Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 11.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ uldurinn á vegi stótrækra um- bóta. Ræktunarskilyrði eru viða ágæt á landi hér og aðstaða til iðnaðar ákjósanleg ef flutninga- þörfinni væri hægt að fullnægja. En það er auðskilið mál, að landbóndinn ræðst ekki til mik- illa umsvifa í nýyrkju eða öðr- um jarðarbótum, meðan hann getur ekki komið afurðum sín- um í verðmæti jafnóðum og þær gefast. Og eins er með iðnað ef reka ætti hann í stærri slíl en nú er gert í vinnustofum kaup- túnanna. Samgöngurnar eru fyrsta lífskilyrði betri búhátta og nýrra framkvæmda. Einnig verður að hyggja að því, að útþrá bæjarbúanna fer vaxandi og aðstreymi útlendra langferðamanna eykst með ári hverju. Hvorirtveggja krefjast hindrunarlausra ferða til fjar- lægra staða og báðum verður að fullnægja eftir því sem föng eru til. Gróðinn að erlendum ferða- mönnum mun réttast metinn til verðgildis af Svisslendingum, og þeir Iáta heldur ekki sitt eftir liggja til að fullnægja þeim skil- yrðum, sem að miklu leyti skapa aðkomugróðann. En hér er ekk- ert gert til að beina hingað er- lendu verðmæti. — Viðunandi samgöngur þurfa að komast á til sveitanna sem nú eru afskiftar, svo að þær geti tekið eðlilegum framförum og hægt sé að gera þar nauðsyn- legustu umbætur. Ógreiðar sam- göngur mega ekki lengur halda landbóndanum í fjölrum kyr- stöðu og einangrunar. Bæjarbú- inn verður að geta komist á stuttum tíma, sem lengst út úr háreysti og óheilnæmi bæjarlifs- ins. Og ferðamaðurinn verður að komast hindrunarlaust milli fjarliggjandi staða. Á næstu árum ættu aðalfram- kvæmdirnar að vera í lengingu veganna og endurbættri gerð þeirra. -m. -n. Lyra kom liingað í gærkvöld frá Noregi um Vestmannaeyjar, eftir fljóta ferð. Var skipið rétta 3 sólar- hringa frá Bergen til Vestmannaeyja með 4—5 tíma viðstöðu í Færeyjum. Útflutningur ísl. afurða i júlímánuði. (Skýrsla frá Gengisnefndinni). Fiskur verk. 3,145,032 kg. Kr. 2,896,730 Fiskur óverk. 1,125,785 — 407,406 Karfi saltaður 49 tn. 990 Sild . . . . 50,771 — 1,872,102 Lax .... 6,890 kg. 14,634 Lýsi .... 533,069 — 367,761 Sundmagi. . 10,436 — 31,053 Hrogn . . . 529 tn. 17,405 Kverksigar . 1,900 kg. 380 Hestar . . . 419 tals 83,840 Dúnn . . . 526 kg. 34,708 Skinn . . . 1,065 — 9,043 Ull . . . . 7,875 — 19,879 Gráðaostur . 1,893 — 3,710 Sódavatn . . 3,000 fl. 600 Samtals í júlí 5,760,241 — - júni 3,391,083 — - maí 3,730,522 — - apríl 3,523,895 — -mars 3,386,204 — - febr. 5,186,919 — - jan. 6,252,800 Samtals árinu kr. 31,231,664 Útflutt um sama leyti % í fyrra ca..............— 32,400,000 Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 11,5. Árdegisháflæður kl. 11,40 í fyrra- málið. Nætnrlæknir í nótt Sæmundur Bjarnhéðinsson prófessor, Lauga- veg 11. Sími 162. Nætnrvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Hægviðri var alstaðar í morgun og víðast norðlæg eða vest- læg átt. Heitast var í Stykkishólmi 12 st., Reykjavík og Akureyri 11 st., Seyðisíirði, Hornafirði, Vestmanna- eyjum og Hólsfjöllum 10 stig, en 7 stig á Raufarhöfn og 8 á ísafirði. í Kaupmannahöfn var 19 st. hiti, Færeyjum 12 og Angmagsalik 6 st. í gærkvöld. — Loftvægislægðir eru bæði fyrir sunnan og norðaustan land og er spáð þurviðri viðasthvar í dag, en poku fyrir Norðurlandi. Esja var á Sigluflrði i morgun. Botnia kemur væntanlega til ísa- fjarðar í kvöld og á að koma hing- að um hádegi á morgun. Héðan fer hún aftur annaðkvöld áleiðis til útl. Gnllfoss kom frá útlöndum i fyrra- dag. Meðal farþega voru: Garðar Gíslason stórkaupm. Björn Sigurðs- son fyrv. bankastjóri og frú. Krist- ján Siggeirsson kaupm. og frú. Ung- ÍDagðlað. Bæjarmálablnð. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Áskriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Rnkarastof'a Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. írú Lilja Hjaltadóltir, frú Hanson, frú Álfheiður Briem, frú E. Torberg, Carl Sæmundsen stórkaupm, Karl Olgeirsson kaupm. á ísafirði, P. Bernburg fiðluleikari, Valdemar Jónsson afgreiðslumaður, Jóhannes Jónsson verslunarm., Snorri Arin- bjarnar, Richard, kaþólskur prestur, S. Lorenzsen prófastur og Svane lyfsali með fjölskyldu sína. — Gull- foss fer héðan til Vestfjarða á föstu- dagskvöld. Suðnrland fór til Borgarness í morgun með fjölda farþega. Skipið fer aftur uppeftir á flmtudagsmorg- uninu, en á föstudaginn fer það á- ætlunarferð til Breiðafjarðar. Halldór Hansen læknir er nýfar- inn i sumarfrí oggegnir Ólafur Jóns- son læknir störfum hans á meðan. „Ponrqnoi-pas“ (Hvers vegna ekki?) fór héðan í gærkveldi áleið- is til Frakktands. Búið er að fylla upp forarvilp- una, sem var móts við Bræðraborg- arstig 17 og Dagblaðið mintist eitt sinn á. Heflr verið borin ofan í hana möl og frárenslið lagað um leið. Jarðarför Hjartar sál. Snorrason- ar alþingism. fer fram á morgun og hefst frá dómkirkjunni kl. 2, — Lík- ið verður flutt hingað með Suð- urlandinu. Gróðrarstöðin er nú f blóma sín- um og er þar fagurt um að litast. Útlit Gróðrarstöðvarinnar sýnir bezt hver bæjarprýði er að trjágróðri og blómarækt og þyrfti slíkir blettir að vera sem víðast um bæinn, þótt í smærri stíl væri. Hvítir yegir eru hér sjaldséðir að jafnaði. Vegurinn frá Háteig upp að vatnsgeymir er nú liulinn salli og. allur hvitur.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.