Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 16.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Kolsýru-ís. Nýustu og beztu kæliaðferðir. Norskt kaupmannafélag hélt fjölmennan fund nýskeð í Björg- vin. Voru þar haldnir margir fróðlegir fyrirlestrar, m. a. hélt Örvig skipaútgerðarmaður fyrir- lestur um nýjar kæliaðferðir og þá sérstaklega kohýru-ísinn. íshús eru dýr. Kældur fiskur reynist miklu betur en frosinn. Hin stóru kjöt- og fiskiútflutn- ingslélög gera tilraunir með nýj- ar kæliaðferðir og breyta til með fiskiútflutning sinn. Eftir langar og ítarlegar til- raunir í Ameríku, sem kostað hafa um 4 milj. dala, hefir þeim tekist að búa til kolsýru-ís á iðnaðarvísu, það er samanþjapp- að kolsýru-gas. ís þenna (C 03) selja þeir i stykkjum (blokkum) í verslununum og er hann -5- 8(5° C. (80 Celsius-stiga kaldur.) Kolsýruís líkist vatnsís, en er þyngri en vatn. Er hann bráðn- ar verður hann að gasi og eim- ar upp, án þess að nokkur bleyta sé eftir. Við uppgufun kolsýrugasins, þrýstist loftið und- an og. kuldinn breiðist út um geymsluna. Með loftgluggum má haga kuldanum eftir vild. Eigi hefir þess orðið vart, að kolsýruís þessi hafi nein ill á- hrif á matvörur, aftur á móti hefir það reynst, að hann er ban- vænn fyrir fjölda gerlategunda. — í Kanada hefir fiskur verið sendur í járnbrautarvögnum með þessari kæliaðferð og eftir 14 daga var fiskurinn jafngóður. — Einnig hafa verið gerðar til- raunir með að senda ávexti, garðávexti o. fl. og tekist vel. Kostir kolsýru-ísins eru þeir, að hann er fyrirferðarminni en venjulegur ís, hentar betur mat- vörum og er ódýrari til afnota. Erfiðast er að senda hann lang- ar leiðir og verður því að koma á fót allmörgum verksmiðjum á hentugum stöðum. — Örvig hélt því fram að lokum, að eigi myndi langt liða áður gerðar yrðu tilraunir með kol- 8ýruís í Noregi. Víösj á. Yillistóð 400,000 afsáttar- hestar. Á hinum víðlendu slétt- um í Montana í N. Ameríku eru um 400,000 villihestar. Spillir stóð þetta mjög haglendi bænda og ræktaðri jörð. Hefir verið reynt að temja hesta þessa, en árangurslaust. Er nú í ráði að stofna til hestaveiða og útrýma öllum þessum sæg. Er talið, að stóð þetta þurfi eins mikið hag- lendi og 2 milj. sauðfjár. Hestastóðið i Montana er ættað frá Araba-hestum þeim, er Ferd. Cortez flutti með sér til Mexico forðum. Bændur í Montana eru í sífeldum ótta fyrir hestum þessum. það hefir reynst lífs- hætta við þá að fást, og er því cigi tiltökumál að temja þá. Verða þeir því allir skotnir. Sundþraut. Lillian Harrison, argentinsk stúlka, reyndi ný- lega að synda yfir Ermarsund (milli Englands og Frakklands), en varð að gefast upp sökum kulda, þegar hún átti tæpar 5 mílur eftir ófarnar. Sagt er, að hún sé staðráðin í að reyna aftur að komast alla leið, áður en langt um líður. Otto Kemmerick, frægur þýsk- ur sundmaður synti síðast i ágúst frá Femern til Warne- munde. Er það 60 kílometra löug leið og synti hann hana á 23 klukkustundum. Meðferðis hafði hann ekki annað en ílösku með heitri kjötsúpu, úr og kompás. Þessi vegalengd er þriðj- ungi lengri en yfir Ermarsund. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæður kl. 4,23 í dag. Árdegisháflæður kl. 4,40 í fyrramálið. Sðlarnpprás kl. 5,54. Sólarlag ki. 6,50. Nætnrlæknir Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Suðlæg átt og rigning var nærri alstaðar í morgun. Mest i Hornafirði og Seyðisfirði, Á Akur- IÐagBlað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. eyri og Seyðisfirði var 12 st. hiti, Hornaflrði 10, Raufarhöfn 9, Hóls- fjöllum 8, ísafirði og Stykkishólmi 7, Reykjavík og Grindavík 6, og Vestmannaeyjum 5. — í Kaupm,- höfn var 13 st. hiti, Færeyjum 10, Jan Mayen 6 og Angmagsalík 8 st. í gær. — Loftvægislægð er fyrir suðaustan land. Spáð er austlægri átt á Austur- og Norðurlandi, norð- austiægri á Norövesturlandi, en breytilegri vindstöðu á Suðurlandi. Búist er við úrkomu víða, einkum á Norður- og Austurlandi. Þórðnr Edilonsson læknir í Hafn- arfirði er fimtugur í dag. Maí kom af veiðum í morgun með 100 tn. lifrar. Esja var á Breiðdalsvík í morgun og er því ekki væntanleg hingað fyr en í fyrsta lagi aðra nótt eða á fimtudag. Bólnsotning barna fer hér fram á morgun og næstu daga í Barna- skólahúsinu. Ný frímerki hefir póststjórnin gefiö út, og komu þau í umferð um síðustu helgi. Eru pau ólík eldri frímerkj- um að stærð og gerð, og miklu fal- legri útlits. í stað konungsmynd- anna á eldri frimerkjunum eru myndir af islenzku landslagi og mannvirkjum, og mun mörgum þykja það breyting til batnaðar. »Skyndisala« er gott orð í stað »útsala«, sem tíðkast hefir. Mun það fyrst hafa verið notað af Haraldi Árnasyni kaupm., í auglýsingu síð- astl. vetur. Skyndisölur standa nú víða yfir, þvi allir vilja auðvitað selja sem mest á þeim tíma sem yfir stendur. Eru vörubirgðir kaup- manna miklar og fólkinu sem óð- ast að fjölga í bænum. Einnig eru peningaráð almennings mest um þetta leyti árs. Björgnnarskipið Þór kom að norð- an i morgun, með skipinu komu um 50 farþegar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.