Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 06.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Úr ýmsum áttum, Það er alkunnugt, að áfengis- auðvaldið hefir einna öflugast skipulag og samtök sín á inilli af öllum »stórveldum« heimsins. Það »kaupir« sér aðstoð blað- anna víðsvegar um heim, ann- aðhvort með beinum fjárveiting- um, eða þá með auglýsingum. Auk þess á áfengisvaldið nokk- ur stærstu blöðin, og það eru þessi blöð, sem m. a. senda út um allan heim fréttirnar um hina miklu »smánarför« (fjasko), sem bannið í Bandarikjunum og öðrum bannlöndum hafi fariði í Lundúnum hefir áfengis- auðvaldið einnig sett á stofn fréttamiðstöð, sem miðlar álíka fréttum til blaðanna um allan heim. Eru þau blöð, sem á þess- háttar fréttum og fróðleik lifa, venjulega auðþekt á því, að það ber aldrei við, að þau flytji neinar þær fréttir, er komið geti bindindismálum að neinu haldi, þótt þau telji sig »hlynt bind- indi og allri sannri bindindis- fræðslu!« Það gæti því verið fróðlegt, að flytja einstöku sinn- um fréttir af bindindismálum og banni, sem eigi á upptök sín í herbúðum áfengis-auðvaldsins. Hérna eru tvær smásögur, sem hafa það eitt til síns ágætis, að þær eru nýjar og sannar: Bannið í U. 8. A. Henry Ford, bílakóngurinn nafnfrægi, hefir nýlega gefið þessa yfirlýsingu í viðtali við blað eitt í Bandaríkjunum og framkvæmd þess: »Eftir 5 ára reynslu er bann- ið alls engin »fjasko«! Úr því að kristindómurinn þurfti marg- ar aldir til að ná fótfestu, — hvernig er þá hægt að telja 5 ár nægilegan tíma til þess að framkvæma stærstu siðabótina, siðan kristni var tekin? Kostir þeir, sem bannið hefir þegar haft í för með sér, vega óend- anlega miklu meira heldur en ókostir þeir, sem komið hafa í ljós, — ekki sökum bannsins, heldur sökum misbresta við framkvæmd þess«. — — Norskur læknir, sem er á ferð í Ameríku um þessar mundir, frú Ingeborg Aas frá Þrándheimi, skrifar m. a. í blaðið »Niðarós«: »— Ég hefi alls eigi séð aöra drykki en ísvatn hafða um hönd í Kanada eða Bandaríkjunnm, hvorki hjá einstaklingum né í opinberum veizlum, jafnvel ekki í dýrlegum miðdegisverðar-sam- sætum«. — — Meðal margra annara merkra manna er Norðmenn sendu til Ameríku í sumar í tilefni af 100 ára minningarhátíðinni um land- nám Norðmanna í Bandaríkjun- um, voru tveir landskunnir stór- þingsmenn, J. C. Hambro og Knútur Markhús. Er Hambro andbanningur af sál og sinni, en Markhús bindindispostuli og bannmaður af öllu hjarta. Þeim sagðist báðum þannig frá: — »Eg á það enn þá eftir að sjá einn einasta mann drukkinn í þessu feikn mikla fjölmenni«, skrifar bindindispostulinn Mark- hús, frá Minneapolis. — Og and- banningurinn Hambro kveðst eigi hafa séð einn einasta mann ölvaðan af öllum þessum fjölda, nær 100 þúsund gestum auk allra borgarbúa í Minneapolis! — Vóru það þó Norðmenn flest- allir, er þarna vóru samankomn- ir, og er þeim að jafnaði alls eigi brugðið um of áberandi hóf- semi við bátíðleg tækifæri! Fýkur í skjólin. Dagblaðið gat þess fyrir nokkru síðan, hve örðugt væri orðið um vik fyrir smyglurun- um austur við landamæri Noregs og Svíþjóðar. Var Straumstaður í Svíþjóð áður aðalhöfn og þrautalending smyglara á þess- um slóðum, en samkvæmt nýj- um lögum var smyglurum í fyrra bannað að leita þar hafn- ar, jafnvel þótt þeir væru búnir að afhenda farm sinn. í fyrra- haust leitaði dönsk smygilfleyta, »Belhania«, inn til Straumstaðar, og kvaðst skipstjóri aðallega ætla að komast að raun um, hvort svo væri í raun og veru, að farmlaus smygilskip mættu alls eigi leita þar hafnar samkvæmt hinum nýju lögum. Lögðu sænsk yfirvöld löghald á skipið, og dæmdi undirréttur það upptækt. Hefir yfirréttur nýskeð staðfest dóm þenna, og samtímis ákveðið, að honum verði eigi áfrýjað. Er ÍDagðlað. , Bæjarmálaklað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. þar með skorið úr þessu vafa- atriði, og þessari þrautalendingu danskra og þýzkra smyglara lokað. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 6,58. Ardegisháflæður kl. 7,20 í fyrra- málið. 10. vika sumars hefst í dae. Nætarlækuir í nótt er Ólafur Gunnarsson, Laugaveg 16. Simi 272. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Norðan- og vestanlands var norðanátt í morgun, en aust- læg átt hér og í Vestmannaeyjum. Heitast var i Grindavík 10 stig, i Reykjavík, Stykkishólmi og á Akur- eyri 9 st., Vestmannaeyjum og Seyð- isíirði 8, á Hólsfjöllum 5 st. í Kaupmannaliöfn var 16 st. hiti, í Angmagsalik 7 og Jan Mayeu 5. Loftvægislægð er fyrir sunnan land, og er búist við norðaustlægri átt og úrkomu sumstaðar á Norður- og Austurlandi. Lúðrasveit Reykjavíkur fer með Botníu í kvöid til Akureyrar og leikur par sem skipið kemur viö. Nokkrir úr ílokknum ætla að fara landveg að norðan til Borgarness. Sundskálinu i Örfirisey verður vígður á sunnudaginn kl. 7 síðd., og eru þeir, sem ætla að taka þátt í sundsýningunni við vígslu skál- ans, beðnir að mæta þar kl. 8 í kvöld, stundvislega. Eigendur björgunarskipsins Geir hafa gert tilboð um að ná kolunum úr »Inger Benedikte«, sem sökk hér á ytri liöfninni, fyrir 20 kr. pr. tonn komið i pramma, og ennfremur að sprengja flakið svo, að ekki verði minna en 30 feta dýpi niður að því um stórstraumsfjöru, gegn 100 kr. gjaldi til Geirs fyrir hverja kiukku- stund sem hann vinnur við spreng- inguna, en ekki nema 30 kr. um kl.st. þegar aðeins er unnið af kaf-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.