Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 21.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Frá bæjarstjórnarfundL Bæjarstjórnarfnndnr var hald- inn í gærkvöld og voru 7 mál á dagskrá. Fundurinn var frem- ur fámennur, vantað 5 bæjar- fulltr. á fundinn, en áheyrendur urðu venju fremur margir. Brnnahótarvirðingar nokk- ura húsa voru samþyktar, um- ræðulaust eins og venjulega. Byggingarleyfl fyrir 7 hús voru samþykt, af þeim er eitt í nýbýlalandi bæjarins inn í Sogamýri. Einnig voru nokkrar breytingar á eldri húsum leyfðar. Húsaflntningar. Fasteigna- nefnd hafði lagt til að i haust yrðu fluttir burtu skúrarnir sem standa ofan vert við Bergþóru- götu austan Vitastígs, og hafði ráðið til, að þeir yrðu fluttir suður á Grimsstaðaholt sunnan- vert við fyrirhugaða Þrastargötu. Flestir skúranna standa nú á þeirri lóð sem nýji barnaskól- inn á að verða, og verður e. t. v. byrjað á undirbúningi bygg- ingar hans í vetur, en áður þurfa skúrarnir að vera farnir. Voru þessir flutningar samþyktir með þeirri breytingu, að þeir yrðu ekki fluttir burtu fyr en í vor, ef ekki væri fyrirsjáanlegt að það kæmi að baga. Skúrarnir hafa verið settir i leyfisleysi þar sem þeir eru, en samt vildi bæjarstjórnin hjálpa til við flutning þeirra, og það sem bærinn legði fram yrði greitt af því fé, sem heimilt er að nota til að ráða fram úr hús- næðisvandræðum í bænum. Málfræði. Út af umsókn frá Inga Halldórssyni baka, um lög- gildingu á mjólkurbúð á Vest- urgötu 14, komust bæjarfulltrú- arnir i hár saman út af því hvort réttara væri að segja »lagt fram erindi frá bakara Inga Halldórssyni« eða 1. f. erindi frá Inga Halldórssyni bakara. Vék Ól. Fr. umræðunum inn á þessa braut, með því að vita málið á skjölum bæjarstjórnarinnar og tók þetta sem dæmi. G. Cl. þótti illa setja á Ólafl að fara að vita þetta, því sjálfur skrifaði hann ekki neitt sérlega rétt mál, og fleiri lögðu þar orð í belg. Sner- ust umræðurnar loks upp i ætt- fræði og einkamál, og komust ræðumenn að þeirri visindalegu niðurstöðu að nokkuð margir bæjarfulltrúanna væru danskrar ættar eða dansk-tengdir. Fví er svo greinilega sagt frá þessu, að um þetta urðu mest- ar umræður og virtust sumir eiga ilt með að hætta þeim. Aukadýrtíðaruppbót handa starfsmönnum bæjarins var til 2. umr. og var samþykt um- ræðulaust eins og hún var af- greidd á siðasta bæjarstjórnar- fundi. Fundargerð fátkranefndar var einnig samþ. umræðulaust. Yíasalan í bænnm var siðasta mál á dagskrá og var Þórður Bjarnason málshefjandi. Eftir nokkrar umræður var samþykt með öllum atkvæðum gegn 1 svo hljóðandi tillaga frá Þ. Bj.: »Bæjarstjórn Reykjavikur ákveð- ur að kjósa 5 manna nefnd til að athuga á hvern hátt er hægt að draga' úr áfengisbölinu í bænum«. í nefndina vork kosnir Kn. Zimsen borgarstjóri, Pétur Halldórsson, Sig. Jónsson, Ól. Fr. og Þ. Sv. Verður nánar sagt frá um- ræðunum á morgun. * Borgin. Sjárnrföll. Síðdegisháflæður kl. 6,33 í dag. Árdegisháflæður kl. 6,50 í fyrramálið. Nætnrlæknir í nótt er Ólafur Gunnarsson, Laugaveg 16. Simi 272. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Lygnt var alstaöar í morgun nema i Vestmannaeyjum var snarpur vindur. Heitast var í Stykkishólmi 11 stig, Reykjavík, Grindavik, Hornaflrði, Akureyri og ísaflröi 10 st. og jafn heitt í Fær- eyjum. í Kaupraannahöfn 17 stig. Angmagsalik 7 st. og á Jan Mayen 7 st. Loftvægislægð er suðvestan við írland. Spáð er svipuðu veðri. ♦ Baldnr kom i nótt af veiðum meö 103 tn. lifrar. ÍÞagGlað. Bæjnrmálablað. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á raánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. ¥0fT Rakarastofá Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparslfg. Illjómleikar fjú Dóru Sigurðsson i Nýja Bió i gærkvöld voru vel sóttir. Söngur hennar var aðdáanlegur og létu áheyrendur ánægju sina óspart í ljósi. Maðnr féll í gær út af flutninga- bifreið um leið og hún beygði fyrir hornið á Herkastalanum. Varð hann undir bifreiðinni og fótbrotnaði, og var strax fluttur á sjúkrahús. Skipaferðir. Esja á að fara héðan í fyrramálið i hringferð suður og austur um land. Gullfoss á að fara annað kvöld til útlanda um Vestmannaeyjar. Nova er væntanleg hingað á morg- un norðan um land. Willemoes kom í gær frá Eng- landi með kol og steinolíu. Mjölnir kom einnig hingað i gær. í berjamó upp að Lögbergi fóru um 60 börn í morgun, undir umsjá ungfrú Puriðar Sigurðardóttur. Eru petta börn sem verið hafa i sumar á barnaleikvellinum í Vesturbænum, og nokkur fleiri. Gamalmennaskemtnn er ráðgert að halda á sunnudaginn á túninu við Grund. Verður hún með liku sniði og undanfarin ár, og er pess vænst, að bæjarbúar leggi lið sitt fram svo hún geti orðið myndarleg og gamla fólkinu sera ánægjulegust. Listasafn Einars Jónsson er nú daglega opið kl. 1—3, og er þar ýmislegt að sjá frumlegt og sér- kennilegt. Er pað cina safnið sem nú er opið hér fyrir almenning, annað en Alpýðubókasafnið. Húsnsmiðir liafa nýskeð verið sampyktir af byggingarnefnd peir Sigmundur Halldórsson, Amtmanns- stig 4, og Jón Th. Guðmannsson, Bergstaðastræti 59. Byggingin f Hnfnnrstrætl. Helga Magnússyni & Co. heflr nú verið leylt að bæta einni hæö ofan & byggingu peirra við Hafnarstræti. Ætlar byggingamefnd og bæjarstjórn

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.