Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 04.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ um það, áður en þau verða til, að þroska sjálfa oss á alla lund til þess, sem betur má, en forð- ast alt það, sem á nokkurn hátt getur dregið úr gáfum vorum til þeirra. Auðvitað mun sagt verða, að mannkynið sé yfirleitt á fram- fara- og þroska-braut. En það er að of miklu leyti ekki einstak- lingunum sjálfum að þakka, þannig sem eg hefi hér fyrir framan vikið að, heldur því, að náttúran sjálf hefir skapað þeim betri lífsskilyrði og bæltan hag með aukinni þekkingu. Hversu miklu stórstigari gætu framfar- irnar verið, ef þeir væru ekki svo margir, sem raun er á, sem ekkert virðast hugsa um það hvort þeir auka eða skerða gáf- ur framtíðarkynslóðarinnar með lifnaði sínum. Orð þau, sem eg tilfæri hér að framan, geta vel, skoðuð í ljósi kæruleysisins í þessum efn- um og í sambandi við næstu málsgrein í ræðunni um hæðar- aukningu sjálfs manns, dregið úr ábyrgðartilfinningunni. En skoðuð út frá því sjónarmiði, sem eg hefi tekið hér fyrir fram- an, eru þau beinlínis hvetjandi til kynbótanna. Aðeins þrjú síð- ustu orðin »en ekki aukiðoc, geta í flestum tilfellum ekki staðist reynsluna, því að arfinn má auka og arfinum er hœgt að spilla. Allir ættu að muna og brýna fyrir hverri vaxandi kynslóð, að í þessum efnum er skylda hvers manns að efla lífs- og Ijóss-stefnuna í beiminum, og að á hinn bóginn er, í orðsins bók- staflegu merkingu, »seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið i hann«. ,Kunnugt eða ókunnugt' Herra ritstjóri. Af hinum mörgu orðum um ferð mina 1 siðustu grein h.s’ í blaði yðar í dag kemur glögt fram: í fyrsta lagi, að honum »er eigi persónulega kunnugt um fótför manna á þessum slóð- um«, og í öðru lagi, að þorv. Thor- oddsen, og aðeins hann, og það »úr nokJcurri fjarlœgða, hefir at- hugað þetta svæði. Þetta sýnir skýrt og stutt: 1. að svæðið er mönnum ó- kunnugt, 2. að fjöll, öldur, gjár, vötn og ár þess eru ekki rannsökuð I og hafa engin örnefni, 3. vegna þess hefir Þorvaldur alls ekki getað lýst .svæðinu, og hefir heldur ekki sagt það, 4. því síður hefir það verið mögulegt að gera nokkuð ná- kvæmt landabréf af svæöinu, og uppdráttur Þorvaldar er í all- .verulegum atriðum skakkur þarna. Þetta er höfuðatriði málsins, og alt annað er því óviðkom- andi. Ég þakka yður einnig þetta sinn fyrir rúm í blaði yðar. Rvík, 3. sept. 1925. Fr. de Fontenay. 'Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 6,35 i kvöld. Árdegisháflæður kl. 6,55 í fyrramálið. 31. ágúst 1925. St. »Fyrir hvert blót8yrði«. í Flórenz á Ítalíu er það lagaákvæði gengið í gildi frá 1. ágúst, að hver sá sem staðinn er að blóti, guðlasti eða Jjótum munnsöfnuði, verður sektaður um 100 lira. — Væri eigi rétt, að vér ísl. tækjum upp sömu ákvæði? Þá myndi Ríkissjóður- inn brátt verða fleytifullur, og alt lággengi úr sögunnil. — Nætnrlæknir Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastíg 7, Sími 1693. Nætnrvörðnr i Laugavegs Apóteki. Típarfar. Purkurinn helzt ennþá og hefir nú þegar komið að góðum notum. Hæg norðlæg átt var víðast hvar i morgun og útlit fyrir sama veður. í Grindavík, Stykkishólmi og ísaflrði var 7 stiga hiti, Reykjavík og Vestmannaeyjum 6, -Seyðisflrði og Raufarhöfn 5, Akureyri og Hóls- fjöllum 2. — Kaupmannahöfn 12 st., Færeyjum 6, Jan Mayen 3 og í Angmagsalik 2 st. í gærkvöldi. líeflavíkin kom að norðan í gær, af sildveiðum. £)ag6íað. Bæjnrmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, * Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjarlorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Frú Henriette Strindberg söng í gærkvöld við álíka aðsókn og síð- ast. Góður rómur vaj gerður að söng hennar, og væri æskilest aö hún léti ennþá til sín heyra áður en hún fer alfarin héðan. Bræðnrnir Espiioíin hafa á ný far- ið þess á leit við bæjarstjórn að fá keypta eða leigöa lóð undir fyrir- hugað frystihús. Hafnarnefndin hélt fund um málið i gær og var leyfis- beiðandi mættur þar ásamt ráðu- naut sínum Ernst Nordenstedt. Málið var þar rætt og athugað en engin ákvörðun tekin. H.f. „ísaga“ heflr fengið keypta viðbót við lóð sína við Rauðarár- stíg, 600 fermetra að stærð. Ætiar félagið að byggja þar verksmiðju- hús til að framleiða súrefni. Smjörlíkisgerð Keykjavíkur er nú að færa út kvíarnar. Er hún að setja á stofn útibú á ísafirði og tekur það til starfa bráðlega. Tryggvi gamli kom inn í gær vegna þess að vír hafði festst í skrúfunni. Villijálmur I’orvaldsson kaupm. á Laugaveg 44 mun taka flestum bæjarbúum fram i þvi, að hafa þrifalegt umhverfis hýbýli sín. Er þar alt rusl vandlega sópað i burtu jafnóðum og það sézt, og þyrfti fleiri að gera slíkt. Gjótuna á Lækjargötu er búið að fylla upp, þ. e. a. s. þá stærstu, en gjarnan hefði mátt fylla upp um leið tvær smáholur sem eru rétt hjá þeirri sem fylt var upp. — En eftir hverju er beðið með að bera ofan í Grettisgötu? Húsasmiðir hafa nýskeð verið viðurkendir, þeir Baldur Benedikts- son, Hverfisgötu 92 A og Guðmund- ur Jónsson, Grettisgötu 60. Feniugar: Sterl. pd............... 24,50 Danskar kr............. 125,00 Norskar kr............. 103,88 Sænskar kr............. 135,56 Dollar kr............. 5,06“/* Gullmörk............... 120,31 Fr. frankar ............ 24,00

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.