Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 08.09.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Ms. Svanur fer til Flateyjar og liaröastrandar, íiinuid. ÍO þ. m. Hemur vlö á Slandi. Óiafsvik og- Grundaríiröi. Tekiö á móti vörum á morguu. E.s. Lyrn kemur í dag um 5 leyt- ið, frá útlöndum, með fjölda far- Þega, m. a. konsúl Jes Zimsen, frú °g dætur. Hlutayelta sú er h'aldin var aö Mosfelli á sunnudaginn var miður vel sótt, sakir rigningar. Komu þó inn um 600 kr., sem varið verður til umbóta á kirkjugarðinum þar og girðingar kringum hann. Þnrknrinn síðustu viku varð það notadrjúgur, að flestir náðu heyjum öllum heim eða saman i vikulokin hér nærlendis, þar sem til hefir spurzt. Hr. Signrðnr Skngfeldt söngvari heldur síðustu hljómleika sina í kvöld kl. 7‘/» í Nýja Bio. Á þessi efnilegi söngvari skilið fulla viður- kenníngu með góðri aðsókn. Páll ísólfsson leikur undir sem fyr. Brynjólfnr Bjnrnason frá Þverár- dal er sextugur i dag. Dagblaðið sendir honum kveðju Guðs og sína, með beztu árnaðaróskum. Verzlnn Lárnsnr G. Lúðrfgssonar auglýsti útsölu í gær. Var svo mik- ill troðningur í búðinni og viö dyrn- ar, að til vandræða horfði um tíma, og var eigendum nauðugur einn kostur, að loka og aflýsa útsöluna. M.s. Svannr kom að norðan i gær með fullfermi af síldarmjöli, sem Mjólkurféiagið selur hér á hafnar- bakkanum. Skipið fer 10. þ. m., áætlunarferð til Flateyar og Barða- strandar. Kemur við á Sandi, Ólafs- vík og Grundarfirði. Krikmyndahúsin. Nýja Bio sýnir Æfintýri, sjónleik i 9 þáttum, þar sem John Barrymore sýnir líst sina sem Sherlock Holmes. Sjást nú margir í Nýja Bio, sem lesið hafa hinar nafnfrægu leynilögreglusögur eftir Conan Doyle. Gamla Bio sýnir fullorðnu fólki mynd sem heitir Karlmenn. Leika þau Pola Negri og Robert Frazer aðahlutverkin. Peningar; Sterl. pd............... 24,00 Danskar kr............. 123,08 Norskar kr............. 107,69 Sænskar kr............. 132,86 Dollar kr............... 4,96*/< Gullmörk................. 117,91 Fr. frankar ............ 23,51 Hótel Hekla Hafnarst. 20. Þægileg- og ódýr lier- bergl. Miöstöövarliitun. Baö ókeypis fyrir gesti. lleitir og kaldir róttir allau dagiim. MALNING, VEGGFÓÐUR, Zinkhvíta, Blýhvíta, Japanlökk, Fernisolía. Veggfóður frá 40 aur. rúllau. Ensk stærð. Þekur 15 ferálnir. MÁLARINN. Sími 1498. Bankastræti 7. ^innir iárnbrantiikóngsiiis. Anthony hélt heim á leiö frá sér numinn af hamingju og gleði. Nú var hann ekki framar í vafa, því jafnframt því sem Chiquita þverskail- aðist við öllum bænum hans og ástleitni, var hann þess fullviss, að hún unni honum. Hann var því í bezta sólskinsskapi, er hann opnaði bréf, sem lá á borðinu og beið hans, og hann las það sem hér greinir: Kæri Kirk! Eg vona að þú sért orðinn dauðleiður á siálfum þér, og sért því fús til — svona til hlbreytingar — að taka þér eitthvað nytsamt fyrir hendur. Þar eð mér er kunnugt um bur- geisa-tilhneigingar þínar, þykist ég vita, að þú munir vera í botnlausum skuldum, og að nýju vnur þinir hljóti að vera orðnir dauðþreyttir á þér. Ég hefi búist við því á hverjum degi, að þú mundir ávísa upp á mig, og ég nota hér með taekifærið til þess að segja — á þinni skólapilts-ensku; y>þar er ekkert handa þér að 9e/a« — nema með einu skilyrði. Viljir þú f*e‘ta mér því að haga þér skynsamlega fram- VeS>s, skal ég borga skuldir þínar, senda þig vestpr á bóginn og láta þig fá simritarastöðu me® 40 dala mánaðarlaunum. — En — þú tei^ Þangað, sem ég sendi þig, og þú verður * þeirri slöðu, sem ég set þig í. Ég skal hugsa fyrir okkur báða og velja þér vini. Ef þú reynist duglegur, mun ég ef til vill haga því þannig, að þú fáir að dvelja í fríum þín- um í »þinni kæru New York«, sem ber ennþá merkin eftir afrek þín. Ég mun vera þér þakk- látur fyrir að þú skrifr mér um hæl og biðjir mig fyrirgefningar, svo að ég geti hitt þig í New Orleans og enn einu sinni komið undir þig löppunum, svo eitthvað geti úr þér orðið Það er engin hætta á, að það verði neitt sér- lega mikið úr þér, en ég mun ætíð fús til að gera skyldu mína. Þetta er þá síðasta til- boð mitt, og ef þú hafnar því, geturðu farið til fjandans. Eins og endranær Þinn einlægur faðir DarSvin K. Anthony. E. S. Ég get fengið góða simritara fyrir 30 dali á mánuði. Þessir 10 dalir að auki eru hreinasta viðkvæmi frá minni hálfu. Kirk vissi nokkurn veginn fyrirfram, hvað í bréfinu myndi standa, og nú hló hann hátt, er hann hafði lesið það. En hvað það var likt gamla manninum! Hann gat nærri því heyrt til hans, er hann hafði lesið bréf þetta fyrir. Kirk var í svo góðu skapi, að hann skrifaði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.