Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 21.08.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 21.08.1925, Qupperneq 1
Föstudag JÍ* I. árgan 21. ágúst t/Jfíh l/7n 166 1925. Nmr wwmf (r rww _ iölublc SAMBANDIÐ milli Austur- og Vestur-íslendinga er svo ó- stöðugt og haldlaust, að til stórtjóns er, fyrir báða þjóðar- hlutana. Vesturfarinn er tapað- um heimalandanum, strax eftir síðustu kveðjur, og fjarlægðin slítur oftast öll vináttutengsl og ættarbönd. — Einstakar undan- tekningar eru frá þessari venju- legu staðreynd, en þeirra gætir mjög lítið gagnvart heildarregl- unni. Þetta haldleysi sambandsins ber vott um minni ræktarsemi en vansalaust er, og gætir þess miklu meira hjá okkur heima- mönnum en frændum vorum vestra. Vestur-íslendingar gera miklu meira til að halda sam- bandinu við heimalandið óslitnu, og taka fegins hendi hverri frétt að heiman og hverju tækifæri, sem gefst til viðhalds ættar- tauginni. Peir berjast drengilegri baráttu fyrir viðhaldi þjóðernis- ins, og eiga þar við miklu meiri erfiðleika að stríða en okkur er kunnugt um. Það er mjög auð- skilið mál, að aðstaða Vestur- íslendinga til viðhalds máli og þjóðerni hlýtur að vera mjög erfið, þar sem þeir eru aðeins örlítið brot í þjóðahafi heillar heimsálfu, og auk þess dreifðir og strjálir um víðlendur hennar. Sumir halda því fram, að barátta Vestur-íslendinga fyrir viðhaldi þjóðernisins geti engu áorkað nema meðan sú kynslóð er við líði, sem nú er uppi, og jafnvel nokkuð fram á annan ættlið. Lengur geti sérstaks þjóð- ernis íslendinganna ekki gætt, og því sé viðhaldið vonlaust, nema með því meiri endurnýjun héðan að heiman. Nokkuð hafa þeir til síns máls, en vonandi verða þeir giftudrýgri, sem trúa að vernda megi þjóðernið og ís- lendingseðlið þar vestra um ó- fyrirsjáanlega langa framtíð. En ef það á að takast, þurfa sterk- ari öfl en nú eru að starfi, að koma þar til hjálpar. Ef islenzkt þjóðerui yrði al- dauða í Vesturheimi, yrði það okkur meiri þjóðarskaði en met- inn verður nú, og enn siður þegar íslendingar yfirleitt, vakna til meðvitundar um það hlut- verk, sem bíður þeirra í nýrri og öflugri heimsmenningu. Þjóðræknisstarfsemi Vestur- íslendinga er virðingarverð, frá hvaða sjónarmiði sem á hana er litið, og hún verðskuldar ó- skifta athygli og aðstoð frá öll- um þeim, sem þykir samheldni og átakaþróttur íslenzku þjóðar- innar nokkurs virði. Vestur-Is- lendingar hafa gert mikið til viðhalds og eflingar íslenzku máli og þjóðerni, þrátt fyrir erfiðleika aðstöðunnar. Og einir hafa þeir verið um þær athafn- ir, því liðsinni héðan að heim- an hefir í engu létt þeim að- stöðuna. — Kirkjumálin hafa verið meginstarf þeirra í þessa átt, og þar hafa þeir unnið þrek- virki með að halda uppi sér- stökum stofnunum og hafa sína eigin kennimenn, jafnvel hversu lítil »nýlenda« sem verið hefir. Innbyrðis deilur hafa mjög dreg- I ið úr samstarfi kirkjufélaganna, en nú er þeim málum komið í betra horf, því hinar marg- skiftu og dreifðu kirkjudeildir hafa flestar sameinast í aðeins 2 sambönd. Skólastarfsemi kirkju- félaganna hefir einnig gert sitt til viðhalds og eflingar íslenzks máls og menningar, og mun Jóns Bjarnasonar skóli hafa ver- ið þar einna atkastamestur og notadrýgstur. Siðan Þjóðræknisfélagið var stofnað hafa deildir þess haldið uppi tímaskólum víðsvegar um bygðir Vestur-íslendinga og mest áherzla lögð þar á kenslu í íslenzku máli og bókmentum. Þjóðræknisfélagið hefir einnig gert ýmislegt annað til efling- ar þjóðernisins, og má þar fyrst telja fyrirlesaca héðan að heim- an sem ferðast hafa víðsvegar um bygðir Vestur-íslendinga og haldið fyrirlestra, og er þess skylt að geta, að val þeirra befir tekist sérlega vel. Nokkurt hlé hefir verið á þeim ferðalögum núna síðustu árin, en að nokkru mun Einar H. Kvaran bæta úr því, með veru sinni vestan hafs. Einnig hefir félagið gefið út árlega stórt og vandað tímaritið og er það myndarlegasta tímarit sem nú er gefið út á íslenzkri tungu. Stórum og dýrum blöðum hafa Vestur-íslendingar einnig haldið úti um 40 ára skeið og mun þau hafa átt annan drýgsta þáttinn í viðhaldi málsins og þjóðlegra sérkenna. Ýmislegt fleira hafa þeir að- hafst sem stefnt hefir í sömu átt, en aðeins það helzta er hér talið. En einir hafa Vestur-Islending- staðið að þessu þjóðræknis- starfi sinu, og án nokkurrar verulegrar aðstoðar okkar heima- mannanna. Liðsinni héðan að heiman verður hér eftir að létta þeim frændum vorum baráttuna fyrir viðhaldi ættartengslanna og mætti gera það á margan hátt, án þess okkur væri í neinu íþyngt. -m. -n. Síldaríréttir. Siglufirði í gær. Iho hæstur með 2517 mál, Eir frá Isafirði næstur 2330, Forset- inn 2053, Björgvin (Duus) alls 1932, Seagull 1802, Bifröst 1675, Hákon 1466, Svanur 1301, Margrét 1186, Svanur 2 (Lofts) 1050, Skjaldbreið 952, Björgvin (Lofts) 933, Ingólfur 817, Alden 807, Keflavik 600 mál. Afli afar misjafn, mikil þoka daglega tefur fyrir veiðinni.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.