Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 06.08.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Drekkið Tutti-Frutti frá Sanitas ara. Höfnin á að leggja til alt sprengiefni, og er búist við að það verði ÍOCO—1500 kg. Onnur tilboð hafa ekki komið í þetta, og ákvað hafnarnefndin að taka því, og heíir falið hafnarstjóra að gera endanlega samninga því viðvíkjandi. Iþróttamót ungmennasambands Borgarfjarðar á að halda næsta sunnudag á Hvítárbökkum hjá Ferjukoti. — Eins og kunnugt er, fórst mótið fyrir í sumar vegna ill- viðris, en vonandi tekst nú betur til. Lúðrasveitin spilar í kvöld kl, 8‘/s fyrir framan Stjórnarráðshúsið, ef veður leyflr. Franskt rannsóknarskip, »Pourquoi pas«, kom hingað í gær frá Græn- landi. Heflr skipið verið aö rann- sóknum í Norðurhöfum i sumar, og kom nú siðast frá Scoresby- sundi á Austur-Grænlandi. Kúabóla hefir gengið á Lágafelli nú undanfarið, og hafa allmargar kýr sýkst. Barst veikin þangað með kúm að austan, sem sýkst höfðu af Arnarbæliskúnum, en þar gekk kúabóla fyr i sumar, eins og skýrt heflr verið frá. — Fjórar kýr hefir orðið aö drepa á Lágafelli vegna illkynjaðrar júfurbólgu, sem bólan orsakaði. Annars er ekki talið hættu- iegt að neyta mjólkur úr bóluveik- um kúm. Botnvörpnng’arnir eru nú að búast á veiðar, og fóru þeir fyrstu, Skalla- grímur og Apríl, út í gær. Skúli fógeti kom inn í morgun með 60 tn. lifrar. Hitasumur ogdrepsóttir á fyrri öldum. Frh. Eftir harða veturinn 1112 kom svo heitt sumar, að kvikn- aði í trjám og runnum, en gras- svörður sviðnaði. Árið 1116 gengu jarðskjálftar yfir meiri hluta Evrópu, ásamt sífeldum þurkum. Jörðin rifnaði víða sundur, en flóð og ár hurfu niður í gjárnar. Flóðöldur, engi- sprettur og drepsóttir gengu yfir og lömuðu svo hugi manna og jgg$r Anglýsingum í Dag- blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Sími 744. athafnir, að alt komst á vonar- völ og ringulreið, og héldu marg- ir að heimsendir væri kominn. Miklir hitar og þurkar voru einnig 1130 og héldust þeir víða með stuttu millibili til árs- ins 1139. Ómunablíður vetur var 1186. Fá fóru tré að blómgast í janúar, og uppskera varð í maí og vín- berjatekja í byrjun ágústmánaðar. í júlí og ágúst 1231 var svo mikill hiti í Suður-Fýskalandi, að — eftir því sem söguritarinn segir — auðvelt var að sjóða egg í sandinum. Sumurin 1236, ’58, ’59 og ’60 voru mjög heit og afleiðing- arnar uppskerubrestur og dýrtíð. Frh. Sonnr járnbrantakóngslns. inn að heims-versluninni, en vér höfðum ekki vald á honum. Nú þarf að sameina öll hyggindi til þess að halda uppi því sem áunnist hefir. »Andreas Garavel forseti Panama lýðveldiscc. Fetta lætur vel i eyrum vinir minir, en þó er ýmislegt, sem í móti mælir. — Látið oss heyra hvað það er, mælti hús- bóndinn brosandi, og mun það verða að engu við nánari athugun. Mér segir svo hugur um, að yðar bíði glæsileg framtíð. — — f*að var liðið að óttu er Andreas Garavel bankastjóri kvaddi vini sína. Er hann steig niður riðið fyrir framan hótelið, bar hann höf- uðið hátt, sem var hvítt fyrir hærum. Var sem honum hefði vaxið ásmegin, og mátti vel sjá það á svip hans og framkomu. Hann settist í vagn sinn og hleypti gæðing- unum frá Perú af stað heimleiðis, en í hjarta hans hljómaði þýður söngur. XVIII. ' Maria Toxres. Allan, trygðatröllið var fljótur að framkvæma verk það sem honum var falið. Svo virtist sem sú trygð ei^hann bar í brjósti, hefði jafnan lánið í för með sér, og þótt Chi- quita hefði átt hundrað alnöfnur mundi hann hafa þeíað þær allar uppi. Hann gaf Kirk það jafnvel í skyn, að ef svo hefði verið ástatt, að einhver Chiquita-sál ætti heima fyrir handan fljótið lifs og dauða, skyldi hann fara og leita hennar og finna hana. Árla morguns nokkrum dögum síðar, kom hann til Kirks, setti upp merk- issvip og var nú mikið niðri fyrir. — Herra minn, mælti hann, nú hefi ég náð í kvennmanninnyðar. — Er það satt? Hvað heitir hún og hver er hún? — Hún heitir ungfrú Torres herra minn og býr i litla húsinu sem þér sáuð í brekkunni. — Hefirðu séð hana? Antony trúði þvi tæplega sem á eftir fór. — Já, mjög greinilega. — Hvernig leit hún út? Var hún dökk? — Já, mjög dökkleit herra. — Og lítil vexti?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.