Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 30.07.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 asta þingi. Af hálfu útgerðarmanna er kosinn Ólafur Thors, en fyrir hönd landbúnaðar Tryggvi Pór- hallsson ritstjóri. Pessir menn hafa aðeins tillögurétt, en ekki atkvæðis- rétt í nefndinni. l)ana, hafrannsóknaskipið, kom i gaer frá Grænlandi og fór út til rannsókna samdægurs. Með því fór Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur og stjórnar hann rannsóknunum pangað til dr. Johs. Smidt kemur, en hans er von með Botníu. Pro- fessor Adolph Jensen, sem stýrði rannsóknunum hjá Grænlandi, fór af skipinu hér og siglir með íslandi. ísland fer héðan í dag. Meðal far- pega verða N. Wittrup, skipstjóri björgunarskipsins Geir, alfarinn héðan til Danmerkur, Jón Hansson skipstjóri, frú Anna Torfason, dr. Ólafur Dan Daníelsson og frú og dóttir, L. H. Bjarnason liæstaréttar- dómari, Friðrik Rafnar prestur, Jes Zimsen kaupmaður og frú og dætur, frú Stefanía Guðmundsdóltir, Chr. Zimsen konsúll og frú, Th. Thostrup og frú. Peningar; Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr............. 123,24 Norskar kr.............. 99,70 Sænskar kr............. 145,42 Dollar kr............... 5,41s/4 Fr. frankar ............ 25,88 Gullmörk................ 128,72 Lyra fer héðan í kvöld. Meðal farpega Arnbjörn Gunnlaugsson skipstjóri, frú Patursson, frú Jenseu Bjerg o. fl. Karlsefni og Ari fóru á veiðar i gær. Gnðin. Jónsson i Múla og kona hans hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa ungan son, Sigurð að nafni. Hann verður jarðaður á morgun. Benzinbruun ar. í London hefir nýlega verið sett á íót olíu- og benzinsölu- stöð, sem talin er hin stærsta þar í borg. Eru þar 15 dælur, sín fyrir hverja eldsneytis- og olíutegund. í sambandi við þessa stöð á að verða bifreiðageymsla fyrir 1500 bifreiðir, og þar verð- ur líka smiðja og viðgeiðarstöð. Er þar unnið bæði nótt og dag. — Er þetta eitthvað annað en hér í Reykjavík, þar sem bif- reiðageymslur eru út um alt, og eins viðgerðastöðvar og benzin- brunnar. Terkamemi 1 Rtísslandi. Fjórar brezkar verkakonur voru nýlega sendar til Rúss- lands, til þess að kynnast á- standinu þar og högum verka- lýðsins. Hafa þær gefið bráða- birgðaskýrslu um ýmislegt, er þær urðn sjónarvottar að. Með- al annars segja þær, að verka- menn fái sumarfri og þeim sé séð fyrir dvalarstað á meðan, þar sem þeir geti notið hvíldar- innar og safnað nýjum þrótti. Fá þeir fult kaup fyrir þennan tíma, þurfa eigi að greiða neina húsaleigu og fá ókeypis far fram og aftur. Hús þau, sem aðallega eru notuð fyrir slík sumarhæli, voru áður sumar- bústaðir rússneskra prinsa, að- alsmanna og auðkýfinga. í Rússlandi er húsmæðrum gert kleift að stunda atvinnu í verksmiðjum, því að í sambandi við ílestar verksmiðjur eru barna- hæli og leikvellir, sem eru undir sérstakri umsjÓD, og þar geta konurnar skilið börn sín eftir á morgnana, og taka þau svo heim með sér á kvöldin að vinnutíma loknum. Sonnr járubrautnkóngslns, fyrir sér um leiguhús í borginni. En áður en þau fluttu, böfðu þau Garavel bankastjóra einan manna í boði sínu. Andreas Garavel var hinn kurteisasti maður. Hann var af hreinum Kastiliönskum ættum og gat rakið kyn sitt til hinna fyrstu Spánverja, er lögðu Panama undir sig. Ættingjar hans höfðu og verið mikilsráðandi menn í Guate- mala. Andreas Garavel var snyrtimenni og bar sig ve). Hann var dökkbrúnn á hörund en hvílur fyrir hærum; augun voru hvöss og gáfuleg. Hann hafði ferðast mikið um æfina, kunni á mörgu góð skil og var snjall' ræðumaður. — — Mér þykir leitt að dóttir yðar skyldi eigi koma með yður, mælli Edith. Henni geðjast líklega ekki að því hvað við Bandaríkjamenn erum blátt áfram. — Þetta er misskilningur, kæra frú, mælti Garavel. Hún dáist að Bandaríkjamönnum eins og ég. Við erum frjálslynd, því að við höfum farið víða. Það má vera að ég sé nokkuð strangur á heimili mínu, eins og aðrir Panama- menn, en ég er vanur að haga mér eftir þeim siðum sem eru í landi hverju þar sem ég kem. Og dóttir mín er alveg eins. — Hinir spönsku Ameríkanar kunna betur en við að aðhyllast siði annara þjóða, mælti Cortlandt. Við tökum upp þá útlenda siði, er okkur falla í geð og gleymum jafnframt okkar eigin siðum, en þið eruð Þjóðverjar með Þjóö- verjum og Bretar með Bretum, en gleymið því þó aldrei að þið eruð Spánverjar. Bankastjórinn brosti. — Þótt dóttir min sé ung hefir hún fengið talsverða þekkingu. Hún hefir ferðast víða, kann að tala fimm tungur — en samt sem áður er hún Garavel — ósvikinn Panamaborg- ari. Hún er dýrmætasta eignin min og henni er líf mitt helgað. — Ég vona að þér og dóttir 'yðar heimsækið okkur oft þegar við erum flult í nýja bústað- inn. — Hafið þér leigt hús Martinez? — Já, kannist þér við það? — Ég þekki það eins vel og mitt eigið hús. Þið voruð heppin að fá slíka íbúð. Ég vildi bara að ég gæti gert yður einhvern greiða. — Okkur langar lika til þess að gera yður greiða, mælti Cortlandt og lagði áherslu á orðin. En Garavel lét sem hann skildi það ekki. Hann hneigði sig aðeins kurteislega og siðar barst talið að hinu og öðru. Að miðdegisverði loknum braut frú Cortlandt upp á þvi efni sem hann hafði ætlað sér að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.