Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 29.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Ijóst — á elleftu stundu — aff á Grænlandi þarf fljótrar og gagngerðrar breytingar við, í öll- um atvinnuvegum og lifnaðar- háttum, ef þjóðin á að eiga nokkra viðreisnarvon. Alt fram að siðustu árum hefir mikill # hluti dönsku þjóðarinnar lifað í þeirri sælu villutrú, að á Græn- landi væri hreinasta »Eskimóa- Paradís« undir verndarvængjum einokunarinnar og Grænlands- stjórnar. Par stæði góðir dansk- ir menn eins og »Kerub með sveipandi sverði« og bægðu frá Grænlandi synd og sjúkdómum og öllu illu, en sæju Eskimóum fyrir öllum þörfum líkama og sálar á föðurlegasta hált. En nú hafa Danir sjálfir komist að því smámsaman, að ástandið á Grænlandi er ekki glæsilegt. Syndin er komin inn í Paradís. M. a. danskar syndir. Það var fullyrt í ríkisþinginu danska í fyrra, að á Vestur-Grænlandi sé eigi framar einn einasti Skræl- ingi af hreinu, óblönduðu blóði. Peir séu kynblendingar allir saman. Og reynslan virðist sýna að þessi nýja þjóð sje engin kostaþjóð, eins og heldur eigi er við að búast í fyrstu ættlið- um, hvað sem síðar kann að verða. Peir eru hvorki Eskimó- ar né Danir, og geta því hvorki haldið áfram atvinnuháttum Grænlendinga né tekið upp danska atvinnuvegi, svo að haldi komi. Móðurfeður þessara nýju Grænlendinga hafa verið veiði- menn frá aldaöðli. Nú er sú list þeirra í hraðri hnignun, og veiðiskilyrðin þegar þorrin. Hreindýrin eru sama sem liðin undir lok, og selveiðarnar full- nægja eigi framar lífsþörfum þjóðarinnar, — þrátt fyrir, eða réttara sagt sökum einokunar- verslunarinnar. Verða nú Græn- lendingar að snúa sjer að fiski- veiðum og kvikfjárrækt, og virð- ist hvorugt láta þeim vel, eins og við er að búast. Nú er það alvarlegur og vel- viljaður ásetningur ríkisstjórn- arinnar dönsku, að reyna að ráða bráða bót á þessum skakka- föllum í þjóðlífi Grænlendinga. Er einn liður í því starfi land- nám það, er nú fer fram í Scoresby-firði, en þangað á að senda Eskimóa-fjölskyldur þær, sem nú eru á ísafirði og fara þaðan ásamt nývígðum presti sinum, áleiðis til hinna nýju heimkynna sinna. Borgin. Sjávarföll. Háflæður kl. 1,40 í dag. Árdegisliáflæður kl. 2,25 i nótt. Höfoddagurlnn er í dag. Nætnrlæknir M. Júl. Magnús Hverflsgötu 30. Sími 410. Næturlæknir aðra nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Simi 1185. Nætnrvörðnr i Reykjavikur Apó- teki. Tfðarfar. Ringningarlaust var al- staðar i morgun nema á Hólsfjöllum og Raufarhöfn. Heitast var í Horna- flrði 12 stig, Seyisfirði 10, annars- staðar 9 st. nema Raufarhöfn 7 og Hólsfjöllum aðeins 4 stig. í Kaup- mannahöfn var 15 st. hiti, Færeyj- um 10 og Jan Mayen 0. Frá Græn- landi komu engin viðurskeyti í morgun. — Djúp loftvægislægð er fyrir austan land. Búist er við hægri norðlægri átt á Austurlandi, vest- lægri á Suðurlandi en breytilegri vindstöðu annarstaðar. Messur á morgruu. Dómkirkjan kl. 11 sira N. Steingrímur Porláksson prestur frá Vesturheimi. Frikirkjan kl. 2 síra Árni Sigurðs- son og kl. 5 síra Haraldur Níelsson. Landakotskirkja kl. 9 árd. Há- messa. (Engin siðdegisguðpjónusta). Trúlofuð eru ungfrú Guöbjög Fri- mannsdóttir og Valdimar Einarsson bakari. Hljómleikur söngkonunnar H. Strindberg í gærkv. var allvel sótt- ur. Á skránni voru lög eftir Strauss, Brahms, Sjögren, Jordan, Grieg og Tschaikowsky. Voru áheyrendur mjög hrifnir og varð söngkonan að syngja sum lögin aftur og bæta nýj- um við. Söngröddin er mikil, skær og blæfögur og vel löguð fyrir bæði óperusöng og konsertsöng. Prentarafélagið fer skemtiferð á morgun upp að Lögbergi, ef veður leyfir. Jón Benediktsson læknir i Hofsós- héraði, heflr fengið lausn frá em- bætti frá 1. sept n. k. Ari kom af veiðum i gærkvöld með 70 tn. lifrar. Sigurður Skagfeldt söngvari er ný- kominn til bæjarins og ætlar að ^Dag6íað. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. D0T~ Bnkarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. syngja á mánudaginn í Nýja Bíó Sigurður er orðinn þektur söngvari og mun mörgum þykja gott að hann lætur nú til sín heyra. Gnðmuudnr Guðmundsson frá Vega- mótum er sjötugur i dag. Leitarleiðangurinn í gær varð all- fjölmennur og var leitað frá Lögbergi norðurheiði, þangað til boð komust héðan til þeirra um kl 4’/». Voru þá þeir sem leitaö var að komnir hingað heilir á húfi, fyrir tveim timum. Höfðu þeir lent í þoku, legið úti um nóttina og jafnvel fundið »ókunn fjöll«. Að öðru leyti var ferðin ekkert söguleg frá þeirra hálfu. Peningar: Sterl. pd.. Danskar kr Norskar kr Sænskar kr Dollar kr Gullmörk 122,59 »Osló« til Ameríku Seglsnekkja Ólafs Hákonar- sonar konungsefnis, á að keppa fyrir hönd Noregs í kappsigling- um þeim, er fram eiga að fara í september á Long Islandss-undi í Ameríku. Kappsigling þessi er á milli Ameríkumanna og Norð- urlandabúa. Og keppir krón- prinssnekkjan »Osló« i sínum flokki (6 metra bátar). Var »Os- ló» send vestur með »Bergens- fjord« þ. 25. þ. m. Sjálfnr getur Ólafur konungsefni ekki farið vestur, þareð hann á að halda áfram námi við Oxford-háskóla á Englandi. Heitir sá Magnús Konoiv, er sigla á »Osló« þar vestra.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.