úr bo'rginni. Furfti ekki annað en ganga um götur bæjarins í gær, til pess að sjá hvert út- streymi hafði verið, pvi að urnferð var par sama sem engin um há- daginn. í einni kirkjunni voru svo mikil vanhöld á söngmönnuro, að ekki var nema 1 karlmaður tii pess að syngja. »Esja« er væntanleg hingað i dag. Ullarverksiniðjn, er »Gefn« heitir, hefir Bogi A. J. Þórðarson, frá Lágafelli, sett á stofn hér í bænum. 1 tyagBlað. j Arni Óla. Ritstjórn: | G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla | Lækjartorg 2. skrir'stofa ] Sími 744. Rilstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. » Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. IP*3' •»— QagÉlaéið endnr ókeypis til mán- aðamóta. Athugið það! Tekur hún til starfa i næsta mán- uði. Vinnur hún aðallega að kemb- ingu, en hefir enga dúkagerð. Vél- arnar eru smíðaðar suður í Sax- landi, og er tóvélin sérstaklega gerð fyrir íslenska ull, pannig að hún slítur hana ekki eins í sundur og aðrar vélar. Verksmiðjan getur kembt og lopað 800—1000 pund af ull á sólarhring. Vélarnar verða reknar með rafmagni. Banski sendiherranu ætlar í ferða- lag upp um óbygðir núna einhvern daginn. Með honum verður Gunn- laugur Briem, stud. jur. Jarðarför Valdemars Ármanns, verslunarstjóra á Hellissandi, fer fram í| dag. Margt fólk fór héðan úr bænum á »Suðurland« á laugar- daginn til pess að vera við jarðar- förina. Til snmarbústaðar síns hjá Ilaf- fjarðará fóru peir í gær fram- kvæmdastjórarnir Richard og Hauk- ur Thors. Létu peir »Egil Skalla- grímsson« skjóta sér upp eftir. Jarðarför frú Sigríðar Pétursdótt- ur, frá Hlíðarhúsum, fer fram á morgun. Magniis Torfason, sýslumaður Ár- nesinga, er staddur hér í bænum. Hernaðarskuldiriiar. Frakkar hafa nú greitt fram úr ÍDnan- ríkislánum sinum, og í septem- bermánuði ætla þeir að fara að semjá við Breta og Bandaríkja- menn um þau hernaðarlán, sem þeir hafa fengið hjá þeim þjóðum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.