Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 10.09.1925, Blaðsíða 1
Fimludag 10. september 1925. \ fbf Æ I. árganti wagblao MÖRGUM Reykvíkingum er gjarnt að skilja eftir eins- konar minjar, þar sem þeir fara um eða staðnæmast. Sést það einna greinilegast með- fram vegunum hér í nágrenn- inu og nokkuð langt út frá þeim. Mest ber þar á flösku- brotum og dósarusli, og er vand- fundin grasbrekka meðfram al- mannaleiðum, sem ekki ber merki þessa ómenningarbrags, því svo má með réttu nefna þessa háttsemi fólksins. Það er iandlægur ósiður, að geta ekki skilið eftir heila ílösku, þegar búið er að »njóta« innibaldsins, og gera menn sér oft töluvert ómak til að fylgja þessum »landsið«. Grjót er ekki alslað- ar við hendina, þar sem flask- an er tæmd, en sjálfsagt þykir að brjóta hana með einhverju móti. Öllum ætti að vera ljóst, hve flöskubrot eru hættuleg, og eru mörg dæmi þess, að þau hafa orðið mönnum og skepn- um til skaða. Nú er svo komið, að ekki er hættulaust að tylla sér niður í grasgróna brekku hér nærlendis, því ekki er að vita hvað í rótinni felst. 1 fyrrasumar áðu nokkrir iwenn í brekku hér nærlendis, ®>nn hesturinn velti sér en skarst nm leið ægilega í bakið af ílösku- broti Rem undir honum varð. Hesturinn varð frá notkun alt sumarið og greri bæði seint og illa. í*ótt fleiri dæmi séu ekki íiltýnd, sýnir þetta Ijóslega hve flöskubrotin eru hættuleg, auk þess sem þau bera vott um sóða- skap og ómenning vegfaranda. Sumum nærsveitamönnum er stundum láð það, þótt þeir vilji takmarka nokkuð umferð Reyk- víkinga yfir lönd sín, og amast v*ð þeim landspjöllum, sem þeir verða 0ft valdandi. Eftir þeirri reynslu, sem fengin er, virðist það ekki vera að ástæðulausu, þótt þeir sé ekkj alstaðar álitnir aufúsugestir. Ef framferði þeirra væri altaf ejns og mönnum sæmdi, mundi enginn við þeim amast, og væri þeim sjálfum fyrir beztu, að þeir tæki sig fram um það, sem hér hefir verið vikið að. FráYestur-íslendingum. Merkur maður látinu. Bene- dikt Einarsson læknir í Chica- go lézt 25. júlí s.l. Hann var »stórmikill hæfileikamaöur að sögn og skaraði mjög fram úr í skurðlækningum«, segir í ný- komnu Lögbergi. En annars er umsögn blaðsins tekin úr sænsku blaði, sem geíið er út í Chiga- go. Þar segir m. a.: »Benedikt heitinn var fæddur í Mývatnssveit á íslandi, 12. dag ágústmánaðar 1855, en fluttist til Vesturheims 17 ára að aldri. Starfaði hann fyrst eftir að hingað kom sem túlkur í þjón- ustu járnbrautarfélaga, en tók siðan að stunda nám við Michi- gan háskólann, og lauk þar prófii í læknisfræði með hinum ágætasta vitnisburöi. Til Chi- cago fluttist hann árið 1891 og dvaldi þar upp frá því«. Sænska blaðið telur Benedikt heit. eigi aðeins hafa wverið mikinn og og merkan lækni, heldur hafi fylgst þar að mannkostir svo miklir, að sjaldgæft sé. Bókelsk- ur hafði hann verið með af- brigðum, fróður í sögu og bók- mentum íslands. Shakespeare dáði hann mest allra rithöf- unda, og þar næst Strindberg hinn sænska. Dr. Benedikt læt- ur eftir sig konu og tvö börn«. lyra fer héðan kl. 6 í kvöld. Meðal farþega verða: frú Henriette Strind- berg, síra N. Steingrímur Porláks- son og frú, Gustav Fund og O. For- berg landsimastjóri. Austan úr sveitum. Heyskapnr hefir víðast gengið sæmilega þrátt fyrir hina lang- varandi óþurka í sumar. Gras- vöxtur hefir verið ágætur og er nú heyskapur sumstaðar orðinn meö mesta móti. íþurkunum síð- ustu viku náðu flestir inn hey- um og er nú víðast farið að líða að sláttulokum. Slátnrhás. í fyrra var tölu- • verðu fé slátrað austanfjalls en kjöt og gærur ílutt hingað suð- ur. Var þá slátrað á þrem stöð- um: Minni-Borg, við Rauðalæk og að Efra Hvoli. Nú í haust verður aftur slátrað á Minni- Borg og við Rauðalæk, og hefir í sumar verið bygð viðbótar- bygging við rjómabúskála Rauða- lækjarbúsins og verður alt hús- næðið notað í haust við slátr- unina. Að Efra-Hvoli verður ekki slátrað í haust, en í þess stað verður • slátrað í Djúpadal við Eystri-Rangá. Hefir þar verið bygt sláturhús í sumar, sem að vísu er fremur lítið, en er hagkvæmlega bygt og ætti að geta fullnægt héraðinu fyrst um sinn. Er þar rúm fyrir 200 kroppa sem geta hangið þar samtímis og ætti það að vera nægilegt, því kjötið verður auð- vitað flutt jafnóðum hingar suð- ur. Er þessi heimaslátrun til mikilla þæginda fyrir héraðsbúa og ætti auk þess að geta orðið þeim til nokkurs hagnaðar. Vel að verið. Á einum bæ í Fljótshlíð var uiji síðust helgi búið að heyja á 9. hundr. hesta og hafði aðeins bóndinn, dreng- ur um fermingu og þrjár stúlk- ur unnið að heyskapnum. Má segja að þar hafi einhverntíma höndur verið látnar standa fram úr ermum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.