Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 10.09.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Brúarjökuls og Dyngjujökuls, einkennilega stórkostleg fjöll og mikil. Jökulsárnar þrjár, í Fljóts- dal, á Brú og í Axarfirði, líta út eins og smá lækir, þar sem þser renna í mörgum kvíslum undan jöklinum, sú fyrsta und- an Eyjabakkajökli, önnur undan Brúarjökli og sú þriðja bæði nndan Brúarjökli austan Kverk- fjalla og undan Dyngjujökli Vestan Kverkfjalla. I vestri sést Trölladyngja og til norðvesturs Askja, hinn stórkostlegi eldgígur, og Dyngjufjöll. Til norðurs var útsýnin því miður mjög vond, vegna þess að stormurinn hafði þyrlað upp ryki af söndunum. Herðubreið sást að eins í gegn- um móðuna. Hitamælirinn þarna uppi sýndi 1° frost og er mikill munur á því og 15° hita niðri. Við höfðum 2 hæðarmæla með okkur, annan þýzkan en hinn danskan, og voru þeir báðir settir á 0 á Valþjófsstað, og Báðum við sér Þórarinn að athuga loftvogina heima hjá sér á meðan við værum burtu, svo hægt yrði að komast fyrir skekkju, sem stafa kynni af loftþyngdarbreytingum. Báðir þessir mælar sýndu nú 2100 metra hæð þarna uppi, og þeg- ar lögð er við hæð Valþjófsstað- ar yfir sjávarmál og tekin er ineð í reikninginn breyting sú er varð á loftþyngtinni neðan við vorum í burtu, sem var mjög lítil, þá reynist mæling okkar af Snæfelli að vera ná- lægt 2130 metrum, og er þá Snæfell hæsta fjall landsins, eða 11 metrum hærra en Oræfajök- ull, er sagður vera 2119 metrar I (sbl. Lýsing íslands bls 25), en þar er Snæfell talið að eins 1822 metrar (bls. 19). Við vilj- um alls eigi ábyrgjast að mæl- ing þessi sé nákvæmlega rétt en undarlegt má virðast, ef mælarnir sýna báðir jafn órétt — og ástæða er til að halda að engin nákvæm mæling hafi farið fram á hæð Snæfells hing- að til, eins og áður er drepið á. De Profundis (Úr djúpunum) eftir enska skáldið Oscar Wilde hefir Ingvi Jóhannesson þýtt á islenzku, og mun] bókin lcoma út í haust. Er áskriftum safnað að henni, og munu margir verða til að létta undir með útgefanda og vgrða strax áskrifendur að henni. Hótel Hekla Hafnarst. 20. Þægileg og- ódýr lier> bergl. Miðstöövarliitun. Bað ókeypis fy/ír gesti. Heitir og- kaldir réttlr allan dag’inn. 744 er sM DagWaÖÉs, Sonnr jíirnbrnntnkóiitrsliia. en hann var aftur á móti oft hjá Edith Cort- landt. Hún hafði efnt heit sitt og útvegað hon- um góðan hest og það var sjaldgæft 1 Panama — og hann var hrifinn af því að fá dálitla tilbreytingu frá skrifstofustörfunum, Pau riðu út nærri því daglega. Hann borðaði miðdegis- verð hjá henni og var gestur hennar í söng- höllinni á kvöldin. Hin gamla vinátta þeirra Var komin í skorðurnar aftur, eins og ekkert hefði borið á milli, Upp á síðkastið var þessi hálf-opinbera vin- atta og trúnaðartraust þeirra á milli farið að Talda Edith fremur þjáninga en gleði. Hugur hennar hafði verið I uppnámi síðustu vikurnar °g hún hafði átt erfitt með að dylja það. Hún hafði átt í ógurlegri baráttu við sjálfa sig, hafði reynt að bjarga sér með skynsamlegum fortöl- um, reynt að treysta á stolt sittjjog stærilæti — en alt árangurslaust. Og að lokum varð hún að horfast í augu við miskunarlausan og geigvæn- legan sannlekann; hún var ástfanginn. Petta aUi upptök sín í því háskalega augnabliks al- ^leymi í Taboga. Nóttin eftir á hafði verið hræðiieg. Hún hafði í fyrsta sinn á æfinni ratiösakað hjarta sitt, og hún orðið alvarlega skelk- Mð það er hún sá þar. Henni varð það fyrst fyrtr að verða æst og bálvond við sjálfa sig, svo ásakaði hún Anthony í huga sínum, en eftir á varð hún kæringarlaus um altsaman og lét vaða á súðum. Hún tók að veita manni sínum nánari athygli og varð þess vör, að hann var henni sem ó- kunnugur maður. Árum saman hafði hún séð í gegnum fingur með honum og látiðsérstandasama um kosti hans og ókosti. En aldrei áður hafði hann virst henni jafn litilsigldur og tilkomulaus sem nú, .og framar öllu öðru, svo ókunnugur. Til þessa hafði hún að eins getað þolað hann, en nú tók hún að fyrirlíta han. Það var á einkis færi að segja, hvort Cort- landt tók eftir þessari breytingu í hugarfari konu sinnar og skildi ástæðurnar fyrir henni, eða ekki, en hann gat a. m. k. eigi farið skyn- skmlegar að ráði sínu í allri umgengni við hana en hann gerði nú. Pögul fyrirlitning var það, er hún minst af öllu gat þolað frá hans hálfu, og þó var það einmitt það, sem fram- koma hans bar vott um, ef hún á annað borð bar vott um nokkuð. Auk hinna örfáu orða þeirra á milli, er þau fóru úr eynni hafði hann ekkert sagt, og aldrei vikið að því einu orði. Hann hafði ekki einu sinni nefnt Anthony á nafn, nema þegar nauðsyn bar til og þetta sárnaði henn ákatlega. Hún varð þess þrásinnis vör, að hann horfði mjög einkenni- lega á hana, en hann var þur í viðmóti og

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.