Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 03.09.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 744 er söni Dagblaðsins. venjast, það orðið fyrst, sem við höfum siðast, og öfugt. 200 ára menningarstari Dana, Norðmanna og íslendinga hefir borið góðan árangur. Nú eiga Grænlendingar sína eigin presla og trúboða, kennara og sálma- skáld. Biblian hefir verið þýdd á þeirra mál og fleiri bækur. Ræðumaður kvaðst hafa kom- ið til Grænlands fyrir 27 árum, og starfað þar sem prestur í 14 ár. Kann hann því frá mörgu að segja úr lífi þjóðarinnar. Það eru aðeins(j41 ár síðan að Austur-Grænlandsbygð fanst (ár- ið 1884). Danir komu þangað 1903, en trúboðsstarf hófst þar af Dana hálfu árið 1909, og nú er,u allir íbúarnir kristnir að kalla. — Lýsti ræðumaður átak- anlega, hversu viljinn stælist hjá Grænlendingum við daglega árvekni og einbeiting við að afla sér og sínum viðurværis með tækjum þeim, sem útbúin eru af svo mikilli snild, að undrun vekur. Frh. Henriette Strindberg Syngur í kvöld kl. 71/* í lýja Bíó. — lý söngsferá. Páll ísólfsson aðstoðar. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaversl. §igfúsar Eymundssonar og ísafoldar, og við innganginn. CEMENT Eingum von á Cementi bráðlega sem við muniiiii selja mjög ódýrt viö skipshlid og úr liúsi. Timbur- og- Kolaverslunin Reykjavík. Sonnr járnl)rnTitftk(')iigaiii3. en engin sæmileg spænsk stúlka mundi áræða að giftast manni, er föður hennar geðjast eigi að. Skiljið þér það? — En það er engan veginn nein vissa fyrir því, að föður yðar mundi ekki geðjast að mér, þegar við kynnumst betur. — Og Ramón? Hann mundi verða svo sorgbitinn. — En annars í alvöru, gætuð þér ekki hugs- að yður að giftast ungum manni, sem hvorki væri af aðalsættum, ríkur né fallegur? Þér vitið, að það yrði auðvitað dálítið skrítið samband. Flestir aðalsmenn eru fátækir, og ríkir menn eru oftast magaveikir. — Nei, nei. Ég er alveg viss um það. — En setjum nú svo, að ég gæti sýnt yður ættstofn svo háan, að þér gætuð ekki kastað steini yfir hann. — Rað myndi samt ekkert hjálpa yður. Ég er svo heimtufrek. — Það er ákveðin ósk mín að verða ein- hverntíma ríkur. — En þér eruð ekki fallegur, herra Antonio. Hún virti hann fyrir sér meö gletnina skínandi út úr auganum. Þér eruð alt of hár. — Ég er seigur. Ég get enzt lengi. Hún hristi höfuðið og var ákveðin á svip. Hann sá sólskinið leiftra i dýrlega dökka hár- inu hennar. — Þér Iíkist ekkert vorum ungu mönnum. Þér kærið yður kollóttan um siði vora og venjur. Þér eruð alt of djarfur. Þér haldið á- fram að koma hingað þvert á móti vilja minum. Það mundi enginn spænskur maður hafa leyft sér. — Ég er heldur engin Spánverji. Ég er að- eins bjartur Amerikumaður. En ég hefi ásett mér að giftast yður. — Ef ég hegðaði mér svo ósæmilega við ein- hvern af löndum mínum, að tala við hann á þennan hátt, þá mundi hann fara leiðar sinnar og koma aldrei aftur. Ég er alveg hissa á yður, herra Antonio. Er þá ekkert stolt til í yður? — Ekki vitundar ögn. Og þegar ég er nú búinn að tæta sundur allar athugasemdir yðar, þá er bezt að snúa sér að einstökum atriðum málsins. Eigum við að hafa kirkjulega vígslu? Hún hló glaðlega. — Þér hafið verið mjög skemtilegur. En nú verðum við að tala í alvöru. — Töfradrósin litla! Dettur yður virkilega i hug, að ég mundi hætta við yður? Hún varð mjög alvarleg og greip fram í fyrir honum: — Það var ekkert annað en spaug — og þó var það. En lofið mér nú að segja yður það,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.