Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 03.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Fólk af fjarskyldum kynstofn- um og með ólikum tungumál- um er altaf að mætast og skilja hver aðra, er þær tala saman á tungumáli kærleikans og bróður- þelsins. Yzt norðan úr isjakadreifing- unni, kom hann fyrsti græn- lenzki presturinn, sira Abelson — til þess að taka við vigslu til starfsins heilaga — í landinu þar sem biskupar frá Grænlandi kendu stéttarbræðrum sinum ís- lenzkum, að búa til messuvín úr krækiberjum. Var nú högum breytt — sam- göngur höfðu batnað og menn- ing aukist — en boðskapur meistarans um nýja menn til uppskerunnar, lifir lengur en bæði berjasafi og Spánarvín. Nú og æfinlega þurfa þjóðirnar að eiga kristna presta — og nú bættist einn í hópinn. Nokkrum annmörkum var það samt bund- ið að fá þessu máli ráðið til fullrar og góðrar úrlausnar — sökum aðstöðunnar. Stjórn og kirkja eiga stundum ekki alveg samleið — og nú þurfti sam- bandslandið að leita til beggja — að fá litlu kirkjuna á Skut- ulseyri til vígslunnar. En sam- vinnan reyndist afbragð: stjórn og kirkja á einu bandi, og sama var um vinarþel og samvinnu- fúsleik ísafjarðarkaupstaðar með prest, bæjarstjórn og sóknar- neínd í fararbroddi. Heimiluð fjárveiting úr bæjarsjóði til þess að standa straum af sæmilegri móttöku svo sjaldséðra gesla — og prestur, sóknarnefnd og söfn- uður allur gerðu sitt til þess að þessi sannlega einstæði við- burður yrði sem minnisstæð- astur. Við ferðamennirnir með Is- landi heyrðum það á máli manna, sem við vígsluna voru, að stundin sú myndi þeim seint gleymast. Við voru staddir, auk vígsluprests og hins grænlenzka prests, þessir prestar: Síra Run- ólfur Magnús Jónsson að Stað í Aðalvik, síra Jónmundur Hall- dórsson að Stað í Grunnavik, síra Óli Ketilsson til Ögurþinga, pastor loci síra Sigurgeir Sig- urðsson, síra Páll Stefánsson að Holti, síra Sigtryggur Guðlaugs- son að Núpi og sira Böðvar Bjarnason að Rafnseyri. Lengi verður bjart yfir þess- um minningum á ísafirði — og því bjartara og hlýrra, eftir því sem kirkjan verður stærri, bjart- ari og víðfeðmari, og oss skilst það betur og betur, að í faðmi föðurelskunnar mætast allir. — Kirkjuvinur. Borgin. Sjávarfiill. Síðdegisháflæður kl. 5,58 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 6,25 í fyrramálið. 20. vika sumars hefst í dag. Næturlæknir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Norðanátt * alstaðar í morgun, mest veðurhæð á Raufar- höfn, 7 (snarpur vindur). í Horna- firði, Seyðisfirði og Akureyri var 5 stiga hiti, annarstaðar 3—4 st. nema á Hólsfjöllum við frostmark (0). í Kaupmannahöfn var 12 st. hiti, Fær- eyjum 6, Angmagsalik 7 og Jan Mayen 1 stig. Loftvægishæj 770 við Vesturland. Spáð er norðvestlægri átt. með úrkomu á Norður- og Norðvesturlandi, en purviðri á Suð- ur- og Suðausturlandi. Frá Henrietto Strindberg syngur í kvöld kl. 7'/s. Eítthvað hafði verið óselt af aðgöngumiðum í morgun, en vænta má að enginn verði óseld- ur í kvöld. Á söngskránni eru ein- göngu ný viðfangsefni og mun mörgum sérstakl. leika hugur á að heyra liana syngja Dyvekes-söngva Heise’s, »Svarta rosor« o. fl. Andlát. Húsfrú Katrín Pétursdótt- ir lézt á Landakotsspítala i morgun. Hún var kona Guðm. Ólafssonar frá Bygðarenda í Hafnarfirði. Botnvörpnngarnir. í morgun komu af veiðum: Skúli fógeti með 82 tn. lifrar, Baldur með 83 tn. og Otur með 70 tn. Draupnir kom inn i gær eftir tveggja daga útivist með 200 »kítti« af ísfiski. Fer hann aftur út í dag og veiðir áfram í ís. Hann mun verða að veiðum fyrir Austur- landi. Esja kom til Pingeyrar kl. 11 í dag. Síldveiðnskipin eru nú á förum að norðan, pau sem ætla ekki að stunda reknetaveiðar. Egill Skallagrimsson kom hingað í gær og hafði aflað um 3000 tn. Er hann fyrsta skipið sem hingað kemur af sildveiðum. V)ag6lað. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Fyrirlestur um Grænland. Eins og til stóð, hélt hr. Schultz Lorentzen prófastur og lector fyrirlestur í dómkirkjunni í fyrrakvöld. Formaöur sóknar- nefndar bauð gestinn velkom- inn, sálmur var sunginn og leikið undir af organleikara kirkjunnar. í*ví næst bóf prófastur máls og lýsti mjög skilmerkilega og ítarlega hinu grænlenzka trú- boði frá upphafi, eða frá árinu 1721, þegar presturinn Hans Egede fór til Grænlands, hinnar viðáttumestu eylendu jarðar, til þess að leita að leifum land- námsmanna þar norður frá og boða þeim kristna trú. Landið er 40 þús. fermílur danskar, eða 25 sinnum stærra en ísland, og því erfið leit að nokkrum þús. íbúa á vesturströndinni, enda þótt hin dreifða bygð nái ekki yfir nema 300 mílna svæði. Hans Egede flutti trúboð sitt á norsku framan af, þótt eng- inn skildi málið, en síðar lærði hann að nokkru hið erfiða tungumál eyjarskeggja. Hélt svo Páll sonur hans og eftirkom- endur trúboðsstarfinu áfram. Grænlenzka málið, með hin- um einkennilegu, löngu orð- myndunum, var fátækt aö hug- tökum, svo sem eðlilegt var með þjóð, sem lifði í hinni miklu dreifingu óbrotnasta lífi þrotlausrar baráttu við náttúru- öflin. Smámsaman auðgaðist málið með vaxandi menningu, og nú er svo komið fyrir nokkru, að það er einvörðungu notað í kirkjum og skólum og opinberum málum. Orðarööin í hverri setningu er öfug við það, sem allllestar þjóðir eiga að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.